Eldgos og loftslagsbreytingar

Það fer ekki framhjá neinum að mikið eldgos er nú í Eyjafjallajökli og einhverjir fjölmiðlar eru byrjaðir að velta því fyrir sér hvort þetta eldgos geti haft áhrif á loftslag, eins og sum eldgos hafa vissulega gert. Eflaust er það ótímabært að vera með einhverjar pælingar um það hvort þetta gos sé slíkt, að það geti valdið breytingum í hnattrænum hita – en til þess þarf það að aukast til muna og eðli þess að breytast nokkuð. Við ætlum þó aðeins að fjalla um það hvaða stærðargráðu eldgosið þarf að ná til að það hafi áhrif á loftslag eða veðurfar. 

Við höfum áður fjallað um áhrif eldgosa á loftslagbreytingar til forna, en þar segir meðal annars: 

Stór eldgos geta valdið snöggum breytingum í stuttan tíma og þá til kólnunar (ár eða nokkur ár), t.d. eldgosið í Mount Pinatubo árið 1991 sem lækkaði hitastig jarðar tímabundið um sirka 0,4°C . Þau tímabil í jarðsögunni þar sem eldvirkni hefur verið mun meiri en nú, hafa þó getað valdið töluverðri kólnun þann tíma. Þess lags eldvirkni verður þó einungis nokkrum sinnum á hverjum hundrað milljón árum og veldur gríðarlegum loftslagsbreytingum í milljónir ára með tilheyrandi útdauða lífvera. Eldfjöll gefa frá sér CO2 í nokkuð miklu magni en það er þó einungis 1/130 af því sem menn losa á ári eins og staðan er í dag.

 ...

Hægt er að lesa afganginn af pistlinum á Loftslag.is:


mbl.is Askan fýkur til Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband