19.3.2010 | 07:52
19. mars - Tímamót
Nú eru þau tímamót að hálft ár er liðið síðan Loftslag.is fór í loftið, sem var þann 19. september 2009. Að því tilefni ætlum við að taka saman yfirlit yfir það helsta frá þessu fyrsta hálfa ári, t.d. hvaða færslur og hvaða föstu síður hafa verið vinsælastar. Fyrst lítum við til bloggfærslna, frétta og gestapistla, þar sem við lítum á hvað hefur verið vinsælast hingað til.
Röð | Heiti færslu | Tegund færslu |
1. | Að sannreyna staðhæfingar | Gestapistill |
2. | Jöklar Himalaya og álitshnekkir IPCC | Blogg |
3. | Að stela bíl og nota fyrir sjónvarp | Blogg |
4. | Er jörðin að hlýna? | Blogg |
5. | Hakkarar afrita tölvupósta og skjöl | Heit málefni |
6. | Vegur niðursveifla í virkni sólar upp á móti hlýnun jarðar af mannavöldum? | Frétt |
7. | 19. september Opnun Loftslag.is 55.000 dagar | Frétt |
8. | Hitahorfur fyrir árið 2010 | Blogg |
9. | Mikil bráðnun Grænlandsjökuls fyrir 6000-9000 árum | Frétt |
10. | Meðalsjávarhiti í ágúst sá hæsti fyrir mánuðinn síðan mælingar hófust | Frétt |
Það er mjög passandi að það sé gestapistill eftir Halldór Björnsson sem er mest lesna færslan. Við viljum að sjálfsögðu þakka öllum hinum frábæru gestapistla höfundum fyrir góða gestapistla.
En það eru einnig ýmsar fastar síður hjá okkur, m.a. mýtusíðan, kenningarnar ásamt fleiru. Hér undir má sjá hvað var vinsælast af þeim.
Röð | Heiti síðu | Tegund |
1. | Mýtur | Yfirlitssíða |
2. | Spurningar og svör | Yfirlitssíða |
3. | Kenningin | Yfirlitssíða |
4. | Afleiðingar | Afleiðingar |
5. | Orsakir fyrri loftslagsbreytinga | Kenningin |
6. | Um okkur | Yfirlitssíða |
7. | Lausnir og mótvægisaðgerðir | Lausnir |
8. | Hlýnunin nú er af völdum sólarinnar | Mýta |
9. | Grunnatriði kenningarinnar | Kenningin |
10. | Það er að kólna en ekki hlýna | Mýta |
Síðuflettingar hafa verið rúmlega 37.000 á þessu tímabili. Birtar fastar síður eru 66, en fjöldi færslna, þ.e. blogg, fréttir, gestapistlar, myndbönd og þess háttar eru orðnar 222.
Það má segja að á ýmsu hafi gengið í loftslagsumræðunni. Þar má m.a. nefna ýmsar nýjar rannsóknir sem við höfum tekið fyrir, climategate málið svokallaða og COP15 sem við fylgdumst nokkuð ítarlega með. Þar fyrir utan hafa fréttir og blogg fengið sinn sess á síðunni.
Við erum með síður á Facebook, Twitter og Blog.is og langar okkur að hvetja lesendur til að fylgjast með síðunni þar. Við erum jafnframt að skoða fleiri möguleika til að koma síðunni á framfæri.
Við höfum haft 2 skoðannakannanir og er önnur þeirra í gangi, sjá hliðarstikuna á Loftslag.is.
Við ætlum að sjálfsögðu að halda okkar striki í framtíðinni og fylgjast af krafti með þróun rannsókna og vísinda varðandi loftslagsmál og þeirri, oft á tíðum, heitu umræðu sem umlykur þessi mál nú um stundir. Við hlökkum til að takast á við verkefnið og viljum þakka lesendum okkar fyrir móttökurnar á þessu fyrsta hálfa ári.
Þessi færsla birtist einnig á Loftslag.is - 19. mars - Tímamót
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Athugasemdir
Sælir félagar.
Til hamingju með daginn!
Getið þið sagt mér eitt. Hvað kom fyrir kolefnismarkaðinn? Er ég að misskilja eitthvað?
Sjá t.d. http://www.chicagoclimatex.com/index.jsf
http://www.chicagoclimatex.com/market/data/summary.jsf
Er verðið á tonni komið niður í 10 cent?
Eitthvað hliðstætt á Evrópumarkaðnum, eða eitthvað annað?
http://business.timesonline.co.uk/tol/business/industry_sectors/natural_resources/article7066315.ece
Annað hvort er markaðurinn hruninn eða að ég er að misskilja eitthvað herfilega...
Auðvitað getur vel verið að ég sé að misskilja og að þetta sé bara eitthvað eðlilegt.
Ágúst H Bjarnason, 19.3.2010 kl. 08:32
Takk fyrir kveðjuna Ágúst.
Ekki veit ég hvort þú ert að misskilja markaðinn eitthvað, en ætli það sé ekki töluverð óvissa með framvindu mála á þessum markaði (af pólitískum ástæðum), það gæti svo sem haft áhrif á verðið. Í Evrópu fer 3. áfangi af þessum markaði í gang 2013, sem gæti hugsanlega haft áhrif þar. Það litla sem ég hef kynnt mér um þessi mál er í nánast allt í eftirfarandi færslu (við höfum ekki verið að skoða þessa hlið málsins mikið hingað til); Hvað er Cap and Trade ?
Sveinn Atli Gunnarsson, 19.3.2010 kl. 08:57
Svo við förum út í létt hjal í tilefni dagsins, þá skemmir þetta náttúrulega öll okkar áform um skjótfengin gróða (við keyptum greinilega á röngum tíma...)
En hvers vegna fylgist þú svona vel með verðinu Ágúst, átt þú kannski nokkur tonn af heimildum?
Sveinn Atli Gunnarsson, 19.3.2010 kl. 11:13
http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/193820/
Það er um að gera að hafa smá gaman af þessu, því öllu gamni fylgir nokkur alvara.Enn og aftur, njótið dagsins
Ágúst H Bjarnason, 19.3.2010 kl. 13:18
Öllu gamni fylgir einhver alvara, það er rétt, og kannski fylgir alvöru eitthvert gaman einnig...
En mig langar reyndar að setja spurningar í loftið; hvað getur kvabb okkar mannfólksins um hugsanlegar lausnir, á vandamáli sem við stöndum frammi fyrir, sagt okkur um vandamálið? Heldur vandamálið ekki áfram að vera til, þó svo við getum ekki komið okkur saman um að draga úr losun koldíoxíðs eða hvaða leiðir verði notaðar til þess?
Sveinn Atli Gunnarsson, 19.3.2010 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.