23.4.2010 | 18:33
Hrakningar Monckton
Í tveimur nýjum myndböndum frá Greenman3610, öðru nafni Peter Sinclair, skoðar hann á kaldhæðin hátt rökleysur Lord Monckton um loftslagsmál. Lord Monckton hefur verið iðinn við að leggja fram fullyrðingar um að vísindin á bak við loftslagsfræðin séu röng, að engin hlýnun eigi sér stað og ýmsu fleiru í þeim dúr. Að mati Greenman3610 á því hversu mikið þvaður, markleysur, bull og vitleysa kemur frá Lord Monckton varðandi loftslagsfræðin, þá hefur hann gert tvö myndbönd um hann. Eftirfarandi er lýsing hans á fyrra myndbandinu:
Hann dúkkar allsstaðar upp í umræðu afneitunarsinna loftslagsvísindanna.
Hann er ekki vísindamaður. Hann er með gráðu í blaðamennsku.
En hvernig hefur honum tekist að selja sig sem aðal talsmann þeirra sem afneita loftslagsvísindunum?
Í fyrsta lagi, eins og allir góðir sölumenn, þá þekkir Lord Monckton viðskiptavini sína.
Eftirfarandi er lýsing hans á seinna myndbandinu:
Hann minnir á persónu beint út úr Monty Python atriði, en Lord Monckton er uppáhald þeirra sem óska þess í örvæntingu að hugarburður afneitunarsinna loftslagsvísindanna sé réttur. Það er mikið meira efni en hægt er að koma fyrir í einu myndbandi, þar af leiðandi var tveggja þátta röð nauðsynleg, bara til að byrja að fara yfir þá uppsprettu rangfærslna sem Lord Monckton ber á borð.
Myndböndin má sjá á Loftslag.is:
Að venju eru myndbönd Greenman3610 nokkuð kaldhæðin, en þau innihalda oft nokkuð fróðlegan vinkil á málin, sjá önnur myndbönd frá honum hér.
Tengt efni af Loftslag.is:
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.