24.3.2010 | 08:19
Hvenær fer bráðnun Grænlandsjökuls á fullt?
Bloggfærsla þýdd af Skeptical Science og einnig birt þar
Eitt af því sem vísindamenn hafa áhyggjur af er óstöðugleiki jökulbreiðanna á Grænlandi og á Suðurskautinu. Ef Grænlandsjökull bráðnar að fullu, þá þýðir það allt að 7 m hækkun sjávarstöðu. Að sama skapi þá myndi Vestur Suðurskautið valda um 6 m sjávarstöðuhækkun. Austur Suðurskautið myndi síðan valda um 70 m hækkun sjávarstöðu, en sú jökulbreiða er ólíklegust til að verða fyrir mikilli bráðnun. Því er mikilvægt að rannsaka viðbrögð þessara jökulbreiða við hlýnun jarðar.
Nýlega kom út grein (Stone 2010), en höfundar hennar áætla að styrkur CO2 í andrúmsloftinu, sem yrði til þess að bráðnun Grænlandsjökuls færi á fullt, sé á bilinu 400-560 ppm. Við núverandi losun CO2 út í andrúmsloftið þá verður styrkur þess orðið 400 ppm innan 10 ára.
Þó það sé ákveðin óvissa um eðli jökulbreiðanna, þá eru ýmsar vísbendingar um það hvernig jökulbreiður hegði sér við hlýnun jarðar. Ef við skoðum Grænlandsjökul nánar, hvað segja mælingar okkur þá að sé að gerast á Grænlandi? Þyngdarmælingar frá gervihnöttum sem mæla massajafnvægi hafa sýnt að Grænlandsjökull er að missa massa hraðar og hraðar (Velicogna 2009).
Mynd 1: Breytingar í jökulmassa Grænlandsjökuls áætlað út frá þyngdarmælingum úr gervihnettinum GRACE.Ósíuð gögn eru með bláa krossa og rauðir krossar þegar búið er að sía frá árstíðabundinn breytileika. Besta annars stigs leitnilína er sýnd sem græn lína (Velicogna 2009).
*******
Vinsamlega lesið alla færsluna á Loftslag.is:
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Afleiðingar, Blogg | Facebook
Athugasemdir
Grænlandsjökull var enn á sínum stað þegar hiti var 4-5 stigum hærri en nú á bóreölskum tíma fyrir ca 5-6 þúsund árum. Það sýna borkjarnar úr jöklinum. Hefði hann bráðnað væri ekki hægt að taka borkjarna sem sýna þetta heita tímabil. Vafalaust bráðnar eitthvað úr jöðrunum ef aftur hlýnar (sem ekkert bendir til að verði til lengri tíma), en á móti kemur stóraukin úrkoma (snjókoma) á hábungunni. Hún hefur verið að hækka undanfarið, þótt jöklar við sjávarmál hafi hörfað dálítið. Allt tal um bráðnun Suðurskautlandsins, vestur eða austurs er gjörsamlega út úr kú. Þar er hitinn (nema á Suðurskautsskaganum) tugir stiga fyrir neðan frostmark allan ársins hring og nær aldrei frostmarki, svo ís geti bráðnað.
Vilhjálmur Eyþórsson, 24.3.2010 kl. 12:21
Vilhjálmur, þú ert fastur í skýringum sem búið er að hrekja fyrir löngu, en ég skal samt reyna að svara þér.
Við erum að tala um mun meiri hlýnun en var þegar hnattrænn hiti jarðar (og staðbundið á Grænlandi) náði hámarki á nútíma (fyrir 6-9 þúsund árum). Gögn sýna að hitinn er að ná sömu hæðum og þá var. Líkt og nú, þá var töluverð bráðnun út við jaðrana á þeim tíma, sjá t.d. grein í Nature frá því í fyrra (ágrip) "Holocene thinning of the Greenland ice sheet". Þar segir t.d. : "Contrary to the earlier interpretation of 18O evidence from ice cores, our new temperature history reveals a pronounced Holocene climatic optimum in Greenland coinciding with maximum thinning near the GIS margins."
Hitt er annað, að spáð er mun meiri hitaaukningu á þessari öld en hefur orðið hér á jörðinni frá því að ísöldin hófst. Hitinn eykst síðan meir á hærri breiddargráðum og því þýðir t.d. 4 stiga meðalhitaaukning, eitthvað um 5-10 stiga aukningu í hita fyrir Grænland. Sjá t.d. eftirfarandi mynd sem gefin var út af bresku Veðurstofunni (Met Office):
"Ef aftur hlýnar" - það er að hlýna og mun halda áfram að hlýna. Afleiðingar þessarar hlýnunar eru byrjaðar og því er Grænlandsjökull að missa massa á auknum hraða. Spurningin er ekki lengur "Hvort", heldur "Hvers vegna", "Hversu hratt" o.sv.frv. Sjá t.d. færslur af loftslag.is: Bráðnun Grænlandsjökuls, Hlýir sjávarstraumar hraða bráðnun Grænlandsjökuls, Þynning jökla á Grænlandi og Suðurskautinu og Jöklabreytingar og hækkun sjávarborðs heimshafanna
Það sama á við um Suðurskautið, bráðnun er hafin þar, samanber færslurnar sem vísað er í hér að ofan.
Fleiri tengla þar sem fjallað er um Suðurskautið og Grænlandsjökul má finna hér og hér.
Ég vil síðan benda þér á að skoða hvort einhver gögn eru til, máli þínu til stuðnings - ef þú ferð í einhverja heimildaleit, þá sérðu eflaust að lítið af rannsóknum á þessari öld styðja þínar fullyrðingar.
Höskuldur Búi Jónsson, 24.3.2010 kl. 13:36
Það er erfitt, kannski alveg ómögulegt að eiga við sanntrúaða menn. Þú segir til dæmis: „Gögn sýna að hitinn er að ná sömu hæðum og þá var·. Hvaða gögn? hvaða bölvuð vitleysa? Það er óumdeilt, að á bóreölskum tíma var hiti 4-5 stigum hærri en nú, Ísland jöklalaust og Norður- Íshafið íslaust að mestu eða öllu leyti a.m.k. að sumarlagi. Grænland og Suðurskautslandið voru þó enn á sínum stað þótt eitthvað kvarnaðist úr jöðrum Grænlands og Suðurskautsskaganum. Skógur í Skandinavíu náði þá allt að 900 metra hærra upp í fjöll en nú og Sahara og aðrar eyðimerkur voru að mestu eða öllu leyti grónar. Þetta eru blákaldar, óhagganlegar staðreyndir málsins. Ef landsigið sem varð á norðurslóðum þegar jökulfarginu létti er tekið frá var yfirborð sjávar nánast hið sama og nú. Hvar er vandamálið? Hvar eru hinar voðalegur afleiðingar. Eitt enn: Þú segir að „spáð sé“ „mun meiri hitaaukningu á þessari öld en hefur orðið hér á jörðinni frá því að ísöldin hófst“. Hvaða spá? Er það kannski James Hansen? Hvernig stendur þá á því að undanfarinn áratug hefur ekkert hlýnað og við erum nú að ljúka einhverjum kaldasta vetri á norðurhveli síðan 1979?
Vilhjálmur Eyþórsson, 24.3.2010 kl. 13:56
Afsakið, ég meinti landrisið, sem varð þegar jöklarnir bráðnuðu skyndlega og án allra „gróðurhúsaáhrifa“ af mannavöldum fyrir um 11.500 árum. Þið ímyndið ykkur að aukning koldíoxíðs um einn hlut af hverjum tíu þúsund, eins og þið segið að hafi orðið síðan fyrir iðnbyltinug geti valdið einhverju voðalegu. En jurtirnar éta koldíoxíð á hverjum degi í gríðrarlegu magni og fyrir þær er hægðarleikur að torga því lítilræði sem frá mönnunum kemur.
Vilhjálmur Eyþórsson, 24.3.2010 kl. 14:01
Það er nú lítið hægt að rökræða við menn sem ekki hafa fyrir því að lesa þær heimildir sem þeim er vinsamlega bent á... En það að það hafi verið heitara áður, útilokar alls ekki að hitastig í dag geti verið að hækka vegna aukningar gróðurhúsalofttegunda eins og vísindamenn tala um í dag. Það er aðalega spurning um hvar byrjunar viðmiðið er...
En hitt er rétt að hnattrænt hitastig er að nálgast það hæsta gildi sem hefur verið í mjög langan tíma og það mun hafa áhrif á jöklana, m.a. Sjá myndina hér undir, þar sem greinilega sést að hitastig er nú hærra en var fyrir 5-6 þúsund árum, þó svo það hafi getað verið hærra staðbundið en í dag.
Mér finnst reyndar merkilegt að halda því fram að "En jurtirnar éta koldíoxíð á hverjum degi í gríðrarlegu magni og fyrir þær er hægðarleikur að torga því lítilræði sem frá mönnunum kemur." án þess að nefna nokkra heimild, þar sem þetta er alrangt. Styrkur koldíoxíðs í andrúmsloftinu hefur hækkað um 38% frá iðnbyltingu og það er vegna losunar okkar mannanna, sjá t.d. Mælingar staðfesta kenninguna
Annars skil ég ekki rökin hjá þér, bæði segirðu að aukning koldíoxíðs sé svo lítil að það hafi engin áhrif og svo í næstu setningu, þá segirðu að "jurtirnar éta koldíoxíð á hverjum degi í gríðrarlegu magni og fyrir þær er hægðarleikur að torga því lítilræði sem frá mönnunum kemur" Hvað meinarðu eiginlega??
Mér þætti fróðlegt að fá einhverjar heimildir frá þér Vilhjálmur (þær hefur algerlega vantað hingað til), það er ekki nóg að segja að við getum ekki heimilda (þær eru til staðar í þeim tenglum sem við bendum þér á) og á sama tíma er alger vöntun á heimildum frá þér.
Sveinn Atli Gunnarsson, 24.3.2010 kl. 14:20
Þetta tal um að koldíoxíð hafi „aukist um 38% síðan fyrir iðnbyltingu“ er mjög dæmigert fyrir ykkar málflutning. Ég efast raunar mjög um þessar tölur en þó þær væru réttar ættu menn að setja þær í samhengi. Koldíoxíð er nú talið um 0.038% gufuhvolfsins og þið segið það hafa verið 0.028% fyrir iðnbyltingu. Þetta með 38% aukninug er leikur með tölur. Hið rétta er að samkvæmt þessu hefur koldíoxíð aukist um einn hlut af hverju tíu þúsund á tímabilinu, þ.e. ef einhver aukning hefur orðið. Annað vantar mjög sárlega og það eru upplýsingar um kodíoxíðupptöku jurtalífsins á landi og í höfunum. Þær liggja hvergi fyrir en án þess að menn viti hver raunveruleg upptaka jurtanna er, eru allar ykkar tölur út í hött. Ég hef áður minnst á náttúrulegt uppstreymi koldíoxíðs frá hverasvæðum ofansjávar og neðan og frá eldgosum. (t.d. brýtur gosið í Fimmvörðuhálsum gjörsamlega í bága við Kyoto- bókunina), en annað mál sem aldrei er talað um er sveppagróður í höfum og á þurrlendi. Sveppir framleiða koldíoxíð og hér eru ekki um neinar smátölur að ræða. Öll koldíoxíð- hringrásin er miklu stærri og flóknari en gróðurhúsa- gengið getur skilið.
Vilhjálmur Eyþórsson, 24.3.2010 kl. 14:36
Sælir
Varðandi CO2. Grein í prentun...
Loehle: The estimation of historical CO2 trajectories is indeterminate: Comment on “A new look at atmospheric carbon dioxide”
eða hér: http://www.ncasi.org/publications/Detail.aspx?id=3282
Ágúst H Bjarnason, 24.3.2010 kl. 15:01
Þetta eru kjánalegir útúrsnúningar hjá þér Vilhjálmur. Aukning styrks CO2 í andrúmsloftinu er 38% frá iðnbyltingunni, og það hefur áhrif á hitastig, samkvæmt rannsóknum og mælingum sem gerðar eru með vísindalegum aðferðum. Vísindalegar aðferðir innifela ekki í sér kjánalegar staðhæfingar eins og "Ég efast raunar mjög um þessar tölur" og ekki gerir þú hina minnstu tilraun til að til að sýna fram á heimildir máli þínu til stuðnings.
En hvers vegna ætti "lítið" magn ekki að geta haft áhrif á hitastig, þessi 280 ppm, sem var fyrir iðnbyltingu var hluti þess magns sem þarf til að hækka hitastig jarðar um þær ca. 33°C sem gróðurhúsalofttegundir hafa áhrif á. Og ef styrkurinn hækkar, þá mun það samkvæmt vísindunum hafa áhrif á hitastigið. Bendi þér hér á síðuna, Grunnatriði kenningarinnar og einnig er vænlegt fyrir þig að lesa Orsakir fyrri loftslagsbreytinga. Ég ráðlegg þér að lesa þetta með opnum huga og svo geturðu komið með efnislegar athugasemdir við einstök atriði og við skulum ræða það frekar.
Þínar heimildarlausu skoðanir á þessu máli, breyta ekki vísindunum á nokkurn hátt. Annars langar mig að benda þér á að lesa eitthvað af því efni sem við bendum á hér að ofan, eða koma með einhverja heimild máli þínu til stuðnings.
Sveinn Atli Gunnarsson, 24.3.2010 kl. 15:16
Ágúst;
Craig Loehle is the principal scientist with the National Council for Air and Stream Improvement, which was "established in 1943 by the pulp and paper industry to provide technical assistance for the industry’s goal of lowering the ecological impact of its spent pulping liquors." [1]. He is considered a "global warming expert" by the Heartland Institute.[2]
Loehle "received a B.S. in forest science from the University of Georgia, a M.S. in forest management from the University of Washington, and a Ph.D. in range management (mathematical ecology) from Colorado State University".[2]
Loehle "worked in the Environmental Research Division at Argonne National Laboratory 1991-1998, and was a Research Ecologist at Savannah River Laboratory from 1987-1991."[2]
Þetta virðist einmitt vera grein á vegum National Council for Air and Stream Improvement.
Sveinn Atli Gunnarsson, 24.3.2010 kl. 15:21
Ég nenni ekki að hártogast við ykkur um kenningar. Mér finnast staðreyndir alltaf merkilegri. Til dæmis virðist þið aldrei geta skilið að hér er um hringrás koldíoxíðs að ræða sem staðið hefur lítt breytt í hundruðir milljóna ára, síðan fyrir daga risaeðlanna. Fyrir um fjórum milljörðum ára, áður en lífs varð vart virðist koldíoxíð hafa verið allt að 30% gufuhvolfsins og það hefur streymt úr iðrum jarðar æ síðan. Ef ekki væri jurtalífið væri ástandið hér vafalaust svipað og á Venusi. En á næstu ármilljörðum átu jurtirnar nánast allt koldíoxíðið úr gufuhvolifnu svo á dögum risaeðlanna var hlutfall þess orðið mjög svipað og nú og jafnvægi komið á. Það koldíoxíð sem bindst með ólífrænum hætti er lítilræði eitt, enda mettast ólífræn efni fljótt. Þetta koldíoxíð er nú m.a. í kolum og olíu, en ekki síður hafa smásæar lífverur bundið gífurlegt magn í kalkstein o.fl. Sveppagróðurinn er nær jafngamall jurtalífinu og hefur framleitt nýtt koldíoxíð handa jurtunum auk þess sem kemur frá dýrum (og mönnum) og úr jarðskorpunni sjálfri. Allt þetta dæmi er hrikalega stórt í sniðum, svo stórt, að brölt mannanna verður nánast hjákátlegt í samanburðinum.
Vilhjálmur Eyþórsson, 24.3.2010 kl. 16:18
Staðreyndir;
- Styrkur koldíoxíðs í andrúmsloftinu er að aukast (hringrásin er s.s. að breytast)
- Hitastig hefur hækkað um ca. 0,7°C á síðustu u.þ.b. 100 árum
- Gróðurhúsalofttegundir hafa áhrif á hitastig
- Sjávarborð fer hækkandi
- Hafís fer minnkandi
- Inngeislun sólar hefur farið minnkandi síðustu áratugi
- Jöklar hopa
- Styrkur CO2 var hærri til forna
Vilhjálmur, hvar eru svo heimildirnar þínar!Sveinn Atli Gunnarsson, 24.3.2010 kl. 16:30
Ágúst, ég las þetta um daginn og varð hugsað til þín og datt í hug að þú hefðir áhuga á að lesa þetta:
Tekið úr grein The Economist, The clouds of unknowing
Sveinn Atli Gunnarsson, 24.3.2010 kl. 17:27
Ég er spilaborgar- sinni.
Vilhjálmur Eyþórsson, 24.3.2010 kl. 17:59
Það kemur mér ekki á óvart Vilhjálmur.
Sveinn Atli Gunnarsson, 24.3.2010 kl. 18:21
Þetta er skemmtileg líking hjá Economist. Vísindin sem heild eru vissulega pússluspil þar sem sífellt er verið að bæta við nýjum stykkjum, en heildin er þó byggð á raunveruleika. Svokölluð „loftslagsvísindi“ sem komið hafa upp á síðustu árum eru hins vegar spilaborg sem haldið er uppi með hugmyndafræði og byggir í fjölmörgum undirstöðuatriðum á getgátum og stórkarlalegu ofmati á þátt mannsins og barnalegu vanmati á náttúrunni, þrátt fyrir oft „vísindalegt“ yfirbragð. Þegar aftur fer að kólna mun öll þeirra hátimbraða spilaborg hrynja til grunna, en reyndar virðist kólnun þegar hafin.
Vilhjálmur Eyþórsson, 24.3.2010 kl. 18:49
Hvernig væri að fá heimild fyrir því að kólnun sé hafin. Það er að mínu mati kolrangt hjá þér. Sjá t.d. mýtuna Það er að kólna en ekki hlýna
Þetta er skemmtileg líking hjá Economist, ég hugsa að þú ættir (Vilhjálmur) að lesa þetta aftur...
Sveinn Atli Gunnarsson, 24.3.2010 kl. 19:24
Ég gleymdi reyndar að geta þess í fyrri færslu, að allt brölt gróðurhúsamanna er gjörsamlega út í hött vegna þess að ef í rauninni væri að hlýna aftur væri það hið besta mál. Afturhvarf til hins hlýja, raka loftslags sem ríkti fyrr á núverandi hlýskeiði, t.d. á dögum Grikkja og Rómverja þegar íslenskir jöklar voru margir aðeins snjóskaflar og stórir hlutar Sahara enn byggilegir væri hið besta mál. Menn eiga að hvetja til hlýnunar, ekki berjast á móti henni. En því miður hefur loftslag farið hægt kólnandi og þornandi í sex- sjö þúsund ár, þrátt fyrir allar sveiflur og ekkert bendir til að til lengri tíma sé nokkur breyting að verða á því. Brölt gróðurhúsamenna beinist að því að reyna að auka þessa kólnun og beinlínis flýta fyrir því að Ísland og önnur svæði á norðurslóðum grafist aftur undir jökul.
Hugsið um það!
Vilhjálmur Eyþórsson, 24.3.2010 kl. 21:06
Hér er í stuttu máli flest þau rök sem Vilhjálmur notar og svör við þeim (að einhverju leiti endurbirt):
Líkt og nú, þá var töluverð bráðnun út við jaðrana á þeim tíma, sjá t.d. grein í Nature frá því í fyrra (ágrip) "Holocene thinning of the Greenland ice sheet". Þar segir t.d. :
"Contrary to the earlier interpretation of 18O evidence from ice cores, our new temperature history reveals a pronounced Holocene climatic optimum in Greenland coinciding with maximum thinning near the GIS margins."
Grænlandsjökull er að bráðna, á auknum hraða, sjá t.d. grein í Geophysical Research Letters frá því í fyrra (ágrip) "Increasing rates of ice mass loss from the Greenland and Antarctic ice sheets revealed by GRACE" Þar segir t.d.:
"In Greenland, the mass loss increased from 137 Gt/yr in 2002–2003 to 286 Gt/yr in 2007–2009, i.e., an acceleration of ?30 ± 11 Gt/yr2 in 2002–2009."
Suðurskautið og þá sérstaklega Vestur Suðurskautið er að bráðna - á auknum hraða. Sjá t.d. sömu grein og ég benti á síðast, en þar segir t.d.:
"In Antarctica the mass loss increased from 104 Gt/yr in 2002–2006 to 246 Gt/yr in 2006–2009, i.e., an acceleration of ?26 ± 14 Gt/yr2 in 2002–2009."
Reyndar eru einnig vísbendingar um bráðnun á Austur Suðurskautinu, en það eru óáreiðanleg gögn með mikilli óvissu og líklegra að ísinn sé í jafnvægi þar, sjá t.d. grein í Nature Geoscience frá því í fyrra (ágrip): "Accelerated Antarctic ice loss from satellite gravity measurements" en þar segir t.d.:
"However, in contrast with previous GRACE estimates, our data suggest that East Antarctica is losing mass, mostly in coastal regions, at a rate of -57 (+/-) 52 Gt/yr, apparently caused by increased ice loss since the year 2006"
Það virðist allt benda til þess að hitinn nú sé orðinn jafn mikill og þegar hitinn var mestur á núverandi hlýskeiði, sjá t.d. grein frá árinu 2006 í Proceedings of the National Academy of Sciences: Global temperature change, en þar segir t.d.:
"Comparison of measured sea surface temperatures in the Western Pacific with paleoclimate data suggests that this critical ocean region, and probably the planet as a whole, is approximately as warm now as at the Holocene maximum and within ?1°C of the maximum temperature of the past million years."
Spár IPCC hafa gengið vel eftir, þó í vissum tilfellum (t.d. varðandi sjávarstöðubreytingar) hafi spár fallið í þann farveg að vanmeta breytingar, sjá t.d. grein í Science frá árinu 2007: Recent Climate Observations Compared to Projections, en þar segir t.d.:
"The global mean surface temperature increase (land and ocean combined) in both the NASA GISS data set and the Hadley Centre/Climatic Research Unit data set is 0.33°C for the 16 years since 1990, which is in the upperpart of the range projected by the IPCC."
Þetta er langt frá því að vera rétt, hér er yfirlit NOAA, frá því febrúar: Global highligths, en þar segir:
"The combined global land and ocean average surface temperature for December 2009 - February 2010 was the fifth warmest on record for the season, 0.57°C (1.03°F) above the 20th century average of 12.1°C (53.8°F)."
Það er vitað mál að aukningin í CO2 er vegna bruna jarðefnaeldsneytis út frá mælingum á samsætum kolefnis, sjá t.d. grein í International Journal of Mass Spectrometry frá árinu 2003: Stable isotope ratio mass spectrometry in global climate change research, en þar segir t.d.:
"...atmospheric 13C/12C records can be used to partition the uptake of fossil fuel carbon between oceanic and terrestrial reservoirs. They can also be used in studies of natural variability in the carbon cycle and in calibrating global carbon budget models."
Reyndar er mikið af þessu áður komið fram og Vilhjálmur hefði getað séð ef hann hefði lesið eitthvað af tenglunum sem við Sveinn erum búnir að setja inn hér sem athugasemdir. En hvað um það.
Vilhjálmur, getur þú bent á einhver gögn eða rannsóknir máli þínu til stuðnings?
Höskuldur Búi Jónsson, 24.3.2010 kl. 21:27
Þetta lítur allt saman mjög „vísindalega“ út en er runnið frá mönnum sem sjá bara það sem þeir vilja sjá og nota aðeins þær tölur sem henta málstaðnum eða nota beinlínis „leiðréttar“ tölur um hitastig fyrri ára, t.d þegar sagt er að nýliðinn vetur hafi í rauninni verið hlýr. Gott dæmi er þegar sagt er að hitastig nú sé orðið jafn hátt og var á bóreölskum tíma fyrir ca. sjö þúsund árum. Þetta er fráleit, beinlínist fáránleg staðhæfing. Ef svo væri væru rigningar nánast daglegt brauð í Sahara og öðrum eyðimörkum eins og þá var, enda mest öll jörðin gróin og þá væri líka hægt í dag að rækta korn á Sprengisandi eða Hveravöllum eins og þá hefði vafalust verið hægt, enda Ísland jöklalaust og algróið. Þið hyljið ykkur bak við reykský gerfivísinda, en þetta er, því miður aðeins reykur.
Vilhjálmur Eyþórsson, 24.3.2010 kl. 21:49
Vilhjálmur viðurkenndu það bara - þú tekur ekki mark á mælingum og rannsóknum vísindamanna, en treystir betur eigin viti og því sem þú lærðir í barnaskóla. Gott ef þú hefur ekki sagt það sjálfur
Er þetta þá bara allt saman samsæri vísindamanna?
Ég vil vísa í Dr. Jeffrey D. Sachs, sem sagði í grein í fréttablaðinu fyrir stuttu:
Höskuldur Búi Jónsson, 24.3.2010 kl. 21:58
Ísinn á Grænlandi er að missa massa á ógnar hraða. Mjög alarming.
Það var report um ma. það á Kaupmannahafnarráðstefnunni 2009, þar sem byggt var mikið á dönskum rannsóknum varðandi Grænlandshlutann og leiðandi vísindamaður var Dorthe Dahl -Jensen hjá Niels Bohr stofnuninni.
http://www.youtube.com/watch?v=et4KEGFIuFQ
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.3.2010 kl. 22:39
Sachs þessi er áreiðanlega góður í hagfræði, en í þessu máli veit hann ekki hvort hann er að koma eða fara. Ég nenni ekki einu sinni að byrja á öllum rangfærslunum og ruglinu sem kemur þarna fram.
Vilhjálmur Eyþórsson, 24.3.2010 kl. 22:40
Takk fyrir þetta Ómar - af svipuðu tilefni, þá rakst ég á rjúkandi nýja grein í Geophysical Research Letters (ágrip): Spread of ice mass loss into northwest Greenland observed by GRACE and GPS Líklega fjöllum við um þessa grein á næstu dögum á loftslag.is
Höskuldur Búi Jónsson, 24.3.2010 kl. 22:45
Ég held Vilhjálmur að þú ættir að skoða allt ruglið og allar rangfærslurnar í sjálfum þér fyrst. Það er búið að hrekja flestar staðhæfingar þína um þessi mál og telurðu þig hafa eitthvað um málið að segja, sjá t.d. athugasemd Höskulds, 24.3.2010 kl. 21:27.
Það er beinlínis kjánalegt hjá þér, Vilhjálmur, að halda því fram að þínar eigin skoðanir hafi meiri vægi en það sem vísindamenn sem rannsaka málin telja að sé í gangi. Svo ekki sé talað um heimildarleysi þitt, sem virðist vera algert.
Sveinn Atli Gunnarsson, 24.3.2010 kl. 22:54
Hér að ofan átti að standa, ...hrekja flestar staðhæfingar þína um þessi mál og samt telurðu þig hafa eitthvað um málið að segja...
Sveinn Atli Gunnarsson, 24.3.2010 kl. 22:55
Ég sé hvergi, að ein einasta staðhæfing mín hafi verið hrakin.
Sorrý.
Vilhjálmur Eyþórsson, 24.3.2010 kl. 22:57
Jæja Vilhjálmur, ég held að þú ættir að lesa það sem við skrifum, þá myndirðu sjá það...þetta fer að verða hálf kjánalegt hjá þér.
Til að nefna eitt dæmi, þú staðhæfir;
Svar: Það er vitað mál að aukningin í CO2 er vegna bruna jarðefnaeldsneytis út frá mælingum á samsætum kolefnis, sjá t.d. grein í International Journal of Mass Spectrometry frá árinu 2003: Stable isotope ratio mass spectrometry in global climate change research, en þar segir t.d.:
"...atmospheric 13C/12C records can be used to partition the uptake of fossil fuel carbon between oceanic and terrestrial reservoirs. They can also be used in studies of natural variability in the carbon cycle and in calibrating global carbon budget models."
Sveinn Atli Gunnarsson, 24.3.2010 kl. 23:11
PS. Vilhjálmur, að ógleymdu; þessari hróplegu vöntun á heimildum til að styðja þessar rökleysur þínar...
Sveinn Atli Gunnarsson, 24.3.2010 kl. 23:13
Málið er, að allt ykkar brölt er tóm vitleysa. Ef í rauninni væri að hlýna til lengri tíma, ætti að fagna því, eins og ég er búinn að margbenda á. Þið eruð að vara við einhverju, sem í rauninni væri mesta guðs blessun, ef satt væri. En eins og ég hef marg endurtekið stefnir jörðin fyrr eða síðar inn í nýtt jökulskeið (ísöld). Eftir nokkrar aldir, þegar jöklar skríða fram og norðurhvelið grefst undir ís munu kynslóðir framtíðarinnar kútveltast af hlátri yfir brölti ykkar gróðurhúsamanna.
Vilhjálmur Eyþórsson, 24.3.2010 kl. 23:32
Gamla góða lögmálið klikkar aldrei:
"Það er bara eitt sem er víst, - það veit enginn neitt - fyrir víst".
Kristinn Pétursson, 24.3.2010 kl. 23:37
Vilhjálmur, þú gefst ekki upp og heldur uppi uppteknum hætti með blaðri án þess að nefna hinu minnstu heimild... En ætli það sé ekki best að benda þér að meira lesefni, sem þú getur svo hunsað að venju...
Mig langar að benda þér á mýtu af Loftslag.is, sem nefnist Lítil ísöld eða kuldaskeið er á næsta leiti.
Ég held að það eina rétta í stöðunni sé að hlusta á það sem vísindin hafa um málið að segja, en ekki einhverjar rökleysur um að kynslóðir framtíðarinnar muni kútveltast af hlátri yfir okkar brölti, reyndar gætu þær grátið yfir heimsku þeirra sem ekki vildu grípa til lausna á vandanum, meðan mögulegt er...
Sveinn Atli Gunnarsson, 24.3.2010 kl. 23:48
Kristinn, velkominn í umræðuna. Þetta er alveg rétt hjá þér. En það breytir því ekki að rökin og vísbendingarnar eru til staðar. Og okkur ber skylda til að skoða vísbendingarnar og rökin og finna lausnir á vandanum.
Sveinn Atli Gunnarsson, 24.3.2010 kl. 23:50
Piltar:
Smá saklausar vangaveltur:
Hugsum okkur að eftir fáeina áratugi, segjum t.d. 2050, hafi komið í ljós að jökullinn hafi hvorki minnkað né stækkað svo orð sé á hafandi undanfarna áratugi (þ.e. t.d. frá því í dag eða svo), og að breytingar á sjávarborði hafi ekki verið mjög frábrugðnar því sem verið hefur undanfarnar aldir.
Hvernig munu menn bregðast við?
Munu ekki allir vísindamennirnir sem spáð höfðu mikilli bráðnun kætast verulega?
Eða munu þeir bregðast við á annan hátt, og þá hvernig?
Það er allt í lagi að velta þessu fyrir sér held ég, er það ekki?
Ágúst H Bjarnason, 25.3.2010 kl. 06:20
Ágúst; Ef það myndi þvert á allar vísbendingar og spár varðandi þessi mál, koma fram eitthvað sem gerði það að verkum að það myndi kólna (jöklar eru að hopa og sjávarborð hækkar um ca. 3 mm á ársgrundvelli við núverandi hitastig), þá myndu vísindamenn klárlega vilja finna vísbendingar til að útskýra hvað lægi að baki. Hvort að fólk myndi kætast...ja, það hlýtur að fara eftir því hvaða skýring myndi liggja að baki. En klárlega þá myndu vísindamenn í því tilfelli eins og svo mörgum öðrum vilja komast að kjarna málsins.
Það er allt í lagi að velta þessu fyrir sér...
Ég tel þó að með núverandi þekkingu, þá sé mikilvægt að við veltum fyrir okkur þeim vísbendingum sem eru um að hitastig fari hækkandi vegna losunar gróðurhúsalofttegunda og hugsanlegum afleiðingum þess.
Sveinn Atli Gunnarsson, 25.3.2010 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.