Hvað segja vísindamenn um loftslagsbreytingar?

Við viljum benda á áhugaverða síðu sem er hluti af heimasíðu National Science Foundation, en þar má finna hafsjó fróðleiks um ýmislegt sem varðar loftslagsmál og vísindin þar á bakvið.

Tekin eru viðtöl við fremstu loftslagsvísindamenn heims og fræðin útskýrð á einfaldan hátt. Smellið á myndina hér fyrir neðan til að fara inn á síðuna og njótið:





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vísindamenn munu hanga á þessu eins og hundar á roði. Fullt af pening í þessu fyrir þá

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.3.2010 kl. 18:01

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ertu að segja mér að almennir vísindamenn séu ríkir af því að stunda rannsóknir...? Geturðu vinsamlega komið með dæmi um þá fullyrðingu þína Gunnar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 25.3.2010 kl. 20:31

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nei, almennir vísindamenn eru yfirleitt í vinnu hjá ríkinu. Þeir sem eru í vinnu hjá einkafyrirtækjum, hafa það yfirleitt betra.

Það eru hins vegar ekki allir vísindamenn sem fá vinnu við sitt hæfi, en þeim fjölgaði töluvert þegar þeir komust í loftslags hysteríuna

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.3.2010 kl. 22:11

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þú getur s.s. ekki nefnt dæmi um einhvern vísindamann sem er að græða á tá og fingri af þessari svokölluðu (af þér) loftslags hysteríu... Jæja, ég átti svo sem ekki von á því að eitthvað byggi á bak við þessa fullyrðingu þína Gunnar, frekar en venjulega.

Sveinn Atli Gunnarsson, 25.3.2010 kl. 23:14

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú verður að taka betur eftir Svatli. Ég segi hvergi að einhver sé að græða á tá og fingri á loftslags hysteríunni. Ég sagði að það væru fullt af peningum í þessu.

Stórar hjarðir af "vísindamönnum" vilja sneið af þessari hysteríuköku en hún minnkar ef efasemdarraddirnar verða of háværar. Þá kippa stjórnmálamenn að sér höndum varðandi opinberar fjárveitingar til málefnisins.

Vinsældir stjórnmálamanna minnka hjá kjósendum (skattgreiðendum) ef þeir ausa fjármunum í eitthvað sem kjósendurnir "trúa" ekki á.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 00:43

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég held Gunnar að þú verðir að taka betur eftir eigin skrifum, "Vísindamenn munu hanga á þessu eins og hundar á roði. Fullt af pening í þessu fyrir þá" (Gunnar Th. Gunnarsson, 25.3.2010 kl. 18:01) , þarna ertu að mínu mati að segja (í það minnsta að ýja að því) að vísindamenn séu að græða eitthvað á þessu. En hvað um það, þetta er efni sem þarf að rannsaka, sama hverju efasemdarmenn sjálfir velja að "trúa"...og að sumir velji jafnframt að nota ekki málefnaleg rök, heldur aðeins kjánaleg frammíköll

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 08:00

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú ert frekar slakur "prestur", Svatli.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 11:34

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Alltaf jafn málefnalegur Gunnar. Mér finnst að þú ættir að skoða þessa síðu (tengill hér undir) og eftir atvikum koma með eina (jafnvel fleiri) efnislega athugasemd við þetta og segja hvað að þínu mati er bogið við fræðin (út frá því efni sem þarna er, eða öðru sem þér finnst máli skipta). Svo skullum við ræða saman.

Það er allt of ódýrt að koma hér inn með athugasemdir sem eru ekki byggðar á neinum staðreyndum og nota það sem einhverskonar rök. Ég átta mig reyndar ekki á því fyrir hverju þú ert að færa rök, þú virðist vera búinn að ákveða að fræðin séu gölluð, en færir engin rök fyrir máli þínu. En hér er tengillinn, það er svo undir þér komið að vera málefnalegur til tilbreytingar:

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 12:05

9 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

PS. Ég skil ekki þína síðustu athugasemd Gunnar...

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 12:06

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég get ekki tuggið þetta betur ofan í þig, Svatli. Ef þú skilur þetta ekki, þá verður bara svo að vera.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 16:01

11 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jæja, ef þú hefur ekkert málefnalegra fram að færa en þetta, Gunnar, þá er lítið mark takandi á þínum athugasemdum. Það hefur reyndar legið ljóst fyrir ansi lengi, í mínum augum, en ég hélt samt að þú hefðir eitthvað til málanna að leggja, en það er s.s. augljóslega ekki svo.

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 16:16

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef þú skilur ekki það sem ég skrifa hér í athugasemdarkerfið, þá telur þú það ómálefnalegt.

Ég efast ekki um að það séu þó nokkrir sem skilja hvað ég er að fara, en eflaust er einhverjir sem kjósa að skilja ekki, .. svona þér til samlætis

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 16:55

13 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jæja, Gunnar, förum yfir það sem þú hefur sagt (reyndar er eina athugasemdin sem ég ekki skildi hvað þú varst að fara er athugasemd þar sem þú talar um "prest"). En til þess að fara málefnelega yfir þinn ómálefnalega málflutning, þá er þetta sundurliðað fyrir þig og aðra lesendur:

  1. Vísindamenn munu hanga á þessu eins og hundar á roði. Fullt af pening í þessu fyrir þá
  2. Stórar hjarðir af "vísindamönnum" vilja sneið af þessari hysteríuköku en hún minnkar ef efasemdarraddirnar verða of háværar. Þá kippa stjórnmálamenn að sér höndum varðandi opinberar fjárveitingar til málefnisins. (ásamt einhverju um skattgreiðendur)
  3. Þú ert frekar slakur "prestur", Svatli
  4. Ég get ekki tuggið þetta betur ofan í þig, Svatli. Ef þú skilur þetta ekki, þá verður bara svo að vera.
  5. Ef þú skilur ekki það sem ég skrifa hér í athugasemdarkerfið, þá telur þú það ómálefnalegt

Jæja, förum þá yfir þetta, í 1. liðnum ertu að tala um að vísindamenn séu að græða á tá og fingri. Þegar beðið er um dæmi dregur þú í land og ferð í lið 2.

2. liður, af sama meiði og fyrsti liðurinn, enn og aftur ekki hin minnsta tilraun til að færa rök fyrir máli þínu. Svo eitthvað um að þessi mál hafi eitthvað með "trú" að gera (ekki frekari efnisleg rök fyrir því, hvernig væri að koma með dæmi??)

3. liður, reynt að gera lítið úr mér með því að dæma mig slakann "prest", hvað sem sú rökleysa á að þýða...!

4. liður, meira af sama meiði og í lið 3...!

5. liður, áframhald af lið 3 og 4...!

S.s. þú komst fram með ómálefnalega athugasemd í lið 1, sem þú dróst að hluta til, til baka í lið 2. Síðan hafa athugasemdir þínar snúist meira og minna um mig og skilning minn á þínum rökleysum. 

Hér eru ýmsar staðreyndir, sem þú mátt gjarnan skoða (jafnvel koma með efnislegar athugasemdir við);

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 18:03

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú veður villu og svíma, Svatli  

Ég verð víst að vísa aftur í síðustu athugasemd mína. Kannski á einhver leið hér um sem getur útskýrt þetta betur fyrir þig.

Og ekki leggja mér orð í munn  

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 19:41

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

ÞESSI færsla mín er frá því í apríl árið 2007. Margt hefur auðvitað gerst síðan, en kannski öðlastu einhvern skilning við lestur hennar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 19:53

16 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar; Þetta er nú málefnalegasta athugasemd þín í langan tíma og ég tók mig til og las færsluna þína (nokkuð sem þú gætir tekið þér til fyrirmyndar). Nokkuð a la, fyrstu athugasemd þína hér að ofan.

Þú verður samt að gæta að því hvaðan þú færð heimildir þínar. T.d. er myndin Global Warming Swindel sem þú vitnar í í færslunni (og öll þín rök byggjast á), svo vægt sé til orða tekið, svindl. Þú ættir að kynna þér betur málflutning í myndinni (setja fram efasemdir um fullyrðingar þær sem fram koma í myndinni), t.d. mæli ég með þessu stutta myndbandi í eftirfarandi tengli, þar sem farið er yfir nokkrar villur og útgáfur af myndinni, það voru fleiri en ein útgáfa í gangi, þar sem það þurftir að marg breyta henni vegna rangfærslna (og enn eru rangfærslur í henni); http://www.youtube.com/watch?v=boj9ccV9htk

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 20:42

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er nú ekki allt alvitlaust í myndinni, er það?

En eins og ég sagði þá hefur margt gerst síðan 2007. Villur koma fram bæði hjá efasemdarmönnum og svo hinum... (maður þorir hér varla að kalla þá þeim nöfnum sem þeir eru kallaðir )

Og talandi um villur, þá hefur bull-Óskarsverðlaunamynd Al Gore verið bönnuð samkvæmt dómsúrskurði, sem kennsluefni í breskum grunnskólum, vegna þvælunnar sem í henni er.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 21:09

18 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Geturðu bent á heimild fyrir því að mynd Al Gore hafi verið bönnuð sem kennsluefni í breskum skólum. Við höfum reyndar ekki notað mynd Al Gore sem rök á síðu okkar, en það er alrangt að hún hafi verið bönnuð og þaðan að síður fyrir rangfærslur. Þannig að ef þú ætlar að halda því fram, þá verðurðu að koma með heimildir, það er algert lágmark.

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 21:19

19 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ertu að segja mér að þú hafir ekki orðið var við dómsúrskurðinn? Ertu að heyra þetta fyrst núna?

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 21:24

20 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar, nei þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég heyri um þetta mál, ég hef heyrt um dóminn og kynnt mér hann (þú ættir kannski að taka þér það til fyrirmyndar), þess vegna veit ég að þetta er rangt hjá þér og langar að vita hvaða heimildir þú hefur fyrir öðru. Þær heimildir geta ekki verið upp á marga fiska, þar sem þetta er kolrangt hjá þér...

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 21:36

21 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég þarf að grafa upp heimildina. En þú segist hafa kynnt þér "dóminn". Það var sem sagt dómur.... ? Var þetta ekki bannað í skólum... bara mælt með að vera ekki að flíka efni myndarinnar? Hvernig var þetta?

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 21:45

22 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég las ekki dóminn en þetta var í fréttum.... minnir mig

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 21:46

23 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já, þetta er náttúrulega týpískt, þegar á hólminn er kominn, þá er þetta bara einhver kjaftasaga sem þú hefur væntanlega  heyrt í "félagi vafasamra efasemdarmanna" og ekki nokkur heimild frekar en fyrri daginn...

Málið er þannig að farið var í mál við skólayfirvöld vegna þess að ákveðin hópur manna vildi halda því fram að myndin ætti ekki að vera sýnd í skólum. Dómarinn hafnaði því að myndin væri byggð á rangfærslum, hér má m.a. lesa úrdrátt úr dómnum sjálfum varðandi það:

  1. I turn to AIT, the film. The following is clear:
  2. i) It is substantially founded upon scientific research and fact, albeit that the science is used, in the hands of a talented politician and communicator, to make a political statement and to support a political programme.

    ii) As Mr Chamberlain persuasively sets out at paragraph 11 of his skeleton:

    "The Film advances four main scientific hypotheses, each of which is very well supported by research published in respected, peer-reviewed journals and accords with the latest conclusions of the IPCC:
    (1) global average temperatures have been rising significantly over the past half century and are likely to continue to rise ("climate change");
    (2) climate change is mainly attributable to man-made emissions of carbon dioxide, methane and nitrous oxide ("greenhouse gases");
    (3) climate change will, if unchecked, have significant adverse effects on the world and its populations; and
    (4) there are measures which individuals and governments can take which will help to reduce climate change or mitigate its effects."

    These propositions, Mr Chamberlain submits (and I accept), are supported by a vast quantity of research published in peer-reviewed journals worldwide and by the great majority of the world's climate scientists. Ms Bramman explains, at paragraph 14 of her witness statement, that:

    "The position is that the central scientific theme of Al Gore's Film is now accepted by the overwhelming majority of the world's scientific community. That consensus is reflected in the recent report of the IPCC. The role of the IPCC is to assess on a comprehensive, objective, open and transparent basis the scientific, technical and socio-economic information relevant to understanding the scientific basis of risk of human-induced climate change, its potential impacts and options and adaptation and mitigation. Hundreds of experts from all over the world contribute to the preparation of IPCC reports, including the Working Group I report on Climate Change 2007: The physical Science basis of climate change, published on 2 February 2007 and the most recent Mitigation of Climate Change, the Summary for Policy-makers published by Working Group III on 4 May 2007. A copy of both documents are annexed to the Witness Statement of Dr Peter Stott. The weight of scientific evidence set out by the IPCC confirms that most of the global average warming over the last 50 years is now regarded as "very likely" to be attributable to man-made greenhouse gas emissions."

    For the purposes of this hearing Mr Downes was prepared to accept that the IPCC Fourth Assessment Report represented the present scientific consensus.

Myndin var ekki bönnuð og alls ekki talin vera full af rangfærslum. Myndin er s.s. leyfð til notkunar í skólum á Englandi. Þó voru einhverjar reglur settar um hvernig standa ætti að sýningu myndarinnar í kjölfarið á dóminum, vegna þess sem kallað er "promoting partisan political views".

Í grein á Guardian má lesa nánar um þetta, sjá hér undir;

A parent has failed in his legal action to prevent Al Gore's climate change documentary, An Inconvenient Truth, being shown in schools in England.

But today's High Court ruling stated the film must be distributed with new guidance notes for students and teachers to prevent "promoting partisan political views".  Climate change film to stay in the classroom

    Sveinn Atli Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 22:35

    24 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

    Ef fréttir draga í dagsljósið efasemdir um heilindi alarmistanna... þá eru það kjaftasögur!

    Er það svona sem þú afgreiðir málin Svatlir?

    Og enn og aftur leggurðu mér orð í munn! Þér er ekki sjálfrátt, Svatli minn. Ég sagði ekki að myndin hefði verið bönnuð, heldur bannað að nota hana sem kennsluefni í skólum. Gerðar voru alvarlega athugasemdir við á annan tug fullyrðinga sem fram koma í myndinni.

    "The position is that the central scientific theme of Al Gore's Film is now accepted by the overwhelming majority of the world's scientific community..."

    Þetta er yfirklór og segir ekkert um villurnar. Ég skal koma með þær fyrir þig, en þarf smá tíma til þess. Vonandi á morgun

    Gunnar Th. Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 23:12

    25 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

    Ég þarf ekkert að leggja þér orð í munn, ég get bara vitnað beint í þig, orðrétt;

    "Og talandi um villur, þá hefur bull-Óskarsverðlaunamynd Al Gore verið bönnuð samkvæmt dómsúrskurði, sem kennsluefni í breskum grunnskólum, vegna þvælunnar sem í henni er." (Gunnar Th. Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 21:09)

    Og svo að hinni tilvitnuninni í þig:

    "Ég sagði ekki að myndin hefði verið bönnuð, heldur bannað að nota hana sem kennsluefni í skólum." (Gunnar Th. Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 23:12)

    Til að það sé á hreinu, þá hef ég í mínum athugasemdum hér að ofan rætt málið út frá alhæfingu þinni um að myndin hefði verið bönnuð í skólum í Bretlandi, ekki öðru.

    Annars held ég að þú ættir að nota tíma þinn í að skoða og kynna þér fræðin. Þá gætirðu kannski komið með málefnalegar athugasemdir um þau...! 

    Hér eru ýmsar staðreyndir, sem þú mátt gjarnan skoða (jafnvel koma með efnislegar athugasemdir við);

    Sveinn Atli Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 23:31

    26 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

    "...þá hefur bull-Óskarsverðlaunamynd Al Gore verið bönnuð samkvæmt dómsúrskurði, sem kennsluefni í breskum grunnskólum"

    Þú ert meistari orðhengilsháttar

    Gunnar Th. Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 23:37

    27 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

    Ég hef aldrei talað um annað en þessa alhæfingu þína um skólana, lestu síðustu athugasemd mína. Þó þú ruglist í ríminu og haldir að ég hafi talað um eitthvað annað, þá er það alrangt.

    Sveinn Atli Gunnarsson, 26.3.2010 kl. 23:57

    28 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

    Gunnar þú ert ekki enn komin með neina skýringu á fyrstu athugasemd þinni, þar sem þú ýjar að því að vísindamenn (væntanlega loftslagsvísindamenn) græði á tá og fingri. En það er svo sem alvanalegt hjá þér að skjóta athugasemdum inn, án heimilda eða raka, og gerir enga tilraun til að útskýra mál þitt.

    Sveinn Atli Gunnarsson, 27.3.2010 kl. 00:00

    29 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

    Í fyrsta lagi, hvað er það sem þú skilur ekki, Svatli? Ég sagði aldrei vísindamenn græði á tá og fingri

    Þú rembist eins og rjúpan við staurinn að slíta orð mín úr samhengi. Hefurðu slæma samvisku?

    Og varðandi mynd Al Gore:

    Ég lagðist í örlitla rannsóknarvinnu varðandi fréttina sem mig rámaði í um dómsmálið, fréttina sem þú kallar kjaftasögu sem ég hafi heyrt í "félagi vafasamra efasemdarmanna".

    Þú kýst að vitna í og búta í sundur heimildir sem henta málstað þínum, en sleppir öðru. Slík röksemdarfærsla er ótrúverðug og að mínu mati er tímaeyðsla að eiga orðastað við menn sem beita slíkum aðferðum. Maður veltir því óhjákvæmilega fyrir sér hvort þú sért óheiðarlegur maður.

    Niðurstaða mín er sú að þú ert ekki þess virði að ræða þessi mál. Þú ert bullustampur sem hagræðir sannleikanum eftir hentugleikum.

    Hér koma staðreyndir um mynd Al Gore og rugl-mynd hans.

    Í niðurstöðu hæstaréttar í Englandi um myndina kemur fram að 9 atriði í myndinni séu "scientific errors". Í dómnum segir að í myndinni sé pólitískur áróður og hún sé ekki hlutlaus vísindaleg greining á loftslagsbreytingum. "It is, he ruled, a "political film".

    Í dómsuppkvaðningunni segir að bannað sé að nota myndina í breskum grunnskólum nema með leiðréttingum á villunum og ýkjunum, eða eins og segir á frummálinu: "guidance notes to prevent political indoctrination."

    Og læt ég hér með lokið samskiptum mínum við þig, Svatli.

    Gunnar Th. Gunnarsson, 28.3.2010 kl. 21:48

    30 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

    Örlítil viðbót "Slakur prestur" = trúboði, því það ertu varðandi loftslagsmál.

    Gunnar Th. Gunnarsson, 28.3.2010 kl. 22:06

    31 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

    Hægt er að lesa nánar um þetta mál allt á wikipedia, sjá: Dimmock v Secretary of State for Education and Skills  - en þar segir meðal annars:

    The judge concluded "I have no doubt that Dr Stott, the Defendant's expert, is right when he says that: 'Al Gore's presentation of the causes and likely effects of climate change in the film was broadly accurate.'" On the basis of testimony from Dr. Robert M. Carter and the arguments put forth by the claimant's lawyers, the judge also pointed to nine statements that Dimmock's counsel had described as "errors", i.e. statements that were not representative of the mainstream. He also found that some of these 'errors' arose in the context of supporting Al Gore's political thesis. The judge required that the guidance notes should address these 'errors'

    Aftur á móti skal það tekið fram (eins og Sveinn gerði hér ofar):

    Við [á loftslag.is] höfum reyndar ekki notað mynd Al Gore sem rök á síðu okkar...

    Að auki skal það tekið fram að menn eru almennt sammála um að það eru villur í Gore myndinni, en þær voru smávægilegar og ekki til þess fallnar að myndin væri bönnuð í breskum skólum, sjá:

    The Minister of Children, Young People and Families, Kevin Brennan, declared the outcome a victory for the government, stating: "We have updated the accompanying guidance, as requested by the judge to make it clearer for teachers as to the stated Intergovernmental Panel on Climate Change position on a number of scientific points raised in the film."

    Eins og ég skil þetta, þá fylgir með myndinni, þegar og ef hún er sýnd í breskum skólum, upplýsingar um þessar níu villur sem fundust í myndinni - til að kennarar gætu leiðbeint nemendur sýna um þær fyrir áhorf.

    En hvað um það, Gore er ekki atriði í loftslagsumræðunni nema hjá litlum hóp efasemdamanna um hlýnun jarðar af mannavöldum - þetta er heimildamynd sem er að mestu leiti rétt og byggð á rannsóknum vísindamanna - því góð til upplýsinga fyrir fólk sem er að byrja að kynna sér málið.

    Höskuldur Búi Jónsson, 28.3.2010 kl. 22:28

    32 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

    Myndin er einmitt slæm fyrir fólk sem er að byrja að kynna sér málið. Hún kemur óorði á "fræðslumyndir" og er ekki loftslagsumræðunni til framdráttar.

    Gunnar Th. Gunnarsson, 29.3.2010 kl. 01:54

    33 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

    Gunnar: Það er furðulegt að sjá þig láta þetta út úr þér, á sama tíma og þú mælir með myndinni The Global Warming Swindle - sem inniheldur ekki bara villur eins og mynd Gores, heldur einnig vísvitandi falsanir auk þess sem orð ýmissa vísindamanna voru tekin úr samhengi, þannig að krafist var að viðtöl við þá yrðu tekin út úr myndinni.

    Skoðaðu myndband þar sem farið er í saumana á þessum tveimur myndum: http://www.youtube.com/user/potholer54#p/u/5/N2B34sO7HPM

    Höskuldur Búi Jónsson, 29.3.2010 kl. 08:03

    34 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

    Gunnar; þú skrifaðir:

    "Og talandi um villur, þá hefur bull-Óskarsverðlaunamynd Al Gore verið bönnuð samkvæmt dómsúrskurði, sem kennsluefni í breskum grunnskólum, vegna þvælunnar sem í henni er."

    Hvað sem hægt er að segja um mynd Al Gore, þá stenst þessi fullyrðing þín ekki Gunnar. Myndin var ekki bönnuð í skólum í Bretlandi samkvæmt dómsúrskurði og alls ekki fyrir þvælunnar sem í henni er. Það er það sem ég hef verið að segja og það er það sem þú ekki skilur Gunnar. En takk fyrir athugasemdirnar hingað til (þó þær hafi verið rýrar að innihaldi), ég hlakka til að þú standir við þessi orð þín:

    "Og læt ég hér með lokið samskiptum mínum við þig, Svatli."

    Sveinn Atli Gunnarsson, 29.3.2010 kl. 08:26

    35 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

    Annars langar mig að bæta við til þín Gunnar, að það er kjánalegt að koma hér inn með hverja athugasemdina á fætur annari sem er algerlega röng, innantóm án innihalds eða/og ómálefnaleg, og verða svo bara móðgaður þegar þér er bent á það...

    Sveinn Atli Gunnarsson, 29.3.2010 kl. 09:27

    36 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

    Höski, ég benti á The Global Warming Svindle fyrir þremur árum. Hún virðist af svipuðu sauðahúsi og myn Al Gore.

    Svatli, ég ætlaði nú ekki að svara þér, en það er ekki leyfilegt að sýna myndina (bönnuð) í breskum skólum,   nema með leiðréttingum á villunum og ýkjunum, eða eins og segir á frummálinu: "guidance notes to prevent political indoctrination."

    Þú virðist hafa annan skilning á íslensku máli en annað fólk. Hvað er þessi fötlun þín kölluð? Að segja:

    "það er kjánalegt að koma hér inn með hverja athugasemdina á fætur annari sem er algerlega röng, innantóm án innihalds eða/og ómálefnaleg"

    Í fyrsta lagi ertu ekkert annað en óuppdreginn dóni og sjálfum þér og félögum þín hér til skammar, auk þess sem þú kemur óorði á þann fróðleik sem loftslag.is hefur fram að færa.

     Það er ekkert rangt hér hjá mér í athugasemdarkerfinu hér, en ég viðurkenni ónákvæmni varðandi AL Gore myndina. Ég hefði átt að tilgreina skilyrðin fyrir sýningu myndarinnar.

    Gunnar Th. Gunnarsson, 29.3.2010 kl. 10:07

    37 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

    Ég hef ekki varið ónákvæmni myndar Al Gore, en það er ekki bannað að sýna myndina í breskum skólum, það er það sem þú fullyrtir um. Það er því rangt hjá þér. Í fyrstu athugasemd gerðir þú lítið úr vísindamönnum með því að ýja að því að vísindamenn væru í þessu vegna peninga.  Það er því rangt hjá þér. Svo dróstu fram myndina Global Warming Swindel sem rök, hún er full af villum og fölsunum. Það er því rangt hjá þér að nota hana sem rök. Þú hefur lagt það í vana þinn að koma með ómálefnalegar athugasemdir og þegar við biðjum þig um að koma með efnislegar athugasemdir við fræðin þá kemurðu með útúrsnúninga og svarar aldrei á efnislegan hátt... Ég held að þú ættir að rannsaka eigin málflutgning betur...áður en þú uppnefnir aðra sem verandi dóna...

    Sveinn Atli Gunnarsson, 29.3.2010 kl. 10:20

    38 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

    Sælir.

    Þar sem verið er fjalla um kvikmyndina hans Al Gore...

    Sjá pistilinn frá 12. okt. 2007: 

    High Court í London fellir dóm um kvikmynd Al Gore: Níu villur í myndinni.

    Dómsúrskurðurinn sjáfur er hér sem pdf skjal. Lesið það sem þar stendur vel.

    Og meira um villur í myndinni, eða "ónákvæmni": 35 Inconvenient Truths

    Það er nú svo, og svo er nú það...

    Ágúst H Bjarnason, 30.3.2010 kl. 10:03

    39 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

    Akkúrat Ágúst, það eru villur í myndinni og sumt er orðum aukið, á því er engin vafi. Við höfum heldur ekki notað hana sem rök fyrir nokkrum hlut á Loftslag.is. En þrátt fyrir það er alrangt það sem fram kom hjá Gunnari að myndin væri bönnuð í breskum skólum. En það eru engar beinlínis falsanir hjá Gore, eins og eru í myndinni Global Warming Swindel (þar sem Durkin falsar gröfin), sjá t.d. myndband þar sem báðar myndirnar eru gagnrýndar, Myndband: Al Gore gegn Durkin

    Það er nú svo

    Sveinn Atli Gunnarsson, 30.3.2010 kl. 10:20

    40 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

    Þú virðist hafa afar takmarkaðan skilning á lesmáli, svatli.

    það er ekki leyfilegt að sýna myndina (bönnuð) í breskum skólum,   nema með leiðréttingum á villunum og ýkjunum

    Gunnar Th. Gunnarsson, 30.3.2010 kl. 10:51

    41 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

    Þessi útskýring er nýlega til kominn hjá þér Gunnar (og er reyndar ekki alveg rétt, en hvað um það). Upphaflega athugasemdin frá þér var svona:

    "Og talandi um villur, þá hefur bull-Óskarsverðlaunamynd Al Gore verið bönnuð samkvæmt dómsúrskurði, sem kennsluefni í breskum grunnskólum, vegna þvælunnar sem í henni er." Gunnar Th. Gunnarsson,  26.3.2010 kl. 21:09

    Síðar aðspurður um þetta, þá þekktirðu þetta nú ekki mjög vel ;

    "Ég þarf að grafa upp heimildina. En þú segist hafa kynnt þér "dóminn". Það var sem sagt dómur.... ? Var þetta ekki bannað í skólum... bara mælt með að vera ekki að flíka efni myndarinnar? Hvernig var þetta? " Gunnar Th. Gunnarsson,  26.3.2010 kl. 21:45

    Það voru þessar athugasemdir og kunnáttuleysi þitt sem varð til þess að ég fór út í að leiðrétta þig Gunnar. Við höfum svarað þessu með villurnar hér að ofan,  þér er velkomið að lesa þetta aftur. Þú verður að halda utan um fullyrðingarnar sem þú kemur með Gunnar og hvernig þú orðaðir þær... Þetta er reyndar merkileg túlkun á einhverju sem er bannað hjá þér í síðustu athugasemd...það er leyfilegt að sýna hana í breskum skólum, þ.a.l. er hún ekki bönnuð þar !

    Sveinn Atli Gunnarsson, 30.3.2010 kl. 11:15

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband