Nokkrar færslur um sólvirkni og loftslag

Oft verður mönnum tíðrætt um samhengi milli loftslags og sólvirkni og er stundum fullyrt að hlýnunin undanfarna áratuga sé af völdum sólvirkni. Því fer víðsfjarri, því undanfarna nokkra áratugi hefur sólvirknin minnkað á sama tíma og hlýnun hefur aukist. Á loftslag.is eru nokkrar færslur þar sem fjallað er um slíkt - meðal annars það sem við köllum mýtur.

Mýta:  Lítil Ísöld eða kuldaskeið Ísaldar er á næsta leiti

Þessi mýta virðist fyrst og fremst miða að því að segja að maðurinn hafi ekkert með loftslagsbreytingar að gera, að hlýnunin nú sé af völdum náttúrulegra ferla og þess vegna sé það sólin sem hafi langmestu áhrifin. Við höfum fjallað áður um sólina, sjá  mýturnar Hlýnunin nú er af völdum sólarinnar og Hlýnun jarðar er af völdum geimgeisla . Það sem þessi mýta bætir í raun við fyrri mýtur er ályktunin að vegna minnkandi virkni sólar, þá bendi allt til að það verði bráðum hnattræn kólnun. Það sem virðist styrkja efasemdamenn í því að halda þessu fram eru aðrar mýtur, þ.e. Það er að kólna en ekki hlýna og Það er kalt á Klonke Dinke og því er engin hnattræn hlýnun.

Sólvirkni

Sólin er varmagjafi jarðar og gríðarlega öflug, en án gróðurhúsaáhrifanna þá myndi ríkja fimbulkuldi á jörðinni. Sveiflur í sólinni hafa þó haft gríðarleg áhrif á sveiflukennt hitastig jarðarinnar.   Rannsóknir hafa sýnt að góð fylgni var á milli útgeislunar sólarinnar í lok nítjándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu. Þessi bönd hafa þó rofnað og eitthvað annað ferli hefur tekið við  – vísindamenn eru sammála um að losun manna á CO2 sé aðalorsökin nú.

Lesa meira

Mýta:  Hlýnunin nú er af völdum sólarinnar

Í þessari færslu má meðal annars sjá þessa mynd:

Hér fyrir neðan er ný mynd sem sýnir tengsl sólvirkni og hitastigs fram til ársins 2010:

Árlegt hnattrænt hitastig jarðar (þunn blá lína) með 11 ára meðatalslínu (þykk blá lína). Hitastig frá NASA GISS. Árleg sólvirkni - TSI (þunn rauð lína) með 11 ára meðaltalslínu TSI (þykk rauð lína). TSI frá 1880-1978 frá Solanki. TSI frá 1979-2009 frá PMOD.

Árlegt hnattrænt hitastig jarðar (þunn rauð lína) með 11 ára meðatalslínu (þykk rauð lína). Hitastig frá NASA GISS. Árleg sólvirkni - TSI (þunn blá lína) með 11 ára meðaltalslínu TSI (þykk blá lína). TSI frá 1880-1978 frá Solanki. TSI frá 1979-2009 frá PMOD.

Lesa meira 

Aðrar fréttir og færslur um sólvirkni og loftslag:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband