27.3.2010 | 19:05
Al Gore gegn Durkin
Á Loftslag.is má sjá fjórða myndband Potholer54 um loftslagsbreytingar. Í þessu myndbandi skoðar hann mýtur sem koma fram í myndunum An Inconvenient Truth og The Great Global Warming Swindel, s.s. Gore gegn Durkin. Að hans mati er engin ástæða til að grípa til þess að ýkja hluti eins og m.a. er gert í myndum eins og þessum. Við höfum áður sýnt 3 fyrstu myndböndin frá honum um loftslagsbreytingar, ásamt 2 myndböndum frá honum um hið svokallaða Climategate mál, sjá efni frá Potholer54 hér.
Sjá má myndbandið hér;
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Myndbönd | Facebook
Athugasemdir
Góðan dag...
Mætti ég biðja ykkur um að kynna "Potholer54".
Þið leggið mikið upp úr að vitna til ritrýndra vísindagreina, raunverulegra vísindamanna, o.s.frv.
Það getur verið að þið hafið áður kynnt þessa konu eða mann, en ég minnist þess ekki. - Fullt nafn, menntun, starf...?
Ágúst H Bjarnason, 28.3.2010 kl. 07:52
Við gerum mikið upp úr því að það efni sem við notum sé annað hvort beinar tilvitnanir í vísindin, eða óbeinar. Beinar tilvitnanir eru t.d. þegar vitnað er beint í ritrýndar greinar, óbeinar tilvitnanir geta verið t.d. fréttatengt efni og annað þar sem grundvöllurinn er í því sem vísindin hafa að segja. En þrátt fyrir það þá má segja að Potholer54 sé bara sambærilegur við loftslag.is - hann leggur mikið upp úr því að skoða hvað vísindin segja, notar mikið af ritrýndu efni (tilvitnanir koma í myndböndunum). Við erum semsagt að sýna myndband eftir mann sem að býr til myndbönd byggð á vísindalegum gögnum - við gerum ekki myndbönd, því finnst okkur gott að auka fjölbreytileikan með því að sýna myndbönd eftir þá sem vinna líkt og við, þ.e. með grunn í því sem vísindin segja. Í þessu myndbandi gagnrýnir hann bæði Gore og Durkin og vitnar í ritrýndar heimildir.
Hér eru upplýsingarnar sem Potholer54 hefur á síðunni sinni um sjálfan sig:
Hér eru upplýsingarnar sem Potholer54 hefur á síðunni sinni um sjálfan sig:
Sveinn Atli Gunnarsson, 28.3.2010 kl. 09:21
Smá copy/paste mistök þarna í lokin, en þetta ætti að vera skiljanlegt.
Sveinn Atli Gunnarsson, 28.3.2010 kl. 09:24
Takk fyrir upplýigarnar Svatli.
Það er þó einn munur á Portholer54 og Loftslag.is. Þið skrifið undir nafni, en það gerir Portholer ekki. Hvers vegna skil ég ekki.
Ágúst H Bjarnason, 29.3.2010 kl. 09:41
Nei ég skil það svo sem ekki heldur. Hann hlýtur að hafa sýnar ástæður/útskýringar fyrir því að vilja vera ónafngreindur. Það er svo sem ekkert af því, sérstaklega ef fólk vandar efnislegt val og tilvitnanir í heimildir eins og hann gerir.
Sveinn Atli Gunnarsson, 29.3.2010 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.