Styðjum prófessor John Abraham

Prófessor John Abraham, sá er hrakti málflutning Lord Monckton varðandi loftslagsmál í glærusýningu hefur nú lent í stormi Monckton o.fl. aðila. Abraham tók fullyrðingar Lord Monckton varðandi loftslagsmál og skoðaði þær í kjölin, með það fyrir augum að sjá hvort gögnin sem hann vitnaði í væru rétt og hvort eitthvað væri til í því sem Monckton heldur fram um loftslagsmál. Við mælum með glærusýningu Abraham – sem er virkilega afhjúpandi hvað varðar rökleysur Moncktons, (sjá nánar Abraham á móti Monckton). Í kjölfarið hefur Monckton svarað fyrir sig, bæði í einhverskonar skýrslu sem hann gaf út og á heimasíðu Anthony Watts (sem er þekktur “efasemdarmaður”). Hann virðist ekki ætla að fara þá leið að vera málefnalegur, heldur ræðst hann að manninum og stofnun þeirri sem hann vinnur við, Háskólann í St Thomas, Minnesota. Í pistli á heimasíðu Watts, gefur hann upp netfang Dennis J. Dease sem er yfirmaður við háskólann í St. Thomas og biður lesendur um að þrýsta á að kynning Abraham verði fjarlægð. Þessi aðferðafræði með að gefa upp netfang til þúsunda lesenda og þannig reyna að hafa áhrif á yfirvöld skólans þykir mörgum ekki mjög heiðarleg og hefur því verið gerð einhverskonar undirskriftarsöfnun til styrktar John Abraham. Á heimasíðu Hot-Topic er hægt að lesa nánar um þetta og skrifa undir í athugasemdir, síðan í gær hafa yfir 700 skrifað undir, sjá nánar Support John Abraham. Einnig hefur Facebook verið virkjuð til hins sama, sjáPrawngate: Support John Abraham against Monckton’s bullying. Sá er þetta skrifar hefur tekið þátt á báðum stöðum og langar að hvetja lesendur hér til hins sama.

Tengdar færslur á loftslag.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sælir.

Getur verið að það vanti þennan hlekk hjá ykkur?

Þetta greinargerð Moncktons sem nauðsynlegt er að lesa.

Response to John Abraham, by Cristhopher Monckton

Smella hér til að lesa.

Ágúst H Bjarnason, 16.7.2010 kl. 15:32

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Nei, ég hafði það nú ekki sérstaklega með, en takk fyrir tengilinn. Þú ert vonandi búinn að horfa á það hvernig Monckton's "vísindalega" nálgun hefur verið hrakinn. Sjá tengil í textanum.

En þetta er kannski nauðsynleg lesning, fyrir þá sem vilja fá smá innsýn í hugarheim Monckton.

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.7.2010 kl. 16:10

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst: varstu búinn að lesa eftirfarandi, úr skýrslu Monktons. Ég drep niður í texta Moncktons:

So unusual is this attempt actually to meet us in argument, and so venomously ad hominem are Abraham’s artful puerilities, delivered in a nasal and irritatingly matey tone (at least we are spared his face — he looks like an overcooked prawn), that climate-extremist bloggers everywhere have circulated them and praised them to the warming skies.

Well, like Abraham, Monbiot’s a “scientist.” Trouble is, he’s a fourteenth-rate zoologist, so his specialty has even less to do with climate science than that of Abraham, who nevertheless presents himself as having scientific knowledge relevant “in the area.”

So most scientists — the snake-like Abraham and, a fortiori, the accident-prone Monbiot among them…

[Abraham] is not only an ignoramus, but a cheat and a liar.

Ég bætti áherslunum við, en ég veit ekki alveg hvað maður á að segja um svona orðalag eins og Monckton ber fyrir sig...

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.7.2010 kl. 20:34

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Svatli.

Þetta er dálítið undarlegt.

Ég opnaði skjalið sem ég vísaði á
Response to John Abraham, by Cristhopher Monckton

Lét síðan Acrobat Professional 8 forritið leita að nokkrum óvenjulegum orðum úr tilvitnuninni:

 venomously

 nasal

 artful

 matey

 overcooked

o.fl.

Alltaf kom svarið: "Acrobat has finished searching the document. No matches were found".

Svo prófaði ég nokkur algeng orð eins sem ég vissi að voru í skjalinu:

Abraham

false

rebuttal

university

Og þá fann Acrobat helling.

Hvernig stendur á þessu?

Á hvaða blaðsíðu í Response to John Abraham, by Cristhopher Monckton er tilvitnunin  "So unusual is this attempt actually to meet us in argument, and so venomously ad hominem are Abraham’s artful puerilities, delivered in a nasal...."  sem ég finn ekki með hjálp "Find" í Acrobat"?

Ég nota Acrobat Professional 8 sem á auðvelt með að finna orð í texta.

Hvað á maður að segja um svona orðalag? Það er ekki fallegt, en hvers vegna finn ég það ekki ?

Ágúst H Bjarnason, 18.7.2010 kl. 22:27

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þú verður að afsaka það kæri Ágúst að þetta er annarsstaðar frá, sjá hér, orð Moncktons engu að síður, ég gerði mistök (er alveg maður til að viðurkenna það).

Engu að síður er búið að hrekja vísindalega nálgun hans, þar sem hann (vísvitandi?) fer með rangt mál og það finnst mér vera mjög athugavert, fyrir utan svo að hann á síðu Anthony Watts hvetur lesendur til hefja tölvupóst herferð á St. Thomas Háskóla og gefur upp netfang yfirmanns þar. Það er fyrir neðan allar hellur.

Sveinn Atli Gunnarsson, 18.7.2010 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband