Spár um lágmarksútbreiđslu hafíss í ár

Undanfarin ár hafa nokkrir vísindamenn og áhugamenn um hafís Norđurskautsins gefiđ út spár um ţađ hvernig útbreiđsla hafíss verđur háttađ í lok sumarbráđnunar. Ţetta er meira til gamans gert en alvöru, en einnig er ţetta nokkur keppni milli ţeirra sem taka ţátt – til ađ sýna fram á ađ ţeirra ađferđ til ađ spá um hafísútbreiđslu sé best. Ţess ber ađ geta ađ sá sem ţetta skrifar hefur ekki mikla trú á slíkum spám – ţví allt of mikiđ getur gerst sem hefur áhrif á útbreiđsluna – en ţađ er gaman ađ prófa og sjá spádómsgáfurnar.

Hér fyrir neđan er nýjasta spáin, sem gefin var út 22 júní síđastliđinn, en lesa má um spána hér – September Sea Ice Outlook: June Report

Spár um hafísútbreiđslu (mynd frá http://www.arcus.org/search/seaiceoutlook). Smelltu á myndina til ađ stćkka.

Ţess ber ađ geta ađ til ađ taka ţátt í ţessari spá, ţá ţurftu menn ađ senda inn tölur í lok maí, en síđan ţá hefur margt gerst og bráđnun hafíssins komist á mikiđ skriđ.

Flestir virđist spá ţví ađ útbreiđslan verđi mitt á milli ţess sem hún var áriđ 2008 (um 4,7 milljónir ferkílómetra*) og 2009 (5,4 milljónir ferkílómetra), en fyrir ţá sem ekki vita ţá var lćgsta útbreiđsla sem mćlst hefur áriđ 2007 (um 4,3 milljónir ferkílómetra).

Hér má sjá ţróunina undanfarin ár:

Hafísútbreiđsla í september frá 1979-2009 sýnir stöđuga hnignun (mynd National Snow and Ice Data Center - NSIDC).

Til ađ setja hámarksútbreiđsluna undanfarna áratugi í sögulegt samhengi ţá er hér línurit sem sýnir útbreiđsluna undanfarna hálfa öld eđa svo – sumarútbreiđslan er neđsti hluti hverrar árstíđasveiflu á línuritinu:

Ţađ er ţví greinilegt ađ ţađ eru miklar sveiflur á milli ára og margt getur gerst á stuttum tíma.

Stađan ţegar ţetta er skrifađ er sú ađ útbreiđslan í dag er minni en hún var metáriđ 2007, fyrir sömu dagsetningu:

Hafísútbreiđsla 24 júní 2010

Ađ auki er rúmmál hafíssins ţađ lćgsta sem hefur veriđ undanfarna áratugi, samkvćmt útreikningum Polar Science Center:

Rúmmál hafíss Norđurskautsins samanber útreikninga fyrir 18 júní 2010. Smella á mynd til ađ stćkka.

Hvađ gerist í framhaldinu er óljóst, vindar og skýjahula spila mikla rullu – auk hitastigs sjávar og lofts ţar sem hafísinn er. Ţykkt og dreifing rćđur miklu og óteljandi ţćtti hćgt ađ taka inn í spárnar.

Mín spá:

Ég ákvađ lauslega áđur en ég hóf ađ skrifa ţessa fćrslu ađ líta eingöngu á eitt og miđa mína spá út frá ţví – ţ.e. leitninni undanfarna ţrjá áratugi. Ef ég hefđi gert ţađ ţá hefđi spá mín orđiđ sú ađ lágmarksútbreiđsla eftir sumarbráđnun yrđi sirka svipuđ og í fyrra (5,4 milljónir ferkílómetra) – sem er svipađ og margir af sérfrćđingunum spá. Svo ákvađ ég ađ taka inn í reikningin bráđnunina undanfarinn mánuđ og ţá stađreynd ađ útbreiđslan nú er minni en áriđ 2007 – sem var metáriđ. Einnig tek ég međ í reikninginn ađ rúmmal hafíssins hefur hreinlega hríđminnkađ undanfarna mánuđi og ţví ćtti ađ vera ljóst ađ ţađ ćtti ađ ţurfa minna til ađ bráđnun nái sér á strik enn frekar. Auk ţess erum viđ stödd núna á ári sem verđur mögulega ţađ heitasta frá upphafi mćlinga.

Ţví spái ég hér međ ađ lágmarksútbreiđsla hafíss verđi sambćrileg viđ metáriđ 2007 – ţ.e. ađ ţađ verđi í kringum4,3 milljónir ferkílómetra í lok sumarbráđnunar.

Ég vil ađ lokum skora á sem flesta til ađ skrifa spá sína hér fyrir neđan og rökstuđning. Allt í gamni ađ sjálfsögđu.

*Hér er miđađ viđ tölur frá NSIDC og má búast viđ lokatölum í október í haust. Bíđum spennt.

- - -

Viđ viljum gjarnan fá spár varđandi ţetta í athugasemdir á loftslag.is og vísum ţví í athugasemdakerfiđ viđ fćrsluna ţar, sjá Spár um lágmarksútbreiđslu hafíss í ár 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband