20.5.2010 | 20:38
Fordæmalaus hlýnun Tanganyika vatns
Vísindamenn sem rannsakað hafa Tanganyika vatn, sem er eitt af elstu vötnum Jarðar og annað dýpsta og er staðsett í Austur Afríku sigdældinni, hafa fundið út að hlýnunin undanfarna áratugi eigi sér ekki fordæmi síðastliðin 1500 ár. Þeir segja að áframhaldandi hlýnun eigi eftir að hafa slæm áhrif á fiskistofna vatnsins, sem milljónir manna í kringum vatnið reiða sig á. Niðurstöður rannsóknanna birtist í nýjasta tímariti Nature Geoscience.
Höfundar tóku borkjarnasýni úr botnsetlögum vatnsins og endursköpuðu sögu yfirborðshita úr setlögunum. Gögnin sýna að yfirborðshiti sem mældur var árið 2003, um 26°C hafi verið sá hæsti síðastliðin 1500 ár. Auk þess er mesta hitabreytingin sem sjá má úr setlögunum, sú sem varð á síðustu öld og telja höfundar að sú hlýnun sé valdur að meiri hluta þeirrar hnignunar sem orðið hefur á vistkerfi vatnsins á sama tíma. Það telja þeir vera vegna minnkandi hringstreymis næringarefna úr neðri lögum vatnsins við hærri yfirborðshita.
Niðurstaðan er fengin út frá tveimur leiðöngrum sem farnir voru árið 2001 og 2004, en þá voru kjarnarnir teknir.
...
Lesa má restina af færslunni á loftslag.is, Fordæmalaus hlýnun Tanganyika vatns
Tengdar færslur á loftslag.is
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Athugasemdir
Nú má búast við alvarlegum árásum af hægri væng íslenskra stjórnmála.
Árni Gunnarsson, 20.5.2010 kl. 21:48
Árni: Við skulum forðast að blanda vísindum saman við pólitík, þó að efasemdaraddir um hlýnun jarðar séu fleiri hægra megin en vinstra megin.
Á Skeptical Science er nú verið að ræða þessa grein og í athugasemdum má sjá svör eins aðalhöfundar greinarinnar (Tierney). Sjá á Skeptical Science – Unprecedented Warming in Lake Tanganyika and its impact on humanity
p.s. þar má einnig sjá línurit sem sýnir nokkuð greinilega hversu fordæmalaus hlýnunin er, auk þess sem höfundurinn segir að gögnin benda einnig til þess að hlýnunin nú eigi sér ekki fordæmi síðastliðin 6 þúsund ár.
Höskuldur Búi Jónsson, 20.5.2010 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.