Ráðgátan um ísöldina á Ordovician leyst?

Í lok tímabilsins Ordovician skall á ísöld sem að hefur valdið vísindamönnum um allan heim mikinn höfuðverk. Í sjálfu sér er ekki óalgengt í jarðsögunni að það skelli á ísaldir, eins og sjá má á eftirfarandi mynd:

Hér er áætlað hitastig jarðar aftur til byrjun Kambríum fyrir um 540 milljónum ára (af wikipedia). Neðarlega á myndinni má sjá bláa kassa, sem vísa í þau tímabil sem að ísaldir urðu.

Ordovician endaði fyrir um 444 milljónum ára, við fyrrnefnda ísöld og talið er að um 60% þálifandi sjávarlífvera hafi dáið út.

...

Nánar á Loftslag.is; Ráðgátan um ísöldina á Ordovician leyst?

Ýmislegt annað efni um fornloftslag af Loftslag.is:

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er það ekki svolítill sensationalismi að setja fram fyrirsögnmeð fullyrðingu í spurnarformi?  Eru vísindamenn orðnir svona poppaðir og straumlínulaga í dag að þeir geti ekki verið afdráttalausir um muninn á staðreyndum og vangaveltum?

Þessi loftslagsvísindi hafa rýrnað ansi mikið að trúverðugleika eftir raðskandala undanfarinna missera, þar sem sensationalisminn og græðgin í vegtyllur og rannsóknarstyrki hafa orðið vísindunum yfirsterkari. Er kannski spurning um að þið breytið um framsetningarmáta í ljósi þessa?  

Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2010 kl. 22:28

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Fullyrðingin í spurnarformi er mín.

Mér finnst þetta spennandi efni og í stað þess að fullyrða eingöngu, ákvað ég að láta spurningamerki fylgja með. Ástæðan: mig grunar að þetta sé ekki endirinn á deilunni um ísöldina á Ordovician.

Ég veit ekki hvað sensationalismi er, en held ég fatti hvað þú meinar. Ég er ekki að skýra frá mínum eigin vísindaniðurstöðum, heldur að miðla efni annars staðar að. Hvort fyrirsögnin ætti að vera öðruvísi er að sjálfsögðu mat hvers og eins.

"Þessi loftslagsvísindi hafa rýrnað ansi mikið að trúverðugleika eftir raðskandala undanfarinna missera, þar sem sensationalisminn og græðgin í vegtyllur og rannsóknarstyrki hafa orðið vísindunum yfirsterkari."

Þar sem þessi fullyrðing er í meginatriðum alröng, þá get ég ekki tekið undir að við förum að breyta framsetningamáta í ljósi þessa - né til að þóknast þér. Í ljósi einhvers annars væri mögulegt að íhuga það. 

Höskuldur Búi Jónsson, 12.3.2010 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband