30.5.2010 | 10:37
Nýr gestapistill | Orkusetur
Gestapistill eftir Sigurð Inga Friðleifsson framkvæmdastjóra Orkuseturs var birtur á loftslag.is í dag. Pistillinn fjallar um nýja reiknivél sem gerir notendum kleift að reikna út eldsneytisnotkun bifreiða, m.a. með tilliti til kostnaðar og losun á CO2.
Árið 2020 hefur verið notað sem viðmiðun í áætlunum ríkja í loftlagsmálum og stefna ríki að mismunandi miklum samdrætti fyrir þann tíma. Ef miðað er við meðallíftíma bifreiða þá er ljóst að langstærstum hluta bifreiða sem nú er á götum landsins verður skipt út fyrir árið 2020. Ef neytendur velja bifreiðar með t.d. 20% lægra útblástursgildi þá er ljóst að samdráttur í útblæstri frá samgöngum verður kringum 20% minni fyrir árið 2020.
Nánar má lesa um þetta á loftslag.is; Orkusetur | Ný reiknivél.
Tengt efni á loftslag.is:
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.