27.6.2010 | 10:50
Spár um lágmarksútbreiđslu hafíss í ár
Undanfarin ár hafa nokkrir vísindamenn og áhugamenn um hafís Norđurskautsins gefiđ út spár um ţađ hvernig útbreiđsla hafíss verđur háttađ í lok sumarbráđnunar. Ţetta er meira til gamans gert en alvöru, en einnig er ţetta nokkur keppni milli ţeirra sem taka ţátt til ađ sýna fram á ađ ţeirra ađferđ til ađ spá um hafísútbreiđslu sé best. Ţess ber ađ geta ađ sá sem ţetta skrifar hefur ekki mikla trú á slíkum spám ţví allt of mikiđ getur gerst sem hefur áhrif á útbreiđsluna en ţađ er gaman ađ prófa og sjá spádómsgáfurnar.
Hér fyrir neđan er nýjasta spáin, sem gefin var út 22 júní síđastliđinn, en lesa má um spána hér September Sea Ice Outlook: June Report
Ţess ber ađ geta ađ til ađ taka ţátt í ţessari spá, ţá ţurftu menn ađ senda inn tölur í lok maí, en síđan ţá hefur margt gerst og bráđnun hafíssins komist á mikiđ skriđ.
Flestir virđist spá ţví ađ útbreiđslan verđi mitt á milli ţess sem hún var áriđ 2008 (um 4,7 milljónir ferkílómetra*) og 2009 (5,4 milljónir ferkílómetra), en fyrir ţá sem ekki vita ţá var lćgsta útbreiđsla sem mćlst hefur áriđ 2007 (um 4,3 milljónir ferkílómetra).
Hér má sjá ţróunina undanfarin ár:
Til ađ setja hámarksútbreiđsluna undanfarna áratugi í sögulegt samhengi ţá er hér línurit sem sýnir útbreiđsluna undanfarna hálfa öld eđa svo sumarútbreiđslan er neđsti hluti hverrar árstíđasveiflu á línuritinu:
Ţađ er ţví greinilegt ađ ţađ eru miklar sveiflur á milli ára og margt getur gerst á stuttum tíma.
Stađan ţegar ţetta er skrifađ er sú ađ útbreiđslan í dag er minni en hún var metáriđ 2007, fyrir sömu dagsetningu:
Ađ auki er rúmmál hafíssins ţađ lćgsta sem hefur veriđ undanfarna áratugi, samkvćmt útreikningum Polar Science Center:
Hvađ gerist í framhaldinu er óljóst, vindar og skýjahula spila mikla rullu auk hitastigs sjávar og lofts ţar sem hafísinn er. Ţykkt og dreifing rćđur miklu og óteljandi ţćtti hćgt ađ taka inn í spárnar.
Mín spá:
Ég ákvađ lauslega áđur en ég hóf ađ skrifa ţessa fćrslu ađ líta eingöngu á eitt og miđa mína spá út frá ţví ţ.e. leitninni undanfarna ţrjá áratugi. Ef ég hefđi gert ţađ ţá hefđi spá mín orđiđ sú ađ lágmarksútbreiđsla eftir sumarbráđnun yrđi sirka svipuđ og í fyrra (5,4 milljónir ferkílómetra) sem er svipađ og margir af sérfrćđingunum spá. Svo ákvađ ég ađ taka inn í reikningin bráđnunina undanfarinn mánuđ og ţá stađreynd ađ útbreiđslan nú er minni en áriđ 2007 sem var metáriđ. Einnig tek ég međ í reikninginn ađ rúmmal hafíssins hefur hreinlega hríđminnkađ undanfarna mánuđi og ţví ćtti ađ vera ljóst ađ ţađ ćtti ađ ţurfa minna til ađ bráđnun nái sér á strik enn frekar. Auk ţess erum viđ stödd núna á ári sem verđur mögulega ţađ heitasta frá upphafi mćlinga.
Ţví spái ég hér međ ađ lágmarksútbreiđsla hafíss verđi sambćrileg viđ metáriđ 2007 ţ.e. ađ ţađ verđi í kringum4,3 milljónir ferkílómetra í lok sumarbráđnunar.
Ég vil ađ lokum skora á sem flesta til ađ skrifa spá sína hér fyrir neđan og rökstuđning. Allt í gamni ađ sjálfsögđu.
*Hér er miđađ viđ tölur frá NSIDC og má búast viđ lokatölum í október í haust. Bíđum spennt.
- - -
Viđ viljum gjarnan fá spár varđandi ţetta í athugasemdir á loftslag.is og vísum ţví í athugasemdakerfiđ viđ fćrsluna ţar, sjá Spár um lágmarksútbreiđslu hafíss í ár
Meginflokkur: Vísindi og frćđi | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook