Eru loftslagsvísindin útkljáð?

Hér fyrir neðan er þýðing á mýtu, sem upprunalega var birt á Skeptical Science og mun færast yfir á mýtusíðu loftslag.is innan fárra daga frá birtingu.

Röksemdir efasemdamanna…

Margir halda að búið sé að útkljá vísindin um loftslagsbreytingar. Óvissan er mikil, of mikil til að hægt sé að fullyrða nokkuð um hvort mennirnir hafa einhver áhrif á loftslagsbreytingar.

Það sem vísindin segja…

Vísindin eru aldrei 100% útkljáð – vísindi snúast um að minnka óvissu. Mismunandi svið vísinda eru þekkt með mismunandi vissu. Sem dæmi, þá er þekkingin minni á því hvaða áhrif örður hafa á loftslagsbreytingar, heldur en hlýnunaráhrif CO2. Þeir þættir sem minna er vitað um breyta ekki þeirri staðreynd að loftslagsvísindin eru mjög vel ígrunduð.

Algengt er að heyra efasemdamenn segja að “loftslagsvísindin séu ekki útkljáð”, þar sem þeir meina í raun að óvissa innan loftslagsvísindanna sé of mikil til að réttlæta minnkandi losun á CO2. Þau rök sýna ákveðinn misskilning á því hvernig vísindin virka. Í fyrsta lagi þá gera þau rök ráð fyrir að vísindin séu á tvívíðu plani – þ.e. að vísindin séu ekki útkljáð fyrr en þau fara yfir ákveðna ímyndaða línu og þá séu þau útkljáð. Þvert á móti, þá eru vísindin aldrei 100% útkljáð. Í öðru lagi gera þessi rök ráð fyrir því að lítil þekking á einu sviði vísindanna útiloki góða þekkingu á öðru sviði vísindanna. Sú er ekki raunin. Til að svara spurningunni “eru loftslagsvísindin útkljáð”, þá þurfa menn að átta sig fyrst á því hvernig vísindin virka.

Lesa má afganginn af færslunni á loftslag.is - sjá Eru loftslagsvísindin útkljáð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband