14.7.2010 | 09:12
Athyglisverð myndbönd
Okkur langar að minnast á 3 myndbönd sem að við höfum birt nýlega á loftslag.is. Myndböndin eru með ólíka nálgun við efnið og athyglisverð hvert á sinn hátt.
- - -
Fyrst er það myndband frá Greenman3610 (Peter Sinclair) sem að þessu sinni er á öðrum nótum en venjulega. Yfirleitt eru myndbönd hans nokkuð kaldhæðin og mjög gagnrýnin á afneitunariðnaðinn. Í þessu myndbandi skoðar hann hinsvegar hvernig þjóðaröryggismál eru tengd loftslagsmálunum. Bandaríkjaher hefur m.a. skoðað hugsanlegar afleiðingar fyrir þjóðaröryggismál í tengslum við loftslagsbreytingar eins og þær sem spár gera ráð fyrir í framtíðinni. Sérfræðingar þeirra skoðuðu m.a. leitnina og hvað hún segði okkur. Fróðlegur vinkill, sem getur þó verið ógnvekjandi á köflum.
Sjá má myndbandið á loftslag.is - Loftslagsbreytingar og þjóðaröryggismál
- - -
Næst koma léttar vangaveltur frá David Mitchell um loftslagsbreytingar. Mitchell er annar helmingur gamanþáttanna Mitchell and Webb, sem einhverjir kunna að kannast við.
Sjá má myndbandið á loftslag.is - David Mitchell fjallar um loftslagsbreytingar
- - -
Að lokum er viðtal við Naomi Oreskes, sem er rithöfundur og prófessor í sögu og vísindafræðum við Kalíforníu Háskóla, San Diego. Hún ræðir stuttlega um efni bókar sinnar, Merchants of Doubt: How a Handful of Scientist Obscure the Truth about Climate Change. Þessi bók hefur fengið ágæta dóma og hefur sá sem þetta ritar hug á að nálgast hana við tækifæri. Við höfum áður sýnt myndband með henni, frá fyrirlestri sem hún flutti fyrr í vor, sjá hér.
Sjá má myndbandið á loftslag.is - Kaupmenn vafans
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Myndbönd | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.