8.4.2010 | 20:52
CO2 - áhrifamesti stjórntakkinn
Í desember síðastliðinn hélt Dr. Richard Alley frá Penn State University fyrirlestur á ráðstefnu AGU (American Geophysical Union). Fyrirlesturinn vakti mikla lukku, enda er Alley einn af virtustu loftslagsvísindamaður heims og einstaklega skemmtilegur fyrirlesari. Við mælum með þessum fyrirlestri, en hann er um 45 mínútur sérstaklega ef þú vilt skilja af hverju vísindamenn eru svo vissir um tengslin milli CO2 og loftslags jarðar.
Í fyrirlestrinum kennir ýmissa grasa, en Alley fer í gegnum jarðsöguna og fjallar um þá helstu áhrifaþætti sem hafa áhrif á loftslag sólarorku, styrk gróðurhúsalofttegunda og örður og lofttegundir af völdum eldvirkni. Meginpunktur fyrirlesturins er sá að komin eru fram nokkuð góð sönnunargögn um að styrkur CO2 sé áhrifamesti stjórntakkinn í loftslagssögu jarðar. Hann nefnir auðvitað aðra áhrifaþætti, t.d. í sambandi við hlýskeið og kuldaskeið ísaldar og hvernig breytingar í sporbaug jarðar setja af stað breytingar sem breytir styrk CO2 sem síðan magnar upp hitabreytingar jarðar (til kólnunar eða hlýnunar).
Theres no doubt that the ice ages are paced by the orbits No way that the orbit knows to dial up CO2, and say change. So it shouldnt be terribly surprising if the CO2 lags the temperature change. The temperature never goes very far without the CO2. The CO2 adds to the warming. How do we know that the CO2 adds to the warming? Its physics!
En altént er þetta mjög skemmtilegur fyrirlestur, fyrir þá sem hafa áhuga á loftslagsbreytingum að fornu og nýju. Smellið á myndina hér fyrir neðan til að sjá fyrirlesturinn:
Tengdar færslur
Styrkur CO2 hærri til forna
Ráðgátan um ísöldina á Ordovician leyst?
Stormar fortíðar sýna vindasama framtíð
Súrnun sjávar hraðari en fyrir 55 milljónum ára
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Vill benda á þetta myndband,
http://www.youtube.com/watch?v=u4uDb0H4V5c
sem allir sem hafa áhuga á loftslagsmálum ættu að horfa á.
Einn af fáu hlutlausu visindamönnum sem tala um þessi mál, sem segir hlutina bara eins og þeir eru.
Albert (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 21:20
Albert:
James Lovelock, jamm - þetta er áhugavert viðtal og takk fyrir að benda okkur á það. Gamall og reyndur kappi
Hann misskilur þó hvernig loftslagslíkön virka - þó að við sjáum oft nokkuð mjúkar línur í spám vísindamanna (innan óvissumarka), þá er það svo að það er ekki búist við að þetta gerist smám saman (sjá t.d. Geta vísindamenn spáð fyrir um loftslag? og línurit hér: Það er að kólna en ekki hlýna.). Hann notar sem dæmi kólnunina á Yngra Dryas sem dæmi um að þetta geti orðið enn dramatískari breytingar en spáð er - á Yngra Dryas er talið að annað hvort hafi lent á jörðinni loftsteinn eða halastjarna, sem olli kólnun - eða hin kenningin að risastórt stöðuvatn í Norður Ameríku hafi flætt til sjávar og náð að stöðva eða hægt á "færibandinu" svokallaða og að golfstraumurinn hafi stöðvast (mikil kólnun á Norðurhveli sérstaklega). Það er talið mjög ólíklegt að slíkt geti gerst aftur, hver svo sem ástæðan var fyrir kólnuninni þá.
Svo virðist hann halda að veturinn nú hafi verið kaldur - af því að það voru nokkrir óvenjukaldir staðir á hnettinum (aðallega Norður Evrópa, Bandaríkin og hluti af Asíu). Gögn sýna að hnötturinn í heild var óvenju heitur (sum gögnin sýna að veturinn nú sé sá heitasti). Sjá t.d. Hitastig febrúar 2010 á heimsvísu.
Að lokum, þá virðist hann viss um að vísindamenn hafi falsað gögn sín - en ég hef ekki enn séð nokkurn færa sönnur á það - sá sem er helst sakaður um slíkt var nýverið, Phil Jones, hefur fengið uppreisn æru (sjá Sakir bornar af Phil Jones).
En andskoti er hann svartsýnn - mér heyrist á honum að þó hann búist við að Jörðin sjái um sig sjálfa og nái að jafna sig, þá sé óvissara um það hvort mannkynið nái að halda velli og að menn séu ekki nógu snjallir til að snúa þróuninni við - og að við eigum bara að njóta lífsins á meðan við enn getum það. Ég er ekki sammála þessu - ég held að það sé enn hægt að snúa frá verstu afleiðingunum - ég vona það allavega.
Höskuldur Búi Jónsson, 8.4.2010 kl. 22:26
þetta er nú engin vitleysingur og ég held því miður að hann sé ekki svartsýn, heldur raunsær. eins og hann bendir, er mannskepnan svo vanþróðuð og hreinlega heimsk.
Kínverjar og indverjar eru nú þegar, búnir á aðeins nokkrum árum búnir að menga 70 til 80% af öllu ferskvatni hjá sér. Það er bara hugarheimur rómantískra vísinda og stjórnmálamanna að þeir geti snúið þessari þróun við, þar sem öll viðskipti heimsins snúast um að framleiða meira og meira. En sjálfbærni er nánast ekki til.
albert (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 21:15
Það þarf allavega hugarfarsbreytingu til að hægt verði að snúa þessari þróun við.
Höskuldur Búi Jónsson, 9.4.2010 kl. 21:21
Mengun er stórkostlegt vandamál og þá ekki síst umgengni stórfyrirtækja og auðhringja að maður tali ekki um "The Military Industrial Complex" og allt hernaðabröltið og rekstur herja, ekkert mengar meira og er meira eyðileggjandi en það æxli. Hvort að hlýni aðeins eða kólni hef ég minni áhyggjur af, jörðin ( og mannkynið ) hefur lifað af miklar sveiflur í hitastigi áður. Frekar vill ég hlýnun en kólnun ef ég mætti velja milli tveggja kosta. Líf þýðir CO2 og mikið líf þýðir enn meira CO2. Ef að það hlýnar of mikið verða einhver landsvæði í vandræðum og óbyggileg, ef það kólnar of mikið lenda einhver landsvæði í vandræðum og breyttum aðstæðum sem þarf að bregðast við. En mengun ( ekki síst í hinum sístækkandi og gagnslausa hergagnaiðnaði fyrir mannkynið ) og sóun og slæmrar umgengni um náttúruna og auðlindir hennar er eitthvað sem allir hljóta að vera sammála um að bregðast þurfi við einn tveir þrír.
SeeingRed, 11.4.2010 kl. 17:17
SeeingRed:
Það er mikill misskilningur að mannkynið hafi lifað aðrar eins sveiflur og útlit er fyrir að verði í framtíðinni. Samfélag manna er um 10 þúsund ára (þ.e. ef maður skilgreinir samfélag manna út frá því hvenær akuryrkja hófst). Á þeim tíma sem að samfélag manna hefur verið við lýði þá hafa í raun orðið frekar litlar loftslagsbreytingar (hnattrænt séð), miðað við hvað búist er við. Það virðist allt benda til þess að hitinn nú sé orðinn jafn mikill og þegar hitinn var mestur á núverandi hlýskeiði, sjá t.d. grein frá árinu 2006 í Proceedings of the National Academy of Sciences: Global temperature change, en þar segir t.d.:
"Comparison of measured sea surface temperatures in the Western Pacific with paleoclimate data suggests that this critical ocean region, and probably the planet as a whole, is approximately as warm now as at the Holocene maximum and within ?1°C of the maximum temperature of the past million years."
Sjá einnig þessa mynd:
Varðandi kólnun, þá er ljóst að það verður ekki kólnun úr þessu næstu nokkur þúsund ár miðað við magn CO2 sem er komið út í andrúmsloftið, sjá mýtu á loftslag.is: Lítil Ísöld eða kuldaskeið Ísaldar er á næsta leiti
Að halda því fram að aukið CO2 í andrúmsloftinu sé gott mál - þá þurfum við ekki einu sinni að skoða loftslagsbreytingar til að sjá að svo sé ekki, samanber súrnun sjávar.
Ég vil þó ekki bara vera ósammála þér og því tek ég undir að mengun, sóun og slæm umgengni náttúrunnar er slæm - en ég efast um að nokkur maður sé ósammála því
Höskuldur Búi Jónsson, 11.4.2010 kl. 18:02
Það hljómar allavegana betur að búa í gróðushúsi en kæliklefa þótt hvorugt sé kannski ákjósanlegt
SeeingRed, 11.4.2010 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.