25.6.2010 | 11:03
Er CO2 mengun?
Hér er endurbirt færsla af loftslag.is frá því í vetur (sjá Er CO2 mengun?)
Í umræðunni um loftslagsmál heyrist oft sú fullyrðing að CO2 sé ekki mengun, því það sé náttúrulegt og nauðsynlegt fyrir líf á jörðinni. Gott og vel, það hljómar sem mjög skynsamleg rök og satt best að segja þá finnst manni við fyrstu sýn að þetta sé gott og gilt.
Skilgreining
Hér er skilgreining á mengun:
mengun -ar KVK: -skaðlegar breytingar í umhverfinu, einkum vegna umsvifa mannsins, geta haft áhrif á heilsufar manna og lífríkið
Skoðum þessa skilgreiningu aðeins betur lið fyrir lið:
- Skaðlegar breytingar í umhverfinu: Nú er vitað að aukning á CO2 er að valda loftslagsbreytingum og súrnun sjávar
.
Í júlí árið 2008 kom út skýrsla fyrir Umhverfisráðuneytið um Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi og þar er eftirfarandi texti:
Margir ólíkir þættir geta valdið breytingum á náttúrulegum kerfum. Sumir eru af mannavöldum en þó ekki loftslagstengdir. Sem dæmi um slíka þætti má nefna hnignun landgæða, skógareyðingu, mengun og vöxt þéttbýlis. Áhrif slíkra þátta þarf að greina frá áhrifum loftslagsbreytinga. Þegar jörðin er skoðuð í heild sinni er líklegt að loftslagsbreytingar af mannavöldum hafi þegar haft merkjanleg áhrif á umhverfi og mörg vistkerfi
Höldum áfram:
- Vegna umsvifa mannsins: Einnig er vitað að aukningin á CO2 er af völdum bruna jarðefnaeldsneytis og landnotkunar, þ.e. af mannavöldum
.
Höldum áfram:
- Hafa áhrif á heilsufar manna og lífríki: Vísindamenn sýna daglega fram á það með nýjum rannsóknum að loftslagsbreytingar eða súrnun sjávar hafa áhrif á heilsufar manna og lífríkið
Hér eru nýlegar fréttir um áhrif á lífríki:
- Fewer Migratory Birds in Dutch Woods Due to Climate Change
- Fisheries and Aquaculture Face Multiple Risks from Climate Change
- Hypoxia Tends to Increase as Climate Warms
- Scientists Map Speed of Climate Change for Different Ecosystems
- Butterflies Reeling from Impacts of Climate and Development
Í fyrrnefndri skýrslu umhverfisráðuneytisins segir ennfremur um tengsl við heilsufar:
Einnig má merkja áhrif loftslagsbreytinga á þætti tengda heilsufari, svo sem á dauðsföll vegna sumarhita í Evrópu, frjókornaofnæmi utan hitabeltisins á norðurhveli jarðar og smitleiðir farsótta á sumum svæðum
Niðurstaða
Það skiptir ekki máli, þegar verið er að skilgreina eitthvað efni sem mengandi, hvort það er til í náttúrunni eða ekki. Það að magn CO2 hefur aukist það mikið af völdum manna að það er farið að skaða umhverfið vistkerfin og þar með farið að hafa neikvæð áhrif á heilsu manna og dýra. Í núverandi magni er CO2 nú þegar talið vera orðið mengandi efni og farið að hafa töluverð áhrif á samfélag manna og lífríkis.
Að lokum má benda á að Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (Environmental Protection Agengy EPA) skilgreindi CO2 sem mengun í fyrsta skipti í fyrra.
Ítarefni:
Umhverfisstofnun Íslands: Hnattræn mengun
Skýrslan sem gefun var út fyrir Umhverfisráðuneytið: Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi
Vísindavefurinn: Er hægt að eyðileggja jörðina með mengun?
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA), um mengandi gróðurhúsalofttegundir: Endangerment and Cause or Contribute Findings for Greenhouse Gases under the Clean Air Act
Tengt efni af loftslag.is:
- Hvað er kolefnisfótspor?
- Þess vegna hækka gróðurhúsalofttegundir hitastig
- Orkusetur | Ný reiknivél
- Hagfræði og loftslagsbreytingar
- CO2 áhrifamesti stjórntakkinn
Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 8% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:09 | Facebook
Athugasemdir
Auðvitað má horfa CO2 sem mengun en hún er kannski ekki sú hættulegasta það má slást við hana og þegar við náum að minnka hana þá jafnar andrúmsloftið sig á henni með tímanum. Ég er einhverja hluta vegna alltaf hræddari við þessi tilbúnu efni (kemísk) sem ekki finnast í náttúrunni þessu dælum við út bæði í andrúmsloft og sjó og hugsum ekki mikið um það
Alli Dan (IP-tala skráð) 25.6.2010 kl. 23:00
Það eru margskonar efni sem okkur ber að halda í lágmarki frá því að losa í andrúmsloft eða í sjó að mínu mati og alveg sjálfsagt að minnast á þau líka. T.d. eru sumar lofttegundir sem koma frá kælitækjum um 1.000 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegundir en CO2 (en eru þó í mun minna magni í andrúmloftinu en CO2). En sú staðreynd að önnur efni séu hættuleg í náttúrunni (bæði meiri og minni áhrif en CO2), minnkar í sjálfu sér ekki þau neikvæðu áhrif sem aukið magn CO2 í andrúmsloftinu og í sjónum, getur haft á vistkerfi jarðar, eins og færslan hér að ofan fjallar um.
Sveinn Atli Gunnarsson, 26.6.2010 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.