Sjávarstöðubreytingar

Hérna má sjá hvernig sjávarstaðan hefur breyst frá um 1870. Gögnin frá 1993 eru beint frá gervihnöttum. Það er að sjálfsögðu einhver óvissa í þessum mælingum sérstaklega fyrir 1993. En þarna sést að sjávarstöðubreytingar eru meiri nú en fyrir 1993. Núna hækkar sjávarstaðan um 3,32 mm á ári, en fyrir 1993 er talið að sjávarstaðan hafi hækkað um 1,7 mm á ári frá 1870.

Tengt efni á loftslag.is:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvað með tímabilið 870-1500 þegar Ísland kólnaði úr hlýju akur- og skóglendi og niður í kaldar gresjur og sanda?

Geir Ágústsson, 17.6.2010 kl. 11:38

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Í pistlinum stendur: "Núna hækkar sjávarstaðan um 3,32 mm á ári"

Gera menn sér grein fyrir því að hér er verið að fullyrða um árlega hækkun sjávarborðs með upplausn sem nemur aðeins  broti af þvermáli mannshárs? 

Gervihnettirnir eru í 1300 km hæð, eða 1.300.000.000 mm hæð...

Eru þessir vísindamenn með fullum fimm ef þeir fullyrða svona nokkuð?

 http://waynesword.palomar.edu/images/hair3.jpg

 Mannshár er um það bil 0,1 mm í þvermál.

Ágúst H Bjarnason, 17.6.2010 kl. 15:41

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Geir, það er ekki talið að sjávarstöðubreytingar hafi verið miklar á því tímabili almennt, en þó ber að geta þess að það eru alltaf sveiflur í sjávarstöðunni, þó ekki sé talið að það hafi verið í líkingu við núverandi breytingar.

Ágúst, þetta er kannski orðað með full mikilli nákvæmni hjá okkur, en þetta eru rúmlega 3 mm á ári núna, sem hefur í för með sér yfir 30 cm sjávarstöðu hækkun á 100 árum, sem er t.d. innan þeirra gilda sem IPCC telur að sjávarstaðan hækki fyrir 2100, sem er um á bilinu 5-59 cm (ef ég man rétt). Nýlegar rannsóknir um mögulega hækkun sjávarstöðu eru nokkuð hærri en áætlanir IPCC gerir ráð fyrir, t.d. gerir ein rannsókn ráð fyrir möguleikanum á 0,5-1,4 m hækkun sjávarstöðu til ársins 2100. Önnur rannsókn gerir ráð fyrir 0,8-2,0 m hækkun sjávarstöðu til ársins 2100.

Sjá nánar hér.

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.6.2010 kl. 16:06

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Til upplýsingar er hér aðeins meira um sjávarstöðubreytingarnar; Spurt og svarað um sjávarstöðubreytingar

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.6.2010 kl. 16:16

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég skaut þessari athugasemd inn þar sem ég er nokkuð fróður um ratsjártækni eins og þá sem notuð er frá gervihnötttum og þau vandamál og skekkjuvalda sem við er að eiga. Oft hef ég ýmist dáðst að mælinákvæmnininni sem gefin er upp, eða kannski frekar furðað mig á henni.    - Hvað um það, það skiptir mig ekki máli. Oft er maður að deila um keisarans skegg þegar maður rýnir í aukastafi. 

Reyndar hef ég líka mælt sjálfur hæð sjávarborðs með radartækni, en úr miklu minni hæð en frá gervihnöttum. Sjórinn er líka svokallaður jarðsjór eða geothermal brine .  - Sjór í iðrum jarðar. 

Varðandi gervihnetti þá vann ég eitt sinn við að mæla brautir gervihnatta , þ.e. að mæla og tímasetja braut þeirra séð frá Reykjavík.   Þetta var liður í að meta áhrif efri laga lofthjúpsins á brautir þeirra, þ.e. það drag sem þeir verða fyrir. Þetta var fyrir margt löngu...

Ágúst H Bjarnason, 17.6.2010 kl. 23:32

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst, ég segi bara takk fyrir athugasemdina, það má alveg örugglega orða þetta öðruvísi, einnig með skekkjuvöldum (hef einhvers staðar séð þetta orðað sem 3,2 mm +/- 0,4 mm, sem er þó merkilega mikil nákvæmni hjá þeim hjá vísindamönnunum sem stunda þessar rannsóknir). Við erum einmitt að fara í að yfirfara ýmislegt efni á loftlag.is á næstunni og þ.a.l. bara jákvætt að fá efnislega gagnrýni ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 18.6.2010 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband