Tengsl El Nino og langtíma hlýnunar hrakin

Í fyrra kom út grein þar sem haldið var því fram að mikill meirihluti loftslagsbreytinga mætti tengja við El Nino sveifluna (ENSO) (McLean o.fl. 2009). Þessi grein fékk mikla umfjöllun fyrst um sinn, meðal annars á íslenskri bloggsíðu

Einn höfunda, Bob Carter, er þekktur efasemdamaður og oft á tíðum vísað í hann af þeim sem efast um það að hlýnun jarðar sé af mannavöldum. Samkvæmt Carter þá sýndi greinin “náin tengsl milli ENSO og hnattræns hitastigs jarðar, eins og stendur í greininni, sem gefur lítið svigrúm til hlýnunar af völdum losunar manna á koldíoxíði”.  Þær niðurstöður voru í miklu ósamræmi við tveggja áratuga rannsóknir vísindamanna, sem hafa fundið út að ENSO hafi lítil áhrif á langtímaleitni hitastigsbreytinga.

Fljótlega komu í ljós glufur í greininni og ljóst að McLean o.fl. höfðu notað undarlegar tölfræðiaðferðir til að taka út langtímaleitni gagnanna og álykta síðan sem svo að það væri engin langtímaleitni (sjá t.d. bloggfærslu af DeepClimate – Is ENSO “responsible for recent global warming?” No), en ritrýnt svar hefur nú verið samþykkt til birtingar í tímaritinu Journal of Geophysical Research (Foster o.fl. 2010) þar sem útskýrt er af hverju grein McLean o.fl. ber ekki saman við niðurstöður annarra vísindamanna.

---

Hægt er að lesa nánar um þetta mál á Loftslag.is;


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband