Annar nokkuð fróðlegur vinkill

Á myndinni hér undir má sjá fróðlegan samanburð á losun CO2 frá flugi í Evrópu og Eyjafjallajökli. 

[Leiðrétting á myndinni hér að ofan, þar sem upplýsingarnar sem koma fram á myndinni eru rangar - hafa skal það sem sannara reynist - Sjá nýja mynd hér undir]

 Planes vs Volcano? What's emitting the most CO2

Tengt efni af Loftslag.is:

Heimild:

 


mbl.is Tapa 25 milljörðum á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tollinn

Athyglisvert

Tollinn, 17.4.2010 kl. 05:02

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta sýnir okkur vel hve ferðamannaiðnaðurinn mengar mikið. Svo vilja menn enn fleiri ferðamenn til Íslands...  Hreint ekki vistvænn iðnaður hvað sem hver segir...

Spurning: Hvaða iðnaður er hreinni en ferðamannaiðnaðurinn?

 Sjá:

Álver og flugfloti Íslands - samanburður á losun CO2

  FLUG VS áLVER

Ágúst H Bjarnason, 17.4.2010 kl. 08:09

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég spyr, og það  er mikilvæg spurning: Hvernig voru þessar mælingar framkvæmdar? Var settur rennslismælir í hraunrásina? Eða fóru menn a.m.k. með mælitæki upp að og upp fyrir eldsprunguna og mældu? 

Nei, vinir mínir. Þessar tölur byggja í sjálfum grundvelli sínum á getgátum beint út í loftið og eru gjörsamlega marklausar og út í hött, þrátt fyrir „vísindalegt“ yfirbragð. Staðreyndin er, að fjölmargt, ef ekki flest sem frá gróðurhúsamönnum kemur byggir í sjálfum grundvelli sínum á getgátum af þessu tagi, sem síðan eru magnaðar upp í tölvulíkunum. Með öðrum orðum: Þetta er sýndarmennskan ein og tóm steypa!

Vilhjálmur Eyþórsson, 17.4.2010 kl. 14:39

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er nokkuð einfalt að reikna út úr því hversu mikið flugiðnaðurinn (og annar iðnaður losar) af völdum eldsneytisnotkunar, það þarf að finna út hversu mikið eldsneyti er notað, þá geturðu reiknað þá tölu. Jarðvísindamenn hafa líka nokkuð góðar tölur á losun koldíoxíðs af völdum eldgosa í heiminum (og í Eyjafjallajökli, sem er reyndar bara áætluð tala), þar með er hægt að bera þetta saman, engir galdrar þar.

En ég geri fastlega ráð fyrir að þú búir yfir öðrum tölum Vilhjálmur, annars værirðu varla að fullyrða um að þetta sé tóm steypa. Vildirðu vera svo vænn að benda okkur á heimildir varðandi það...?

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.4.2010 kl. 15:00

5 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég bý að sjálfsögðu ekki yfir öðrum tölum. Á því er afar einföld skýring: Engar slíkar tölur eru til og munu seint,  og trúlega aldrei verða til vegna þess að sumir hlutir eru þess eðlis, auk þess að vera svo stórir, að það er ekki og verður líklega aldrei hægt að mæla þá með nokkurri vissu. Þetta er eitt dæmi. Skekkjuhlutfallið er gífurlega stórt og raunar veit enginn hvað skekkjan er eða getur verið í áætlunum af þessu tagi. Annað dæmi sem er enn mikilvægara og undirstöðuatriði í allri gróðurhúsa- próblematíkinni er upptaka jurtalífsins á koldíoxíði. Um hana er ekkert vitað sem vit er í og meðan menn vita ekki hve ört jurtirnar (og sumar bergtegundir) éta aftur upp það koldíoxíð sem berst frá mönnum, eldfjöllum, sveppum o. fl. er allt hjal gróðurhúsamanna út í hött. Koldíoxíð- hringrásin er gífurlega stórt og flókið dæmi og það vantar mjög mikið upp á að menn þekki til hlítar þær breytur sem áhrif hafa.

Vilhjálmur Eyþórsson, 17.4.2010 kl. 15:13

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Að sjálfsögðu býrðu ekki yfir öðrum tölum, því þær eru ekki til...mikið er ég sammála þér Vilhjálmur. Tölurnar sem við birtum eru nokkuð áreiðanlegar, sjá t.d. Mælingar staðfesta kenninguna:

Hnattræn losun manna á CO2 er reiknuð út frá alþjóðlegum orkugögnum, þ.e. notkun á kolum, olíu o.sv.frv. frá öllum þjóðum heims á hverju ári. Þetta þýðir að hægt er að reikna hversu mikið við losum, ekki aðeins undanfarin ár heldur einnig aftur til ársins 1751 – en svo langt aftur ná gögnin. Nú er það svo að losun CO2 af mannavöldum er um 29 gígatonn á ári.

...

Það sem staðfestir síðan að aukning á CO2 í andrúmsloftinu er vegna losunar manna, er efnagreining á CO2 úr andrúmsloftinu. Kolefnisatómið er gert úr mismunandi samsætum (e. isotopes), sem þýðir að það hefur mismunandi fjölda nifteinda. Kolefni 12 hefur 6 nifteindir, kolefni 13 hefur 7 nifteindir. Plöntur hafa lægra hlutfall á milli C13/C12 en andrúmsloftið. Ef aukið CO2 í andrúmsloftinu kemur frá jarðefnaeldsneyti þá ætti hlutfall C13/C12 að vera að lækka. Það er akkúrat það sem menn hafa verið að sjá og fellur það ágætlega saman við losun manna á CO2 (Ghosh og Brand 2003)

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.4.2010 kl. 15:26

7 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Enginn efast um að koldíoxíð frá mönnum bætist í hringrásina og kemur til viðbótar því gífurlega magni sem kemur annars staðar frá (eldfjöllum, hverasvæðum, sveppum, skógareldum, dýrum o. fl. o. fl.). Málið er hins vegar hvort jurtalífið getur ekki étið þetta koldíoxíð upp aftur að mestu eða öllu leyti jafnóðum. Þótt kodíoxíð hafi verið allt að 30% gufuhvolfsins í upphafi, en alls ekkert súrefni, er koldíoxíð nú og hefur mjög lengi (frá því á dögum risaeðlanna) verið minna en 0,1%. Súrefnið, úrgangsefni frá jurtunum, nú 20,9% gufuhvolfsins, þótt dýrin, skógareldar o.fl nýti það. Þessa eyðigu koldíoxíðs verður að skrifa á reikning jurtanna. Höfin og bergtegundir gleypa að vísu koldíoxíð að vissu marki en mettast fyrr eða síðar. Koldíoxíð hefur streymt jafnt og þétt úr iðrum jarðar alveg samfellt í 4.500 milljón ár, og ef ekki væru jurtirnar má telja öruggt að ástandið væri nú eins og á Venusi. Langmest hafa smásæar lífverur bundið í kalkstein, olíu, kol o.fl. En spurningin er þessi: Er nokkuð því til fyrrstöðu að jurtirnar éti upp og eyði jafnóðum því auka- koldíoxíði sem frá brölti mannanna kemur?

Vilhjálmur Eyþórsson, 17.4.2010 kl. 16:02

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þú mættir gjarnan lesa tenglana sem ég bendi þér á Vilhjálmur, en annars er þetta útskýrt hér undir, tekið af Loftslag.is; Mælingar staðfesta kenninguna. Það er ekki neinum vafa undirorpið að aukin styrkur CO2 í andrúmsloftinu er af völdum manna, og ekki eru vísbendingar um að jurtir "éti upp og eyði" öllu því auka koldíoxíð sem frá brölti manna kemur...

En hér undir má lesa fróðleik um þetta af Loftslag.is; Mælingar staðfesta kenninguna

Er aukningin á styrki CO2 í andrúmsloftinu af völdum manna?

Fyrstu mælingar á styrk CO2 í andrúmsloftinu voru gerðar af Charles Keeling árið 1958 á Hawaii. Sú mælistöð hefur lengstu samfeldu beinar mælingar á CO2 í andrúmsloftinu. Nú eru starfræktar mælistöðvar út um allan heim sem mæla CO2 í andrúmsloftinu, meðal annars er ein á Stórhöfða í Vestmannaeyjum – allar sýna þær sömu leitni í styrk CO2 andrúmsloftsins. Til að áætla styrk CO2 í andrúmsloftinu fyrir tíma beinna mælinga hafa menn efnagreint loftbólur í ískjörnum. Síðastliðin 10 þúsund ár hefur magn CO2 í andrúmsloftinu verið frekar stöðugt eða um 275-285 ppm, en undanfarin 250 ár hefur það aukist um sirka 100 ppm. Nú eykst magn CO2 í andrúmsloftinu um 15 gígatonn á hverju ári.

CO2 magn í andrúmsloftinu síðastliðin 10.000 ár. Bláa línan sýnir  magn fengið úr ískjarnanum Taylor Dome, Suðurskautinu (NOAA). Græna  línan sýnir magn fengið úr ískjarnanum Law Dome, Austur Suðurskautinu  (CDIAC). Rauða línan sýnir beinar mælingar frá Mauna Loa, Hawaii  (NOAA).
CO2 magn í andrúmsloftinu síðastliðin 10.000 ár. Bláa línan sýnir magn fengið úr ískjarnanum Taylor Dome, Suðurskautinu (NOAA). Græna línan sýnir magn fengið úr ískjarnanum Law Dome, Austur Suðurskautinu (CDIAC). Rauða línan sýnir beinar mælingar frá Mauna Loa, Hawaii (NOAA). 

Hnattræn losun manna á CO2 er reiknuð út frá alþjóðlegum orkugögnum, þ.e. notkun á kolum, olíu o.sv.frv. frá öllum þjóðum heims á hverju ári. Þetta þýðir að hægt er að reikna hversu mikið við losum, ekki aðeins undanfarin ár heldur einnig aftur til ársins 1751 – en svo langt aftur ná gögnin. Nú er það svo að losun CO2 af mannavöldum er um 29 gígatonn á ári.

 

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.4.2010 kl. 17:15

9 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þetta er eins og alltaf er um gróðurhúsamenn: Þeir tala einungis um aukninguna, en virðast ekki vita að hér er um hringrás að ræða, sem staðið hefur í milljónir og milljarða ára. Það er eins og enginn geti skilið að þótt kodíoxíð streymi stöðugt upp úr jörðinni eyðist meginhluti þess jafn óðum og verður byggingarefni jurtanna og síðan dýra og manna. Þetta er hringrás. Nýtt koldíoxíð bætist við, en það eyðist jafn óðum, ármilljón eftir ármilljón. Meðan ekki er vitað nægilega vel um hvernig það eyðist er allt tal um gróðurhúsaáhrif illa undirbyggt og marklítið, ef ekki marklaust.

Vilhjálmur Eyþórsson, 17.4.2010 kl. 17:44

10 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það er rétt hjá þér Vilhjálmur - CO2 í andrúmsloftinu mun eyðast, bindast í setlög og annað slíkt. Þau ferli eru bara alltof hægvirk til að vinna á þessari gríðarlegu aukningu sem nú er - sem sýnir sig ef þú skoðar aukninguna á myndinni hér fyrir ofan. Hvar sérðu út úr þessari mynd að einhver eðlileg hringrás sé í gangi. Það virðist hafa verið nokkuð eðlileg hringrás í gangi fyrir iðnbyltinguna - svo er ekki lengur, eins og sést ef þú stúderar aðeins þessa mynd - þetta er nokkuð gott mat, byggt á hundruðum ritrýndra greina (sambærileg mynd er í IPCC skýrslunni):

Jarðfræðingar eru síðan mjög meðvitaðir um það að CO2 er hluti af hringrásinni. Hér er mynd sem sýnir útreikninga á því hvernig CO2 mun bindast aftur úr andrúmsloftinu, eftir David Archer jarðfræðing:

Höskuldur Búi Jónsson, 17.4.2010 kl. 18:55

11 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þetta er allt gott og blessað. Málið er eins og sagði alveg í upphafi að allar tölur um þessar gífurlegu stærðir eru og verða einungis getgátur. Flest alla þá hluti sem þarna kom til sögunnar er ekki hægt að mæla með neinum vitrænum hætti. Grundvöllurinn sem þær byggja á er í rauninni afar veikur þegar að er gáð og skekkjumörkin geysimikil.

Vilhjálmur Eyþórsson, 17.4.2010 kl. 19:30

12 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

En það breytir þó ekki þeirri staðreynd að CO2 er að aukast í andrúmsloftinu og af völdum manna. Það hefur verið mælt - þ.e. aukningin og styrkur kolefnissamsæta frá brennslu jarðefnaeldsneytis.

Höskuldur Búi Jónsson, 17.4.2010 kl. 20:51

13 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Segðu mér Vilhjálmur, þú lærðir einhvers staðar að hin bórelski tími hefði verið mun heitari en í dag. Það er alls ekki loku fyrir það skotið að það geti verið rétt, allavega að hluta til, í það minnsta staðbundið. En það sem ég var að spá í, hvaðan fékkstu þá vitneskju, því þú nefnir hana oft? Var það eitthvað sem þú lærðir í skóla eða eitthvað sem þú last þér til um? Og hvers vegna er sú vitneskja svo mikið "betri" í þínum huga en önnur vitneskja (nýrri í sumum tilfellum) um t.d. loftslagsmál? Hvenær hættum við að geta lært eitthvað og hvenær eru hlutir of flóknir...? Mér finnst það allavega merkilegt að "gleypa" við ákveðnum vísindum (sem alveg geta verið rétt að hluta til, og sem falla greinilega að þinni heimsmynd) en neita svo staðfastlega öllum vísindum sem þú telur þig ekki skilja...? Er ekki einhver mótsögn í þessu hjá þér Vilhjálmur?

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.4.2010 kl. 23:25

14 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ástæða þess að ég nefni oft bórealska tímann er einföld. Það er óumdeild staðreynd að fyrir örstuttu síðan var hiti jafn hár eða hærri en allra, allra „svörtustu“ tölvuspár heimsendamanna gera ráð fyrir. Þið farið í tölvuspár og útreikninga. Það er út í hött. Það nægir alveg að rekja mannkynssöguna (ekki jarðsöguna) afturábak í fáeinar aldir og árþúsundir til að sjá hvað raunverulega gerist þegar hitastig er hærra. Eyðimerkur gróa upp og jöklar minnka, en hvorki Suðurskautlandið né Grænland hverfa. Yfirborð sjávar var lítið sem ekkert hærra, jafnvel lægra fyrir ca sjö þúsund árum. Allir græða á hlýnun jarðar, þótt svæði ísbjarna minnki dálítið.

Vilhjálmur Eyþórsson, 18.4.2010 kl. 15:02

15 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég get alveg verið sammála þér að nokkru leiti, það hafa áður komið loftslagsbreytingar (þó ekki beint af mannavöldum) og hitastig verið nokkuð hátt, svipað og jafnvel hærra staðbundið en það er í dag (á bórelskum tíma). En, hvers vegna treystirðu á þessa niðurstöðu vísindanna og mannskynssögunnar (ekki voru hitamælar út um allt), en ekki því sem færustu vísindamenn dagsins í dag segja um bæði hnattrænt hitastig á öldum áður og afleiðingar þess að losa mikið af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið...? Það er mótsögn í þessu hjá þér Vilhjálmur! Fyrir utan náttúrulega því að afneita þeirri staðreynd að styrkur CO2 hækkar og fer hækkandi í andrúmsloftinu, það er náttúrulega stórundarlegt.

Því spyr ég, hvers vegna ákvaðstu að stoppa heimsýn þína við það sem þú "veist" um bórelskan tíma og ákveða að aðrar rannsóknir og mælingar séu ómarktækar? Hvers vegna treystirðu því sem þú hefur lesið um hitastig á bórelskum tíma, og telur það óumdeilanlega staðreynd, þegar þú berð ekki traust til vísindanna? Spyr sá sem undrar sig á samhenginu!

Sveinn Atli Gunnarsson, 18.4.2010 kl. 15:50

16 Smámynd: Fannar frá Rifi

alltaf jafn gaman að sjá ykkur trúboðana berjast fyrir því að fá halda í kuldaskeiðið sem hófst eftir skaftárelda. nota viðmið þegar hér var  sem allra kaldast og segja að það sé normið.

normið er það sem var fyrir síðasta ísaldarskeið (núverandi kuldaskeið, við erum líklega á hlýskeiði á milli ísalda). 

Fannar frá Rifi, 21.4.2010 kl. 15:35

17 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Fannar; það er í reynd merkilegt að sjá rökleysur þeirra sem telja að aukning gróðurhúsalofttegunda hafi engin áhrif á hitastig. Það er t.d. engin að neita því að það hafi verið loftslagsbreytingar áður, bæði staðbundið og hnattrænt, það er nokkuð vel kortlagt og svo sem engin sérstök "norm" sem slík í þeim efnum.

Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að langflestir þeirra vísindamanna sem stunda rannsóknir og mælingar á áhrifum aukins styrk gróðurhúsalofttegunda á loftslag, telja að hitastig sé að hækka af völdum aukins styrks CO2 og fleiri gróðurhúsalofttegunda. Til nánari upplýsinga má t.d. benda á Orsakir fyrri loftslagsbreytinga, Grunnatriði kenningarinnar og Mælingar staðfesta kenninguna.

Hefurðu einhver önnur rök fyrir afneitun þinni á vísindunum Fannar? Og hvaða heimildir (sem byggja á vísindalegum aðferðum) hefur þú fyrir þeirri skoðun þinni... (eða er það bara líklega í samræmi við þína heimsmynd og skoðanir)? 

Sveinn Atli Gunnarsson, 21.4.2010 kl. 17:00

18 Smámynd: Fannar frá Rifi

og er hlýnun slæm? er það slæmt að meira land verði gróðursælla? að allt þetta landflæmi hér á norðurslóðum verði eitthvað meira en kaldar freðmýrar eða bert grjót og hellur? 

Fannar frá Rifi, 22.4.2010 kl. 12:03

19 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hlýnun getur vel orðið góð einhversstaðar og staðbundið, ekki er loku fyrir það skotið. En það er mikil einföldun að halda því fram að hlýnun (yfir jarðfræðilega stuttan tíma, kannski nokkur hundruð ár) verði almennt góð fyrir vistkerfin. Það geta verið ýmsir vankantar á því, svo ekki sé talað um súrnun sjávar og hækkun sjávarstöðu. Þú veist væntanlega að mjög margar stórborgir standa við sjó... það er ekki alveg víst að það henti vel að sjávarstaðan hækki þar með þeim hugsanlega fólksflutningum sem gætu orðið í kjölfarið, svo ekki sé talað um kostnað sem getur verið samfara því.

Er allt svæði hér á norðurslóðum, kaldar freðmýrar eða bert grjót og hellur...? Þú hlýtur að búa annarsstaðar en ég...

Sveinn Atli Gunnarsson, 22.4.2010 kl. 12:55

20 Smámynd: Fannar frá Rifi

og þegar það var hlýt áður? var þá ekkert nema dauði og volæði? hafið steindautt af því að það var svo súrt? og hækkar ekki og lækkar sjávarstaðan hvort sem okkur líkar betur eða verr? eða helduru því kannski fram að það verði aldrei framar hitafarsbreytingar á jörðinni? að jörðin fari aldrei aftur í þann hita sem hún var í þegar flóðestar böðuðu sig í þýskum ám?

hvar er tjálínan á Íslandi? 300 metrar er það ekki? með hlýnun, hvert getur hún þá farið? ég verð eiginlega að setja stóra efasemd að þú hafir farið um þetta land eða þekkir til náttúrunar. hvernig er miðhálendið? skógivaxið?

Fannar frá Rifi, 25.4.2010 kl. 00:29

21 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Fyrri loftslagsbreytingar eru vel kunnar og vísindamenn eru meðvitaðir um þær. Hitastig hefur verið hærra og lægra áður fyrr, sjávarstaðan hefur hækkað og lækkað áður, um tugi metra. Ekkert nýtt í því, þú getur t.d. skoðað Orsakir fyrri loftslagsbreytinga, ef þig langar að fræðast meira um það, ísaldir og hlýskeið hafa komið í gegnum tíðina.

Það sem er hins vegar nýtt, er að það verði töluverð aukning á styrki gróðurhúsalofttegunda (CO2, metan o.fl.) af völdum manna og þar að auki á jarðfræðilega stuttum tíma (t.d. er um 38% aukning í styrk CO2 í andrúmsloftinu á aðeins u.þ.b. 150 árum). Styrkur gróðurhúsalofttegunda er talinn hafa bein áhrif á hitastig og það er það sem við erum fyrst og fremst að benda á, ásamt ýmsum afleiðingum þessa aukna styrks gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu (t.d. hækkun hitastigs) og í sjónum (súrnun sjávar).

PS. Ég hef aldrei haldið því fram að miðhálendið væri skógi vaxið, heldur var ég að gera athugasemd við það að þú sagðir um að hér á norðurslóðum væru aðeins "kaldar freðmýrar eða bert grjót og hellur" (Fannar frá Rifi, 22.4.2010 kl. 12:03) eins og þú orðaðir það sjálfur Fannar. Reyndar þyrftir þú að skilgreina svæðið sem þú ert að tala um nánar, því það eru miklir skógar í t.d. Síberíu, Norður-Skandinavíu og Alaska, sem allt eru svæði sem tilheyra norðurslóðum, þó að sjálfsögðu megi þar einnig finna freðmýrar og bert grjót. Það er því mikill misskilningur hjá þér að orða þetta á þann hátt sem þú gerir og beinlínis rangfærsla, nema þú sért að tala um mjög afmarkað svæði norðurslóða... Það kemur reyndar ekki annað fram hjá þér en að þú sért að tala um norðurslóðir (sem er býsna stórt svæði). Fyrir utan svo þá staðreynd að Ísland er ekki heldur aðeins "kaldar freðmýrar eða bert grjót og hellur". Þannig að þetta eru rökleysur hjá þér Fannar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 25.4.2010 kl. 02:07

22 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það er einmitt auðvelt að halda því fram eins og Fannar gerir að hlýnunin sé góð - en fyrir hverja er hún góð? Samkvæmt spám þá munu þéttbýlustu svæði heims verða illa úti - á meðan strjálbýl svæði t.d. á hærri breiddargráðum geta mögulega átt von á betri lífsskilyrðum (um það er þó óvissa).

Mig grunar að Fannar líti á jörðina sem eitt land með nokkrum hreppum og að hrepparnir keppist um að fá til sín fólk - það er eina leiðin til að fatta af hverju hann haldi að það sé gott að það hlýni.

Það sem er verst fyrir Fannar er að hann er tiltölulega ungur og því mjög líklegt að hann eigi eftir að verða vitni að þessum breytingum sjálfur - spurningin er bara hversu lengi hann verður í afneitun og haldi að allt sé í himnalagi.

Höskuldur Búi Jónsson, 25.4.2010 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband