Góðar fréttir

Það eru góðar fréttir ef stefnt verður að meiri samdrætti á losun gróðurhúsalofttegunda í framtíðinni. Vonandi verður eitthvað úr  þessum háleitu markmiðum. 

Koldíoxíð er aðal gróðurhúsalofttegundin sem losuð er vegna athafna mannsins. Hlutfall koldíoxíðs í andrúmsloftinu er mælt í hlutum á hverja milljón (ppm, parts per million). Hlutfallið var 280 ppm fyrir iðnbyltinguna en er nú komið í u.þ.b. 390 ppm. Þegar búið er að bæta áhrifum annarra gróðurhúsalofttegunda eins og t.d. metans, þá er hægt að reikna sig fram að svokölluðum jafngildings áhrifum, sem eru sambærileg við koldíoxíðsáhrifinn (allir þættir lagðir saman), þá eru áhrifin á við um 440 ppm af koldíoxíði í lofthjúpnum.

Sjá nánar, Aðal gróðurhúsalofttegundin

Það hafa ýmsir möguleikar verið viðraðir sem mögulegar lausnir við loftslagsvandanum. Hægt er að skipta mótvægisaðgerðunum (lausnunum) í þrjá hluta. Í fyrsta lagi eru lausnir sem stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda,  svo er það kolefnisbinding og í þriðja lagi eru það loftslagsverkfræðilegar (geoengineering) aðferðir sem snúa að því að kæla jörðina. 

Sjá nánar,  Lausnir og mótvægisaðgerðir

Tengt efni á loftslag.is:

 


mbl.is Hvetja til meiri samdráttar í losun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband