18.6.2010 | 16:35
Hafísútbreiðslan í maí
Fréttin hér undir er af loftslag.is, sjá Hafís | Maí 2010. Það er ekki úr vegi að rifja hana upp í sambandi við þessa frétt mbl.is.
...
Hafísútbreiðslan á norðuskautinu minnkaði verulega í maí eftir að hafa verið mikil í apríl. Hitastigið var yfir meðallagi sem hefur væntanlega haft áhrif á útkomuna. Undir lok mánaðarins var útbreiðslan orðin nærri því sem var í maí 2006, sem er það lægsta sem mælst hefur fyrir lok maí mánaðar. Greiningar sérfræðinga frá Háskólanum í Washington reikna með að ísrúmmálið hafi haldið áfram að minnka miðað við síðastliðin ár. Það er hins vegar of snemmt að segja til um það hvort að útbreiðsla hafíssins verði minni í september, en árið 2007, þegar það var minnst frá því mælingar hófust. Það fer mikið eftir aðstæðum í sumar, þ.e. veðurfari og vindi á næstu mánuðum.
Hafísútbreiðsla um mánaðarmótin maí-júní 2010. Miðgildið er merkt með bleikri línu. Hafísútbreiðslan er 500.000 ferkílómetrum undir meðaltalinu 1979-2000.
Þróun hafíss 2010, viðmiðun við meðaltal 1979-2000 og einnig 2006 og 2007.Samanburður á útbreiðslu hafís í maímánuði, eftir árum. Eins og sjá má er línuleg minnkun í þróun útbreiðslu hafíssins.Hitafrávik fyrir maí 2010. Hitastigið var víðast 2°-5°C yfir meðaltalinu í mánuðinum.
Frávik í rúmmáli hafíss síðan 1979. Í maímánuði var rúmmálið minnst fyrir mánuðinn síðan mælingar hófust.
Heimildir:
- NSIDC.org - hafísinn maí 2010
- Allar myndirnar eru af heimasíðu NSIDC
- Helstu sönnunargögn
- NASA | Heitasta 12 mánaða tímabilið
- Hitastig árið 2009
- Tag - Hafís
- Ísbirnir við hnignandi hafís
- Er hafís Norðurskautsins að jafna sig?
- Síðbúið vetrarhámark hafíssins á norðurhveli
Hafís þokast nær landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.