9.8.2010 | 12:44
10 vísar hnattrænnar hlýnunar
Nú nýverið kom út skýrsla NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) um ástand loftslags fyrir árið 2009. Í henni koma meðal annars fram 10 greinileg ummerki þess að hitastig Jarðar sé að hækka. Yfir 300 vísindamenn, frá 160 rannsóknateymum í 48 löndum tóku þátt í gerð skýrslunnar en þar er einnig staðfest að síðasti áratugur hafi verið sá heitasti frá upphafi mælinga.
Skýrslan er byggð á umfangsmiklum gögnum frá ýmsum áttum (gervihnettir, veðurbelgir, veðurstöðvum á landi, skip, baujur og staðbundnar rannsóknir) og skilgreina höfundar tíu mælanlega þætti sem vísa á hnattrænar breytingar í hitastigi. Hver þessara vísa hefur breyst í samræmi við hnattræna hlýnun. Sjö eru að aukast: lofthiti yfir landi, yfirborðshiti sjávar, lofthiti yfir sjó, sjávarstaða, hitainnihald sjávar, raki og hitistig í veðrahvolfinu. Þrír þeirra sína minnkun: hafís Norðurskautsins, jöklar og snjóhula að vori á Norðurhveli Jarðar.
Sjá nánar á loftslag.is; 10 vísar hnattrænnar hlýnunar
Tengdar færslur á loftslag.is
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Breytt s.d. kl. 15:18 | Facebook
Athugasemdir
Getur hitastig aukist? Þú átt væntanlega við að það hafi hækkað?
Emil Örn Ásgeirsson (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 14:59
Takk fyrir ábendinguna, ég er búinn að laga þetta. Við höfum þetta í huga í framtíðinni.
Loftslag.is, 9.8.2010 kl. 15:18
Ég hefði sagt já, hitastig getur aukist. Hitastig er mælikvarði á hreyfiorku og hreyfiorka getur aukist.
- Sævar
Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 9.8.2010 kl. 19:52
Ég lagaði þetta áðan og ég verð að viðurkenna að ég er í vafa núna. Kannski er best að Höski skoði þetta þegar honum gefst tækifæri til þess, þetta er nú einu sinni hans texti og kannski rangt af mér að vera að skipta mér af þessu :)
Sveinn Atli Gunnarsson, 9.8.2010 kl. 20:08
Jörðin hefur hitnað undanfarin ár en það hafa líka aðrar plánetur. Ekki er mannkynið með CO2 spúandi verksmiðjur þar. Hvað er ykkar skoðun? Er ekki líklegt að sama fyrirbæri sé að valda hlýnun hér og annars staðar í sólkerfinu?
http://www.livescience.com/environment/070312_solarsys_warming.html
Karl Jóhann Guðnason, 9.8.2010 kl. 20:49
Skýrslan sjáf er gríðamikið plagg. Svo stórt að enginn nennir að lesa það
224 blaðsíður og 110 Mb. Sjá hér.
Ítarlega gagnrýni (64 bls.) má lesa hér.
-
Mun styttri útgáfu (10 bls.) af skýrslunni má lesa hér.
Gagnrýni á stuttu útgáfuna má lesa hér.
-
Sjá einnig umfjöllun hér og hér.
-
Það er ekki síður fróðlegt að lesa gagnrýnina en skýrsluna sjálfa.
Ágúst H Bjarnason, 9.8.2010 kl. 22:49
Karl Jóhann:
Þessi mýta (sem þú nefnir) miðar að því að halda því fram að þar sem aðrar reikistjörnur (og tungl) í sólkerfinu séu að hlýna, þá hljóti utanaðkomandi öfl að valda hlýnuninni þar og á jörðinni – þ.e. Sólin.
Það er þrennt sem er rangt við þessa mýtu:
1. Ekki eru allar reikistjörnur að hlýna, sumar eru að kólna.
2. Sólin hefur ekki sýnt aukna virkni.
3. Það eru aðrar skýringar á því af hverju sumar reikistjörnur eru að hlýna.
Sjá nánar; Aðrar reikistjörnur í sólkerfinu eru að hlýna
Sveinn Atli Gunnarsson, 9.8.2010 kl. 22:50
Ágúst ertu að vitna í bloggara sem hafa gagnrýnt skýrsluna, Jo Nova og Anthony Watts?
Sveinn Atli Gunnarsson, 9.8.2010 kl. 22:52
Varðandi umræðuna um hækkun eða aukningu á hitastigi þá þarf að gera greinarmun á hugtökunum hiti (hitastig) og varmi, jafnvel vermi.
Með því að googla þessi orð saman ( hiti varmi vermi ) er hægt að finna ýmsar skýringar á hugtökunum.
http://www.google.is/search?q=hiti+varmi+vermi&ie=utf-8&oe=utf-8&aq=t&rls=org.mozilla:en-US:official&client=firefox-a
Ágúst H Bjarnason, 9.8.2010 kl. 23:12
Sólin hefur ekki verið eins virk í 8000 ár eins og hún var á síðustu áratugum nýliðinnar aldar. Samkvæmt vísindmönnum hjá virtri stofnun sem kennd er við Max Plank.
The Sun is More Active Now than Over the Last 8000 Years
An international team of scientists has reconstructed the Sun's activity
over the last 11 millennia and forecasts decreased activity within a few
decades.
The activity of the Sun over the last 11,400 years, i.e., back to the end of
the last ice age on Earth, has now for the first time been reconstructed
quantitatively by an international group of researchers led by Sami K.
Solanki from the Max Planck Institute for Solar System Research
(Katlenburg-Lindau, Germany). The scientists have analyzed the
radioactive isotopes in trees that lived thousands of years ago. As the
scientists from Germany, Finland, and Switzerland report in the current
issue of the science journal "Nature" from October 28, one needs to go
back over 8,000 years in order to find a time when the Sun was, on
average, as active as in the last 60 years. Based on a statistical study of
earlier periods of increased solar activity, the researchers predict that the
current level of high solar activity will probably continue only for a few
more decades....
http://www.universetoday.com/10000/most-active-sun-in-8000-years/
http://www.mpg.de/english/illustrationsDocumentation/documentation/pressReleases/2004/pressRelease20041028/genPDF.pdf
Auðvitað hefur það ekki haft neit áhrif á hitastig jarðar... Sólin er nebbnilega svo langt í burtu, eða þannig...
Ágúst H Bjarnason, 9.8.2010 kl. 23:21
Sniðugt að lesa fréttatilkynninguna frá Solanki og félögum Ágúst (gerðirðu það?), þar stendur m.a.:
Svo er líka tengill í PDF skjalinu með fréttatilkynningunni á meira efni um þessi áhrif, þar stendur m.a.:
Í þriðja lagi langar mig að benda á þetta hér, þar stendur m.a.:
Sveinn Atli Gunnarsson, 9.8.2010 kl. 23:43
Hlýnun eður ey. Á sýðustu 3 árum er áberandi meiri hlýindi og veðursæld hér á höfuðborgarsvæðinu gamla rokrassinum en áður. Aðeins man ég eftir miklum hlýindum sem nú árið 1960 síðan upp og niður þar til nú. Ég er sannfærður um að heimurinn allur er að breytast, veðurfarslega séð, sjá fréttir flóð þar sem aldrei sást vatn áður, þurrkar þar sem allt var á floti áður, óveður, fellibylir o.s.f. Sýnir hvað mannskepnan er í raun vanmáttug gagnvart náttúrunni og eðli hennar en sýnir alltaf sama hrokann sem síðar mun eyða henni með stæl. Tek fram að ég er utan trúfélaga svo það myndar ekki tengls við skoðanir mínar á veðurfarsbreytingum almennt. Kv.
Aðalbjörn steingrímsson (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 00:02
Hlýnun eður ey. Á sýðustu 3 árum er áberandi meiri hlýindi og veðursæld hér á höfuðborgarsvæðinu gamla rokrassinum en áður. Aðeins man ég eftir miklum hlýindum sem nú árið 1960 síðan upp og niður þar til nú. Ég er sannfærður um að heimurinn allur er að breytast, veðurfarslega séð, sjá fréttir flóð þar sem aldrei sást vatn áður, þurrkar þar sem allt var á floti áður, óveður, fellibylir o.s.f. Sýnir hvað mannskepnan er í raun vanmáttug gagnvart náttúrunni og eðli hennar en sýnir alltaf sama hrokann sem síðar mun eyða henni með stæl. Tek fram að ég er utan trúfélaga svo það myndar ekki tengls við skoðanir mínar á veðurfarsbreytingum almennt. Kv.
Aðalbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 00:04
Svatli, þú kannast kannski við blað sem kallast Nature? Ég veit ekki hvaða álít þú hefur á blaðinu.
24 október 2004 birtist í Nature greinin sem fjallað er um í "fréttatilkynningunni".
Unusual activity of the Sun during
recent decades compared to the
previous 11,000 years
S. K. Solanki 1), I. G. Usoskin 2), B. Kromer 3), M. Schussler1 & J. Beer 4)
1) Max-Planck-Institut fu¨r Sonnensystemforschung (formerly the Max-Planck-
Institut fu¨r Aeronomie), 37191 Katlenburg-Lindau, Germany
2) Sodankyla¨ Geophysical Observatory (Oulu unit), University of Oulu,
90014 Oulu, Finland
3) Heidelberger Akademie der Wissenschaften, Institut fu¨r Umweltphysik,
Neuenheimer Feld 229, 69120 Heidelberg, Germany
4) Department of Surface Waters, EAWAG, 8600 Du¨bendorf, Switzerland
Inngangur:
"Direct observations of sunspot numbers are available for the past
four centuries1,2, but longer time series are required, for example,
for the identification of a possible solar influence on climate and
for testing models of the solar dynamo. Here we report a
reconstruction of the sunspot number covering the past 11,400
years, based on dendrochronologically dated radiocarbon concentrations.
We combine physics-based models for each of the
processes connecting the radiocarbon concentration with sunspot
number. According to our reconstruction, the level of solar
activity during the past 70 years is exceptional, and the previous
period of equally high activity occurred more than 8,000 years
ago.We find that during the past 11,400 years the Sun spent only
of the order of 10% of the time at a similarly high level of
magnetic activity and almost all of the earlier high-activity
periods were shorter than the present episode. Although the
rarity of the current episode of high average sunspot numbers
may indicate that the Sun has contributed to the unusual climate
change during the twentieth century, we point out that solar
variability is unlikely to have been the dominant cause of the
strong warming during the past three decades....
Greinina sem birtist í Nature má lesa með því að smella hér.
Hvaða álit hefur þú á þessu blaði Nature?
Ágúst H Bjarnason, 10.8.2010 kl. 06:55
Svo er það greinin Sun is more active than for a millennium í Physical Review Letters.
Sjá meðal annars umfjöllun í NewScientist.
---
Sjá sjálfa greinina hér.
http://spaceweb.oulu.fi/~kalevi/publications/Usoskinetal_2003_PRL.pdf
Þessi mynd fylgir greininni í New Scientist:
Ágúst H Bjarnason, 10.8.2010 kl. 07:55
Ágúst, ég kannast við tímaritið Nature, gott tímarit og þar er líka hægt að finna margar góðar greinar um loftslagsmál :)
Mig langaði bara að benda á að þrátt fyrir þessa virkni sólar síðustu 60 ár, samkvæmt þessari grein, þá er ekki talið að virkni sólar hafi verið drífandi afl á bak við hlýnunina síðustu 30-35 ára. Á þeim tíma hefur virkni sólar frekar farið minnkandi og hún hefur verið í lágdeyðu að undanförnu. En eins og kemur fram í grein Nature sem þú sjálfur vitnar í:
Sveinn Atli Gunnarsson, 10.8.2010 kl. 08:35
Ágúst: Að auki er rétt að benda þér á að lesa færslu á loftslag.is um þátt sólarinnar í núverandi hlýnun - sjá Mýta: Hlýnunin nú er af völdum sólarinnar
Höskuldur Búi Jónsson, 10.8.2010 kl. 09:28
Það er dálitið merkilegt, reyndar ánægjulegt, að í styttri skýrslunni 2009 - The State of the Climate - Highlights er hvergi minnst á CO2.
Í þessum bæklingi er ekki heldur minnst á að núverandi hnatthlýnun sé okkur mönnunum að kenna, frekar en álíka hnatthlýnun sem var fyrir árþúsundi.
Að minnsta kosti tókst mér ekki að finna það ...
Batnandi mönnum er best að lifa
Ágúst H Bjarnason, 10.8.2010 kl. 10:17
Ágúst: Þessi skýrsla er um ástand mála, hún er m.a. um það að hitastig sé hátt og hefur farið hækkandi og svo eru nefndir fleiri fróðlegir þættir. Þessi skýrsla fjallar í raun ekki um orsakavaldinn sem slíkan, en það er annars gott að þú ert ánægður með þessa skýrslu þar sem að það kemur margt fróðlegt fram í henni :)
Sveinn Atli Gunnarsson, 10.8.2010 kl. 10:50
PS. Kannski væri líka áhugavert að benda á hina færsluna, sem kom í kjölfar þessarar, sem er m.a. á loftslag.is og fjallar um þátt manna í hlýnuninni, sjá 10 vísar um þátt manna í hnattrænni hlýnun, fyrir þá sem vilja fræðast nánar um það.
Sveinn Atli Gunnarsson, 10.8.2010 kl. 11:18
Mín skoðun óháð því hvað nýjustu skýrslur segja er sú að aukið CO2 hafi vissulega leitt til langtímahlýnunnar á síðustu 100 árum. Hinsvegar finnst mér varla hægt að horfa fram hjá því að mikil sólvirkni á 20. öld hefur þar hjálpað til. Líklegt er að þau áhrif séu enn til staðar að einhverju leyti vegna þess að aukavarminn sem kom frá sólinni varðveitist í höfunum og hefur jákvæð áhrif á hita jarðar í mörg ár eftir að sólvirknin fer minnkandi. Höfin eru jú þess eðlis að þau bregðast mun seinna við utanaðkomnum breytingum heldur en landmassinn.
Sveiflur í hlýnun síðustu 100 fara vel saman við það sem hefur gerst í höfunum á sama tíma en þar skiptir máli hvar og hvernig hlýr yfirborðssjór blandast köldum sjó úr undirdjúpunum. Hlýnun á Íslandi og nágrenni síðustu 15 ár tengist t.d. mjög hversu hlýr suðlægur yfirborðssjór hefur verið áberandi hér síðan 1995. Sterk fasaskipti í Kyrrahafinu um 1977 eru síðan sennileg skýring á því hvers vegna hlýnun jarðar tók kipp næstu áratugi þar á eftir þrátt fyrir minnkandi sólvirkni. Sá hlýnunarkippur er merkilegur og varasamt að kenna eða þakka honum algerlega auknu CO2 eða líta svo á að þar með séu áhrif sólvirkninnar úr sögunni.
Emil Hannes Valgeirsson, 10.8.2010 kl. 11:36
Það er rétt hjá þér Emil, það er óþarfi að gera lítið úr áhrifum sólarinnar. En það virðist þó ekki vera hægt að útskýra hlýnun síðustu ca. 30 ára með virkni sólar og þar af leiðandi má heldur ekki gera lítið úr gróðurhúsaáhrifunum. Þetta er svo fyrir utan allar sveiflurnar í loftslaginu, sem eru og munu halda áfram að vera til staðar. Ég tek einnig undir með þér að aukning CO2 hefur væntanlega nú þegar haft langtímaáhrif og tel ég að þau áhrif muni væntanlega hafa áframhaldandi áhrif til hlýnunar í framtíðinni.
Sveinn Atli Gunnarsson, 10.8.2010 kl. 12:19
Það er í rauninni grátbroslegt hversu fljótt ármenn kapitalismans bregða við til varnar gegn allri kenningu um að sóun og subbuskapur græðginnar hafi haft skaðleg áhrif á veðurfar.
Það jafgildir í þeirra huga ragnarökum mannkynsins að gæta hófs og stöðva neyslubrjálsemina sem nært hefur kapitalismann gegn um alla sögu hans.
Árni Gunnarsson, 10.8.2010 kl. 13:41
Menn eru sjálfsagt nokkuð sammála um að eftirfarandi þættir koma við sögu þegar rýnt er í hækkun á mældu hitastigi jarðar undanfarna öld. Jafnvel þegar til lengri tíma er litið.
Höfum það í stafrófsröð til að gera ekki upp á milli atriða:
Innri sveiflur, m.a. í hafinu.
Koltvísýringur, metan, o.s.frv.
Mæliskekkja og óvissa í mælingum.
Sólin, heildarútgeislun UV útgeislun, sólvindur, ...
Xxxx, eitthvað annað...?
Sem sagt, þetta var listað upp í stafrófsröð og þess gætt að skrifa engar tölur um mikilvægi hvers þáttar.
Hve þungt hver þáttur vegur hef ég ekki minnstu hugmynd um. Sjálfsagt veit það enginn með vissu, því þá væru menn ekki að deila. Farsælast er að skoða þessi mál af áhuga og með opnum huga. Útiloka ekki neitt og velta öllum mögulegum og ómögulegum hugsanlegum skýringum upp. Vera jákvæður og forðast neikvæðni í samskiptum og rökræðum. Hafa gaman af þessu og njóta þess að grúska...
-
Einu sinni fyrir langa löngu var uppi maður sem þótti vitur. Margt skynsamlegt hefur verið eftir honum haft. Meðal annars þetta:
- Ekki trúa neinu ef þú hefur bara heyrt um það.
- Ekki trúa neinu ef það er aðeins orðrómur, eða eitthvað sem gengur
manna á milli.
- Ekki trúa neinu sem er í þínum trúarbókum.
- Ekki trúa neinu sem kennarar þínir, eða þeir sem eru þér eldri segja þér
í krafti valds síns.
- Ekki trúa á aldagamlar venjur.
- En, ef þú kemst að raun um, eftir skoðun og greiningu, að það kemur
heim og saman við heilbrigða skynsemi og leiðir gott eitt af sér,
þá skalt þú meðtaka það og lifa samkvæmt því.
Þessi maður var Gautama Búdda sem var líklega uppi um 563 til 483 fyrir Krists burð.
Mér finnst þetta óneitanlega nokkuð skynsamlegt hjá gamla manninum...
Ágúst H Bjarnason, 10.8.2010 kl. 13:49
Við höfum einmitt haft þessi atriði í huga Ágúst, ekkert nýtt þarna, en takk fyrir samt :)
En við viljum bara ekki gera lítið úr því atriði sem 97% þeirra sem rannsaka þessi mál telja vera veigamest varðandi núverandi hlýnun, sem er einmitt losun gróðurhúsalofttegunda. Svo ekki sé minnst á súrnun sjávar.
En já, ég er alltaf til í jákvæðni - hann var væntanlega skynsamur hann Búdda :D
Sveinn Atli Gunnarsson, 10.8.2010 kl. 13:56
Samkvæmt IPCC þá er skiptingin svona yfir helstu áhrifaþætti loftslagsbreytinga frá 1750 til dagsins í dag (2006-2007 væntanlega):
Þrátt fyrir að Sólin eigi einhvern þátt í hlýnuninni frá því á Litlu Ísöld, þá er hún lítil miðað við þátt gróðurhúsalofttegunda. Það sést sérstaklega vel ef skoðaðar eru breytingar í sólvirkni til dagsins í dag borið saman við hitabreytingar:
Höskuldur Búi Jónsson, 10.8.2010 kl. 14:04
Á loftslag.is er færsla sem sýnir breytingu í geislunarbúskap síðustu aldar sem gæti útskýrt helstu áhrifaþættina (sjá Af hverju kólnaði um miðja síðustu öld?), þar er t.d. þessi mynd:
Þegar þessir þættir eru lagðir saman og bornir saman við hitabreytingu síðustu aldar fæst þessi mynd:
Mér finnst þetta nokkuð borðleggjandi, þótt vissulega sé verið að ofmeta t.d. þátt stórra eldgosa til kólnunar þegar þau verða.
Höskuldur Búi Jónsson, 10.8.2010 kl. 15:12
Mér finnst þetta samt ekki svo borðleggjandi, neðri myndin hér að ofan skýrir t.d. ekki hitatoppinn um 1940 og kólnunina í kjölfarið. Mig grunar að IPCC horfi framhjá því sem við skulum kalla innri sveiflur í hafinu, en ég hef einmitt verið dálítið upptekinn af þeim þætti eins og einhverjir hafa kannski tekið eftir. IPCC hefur skýrt pásuna í hlýnun jarðar á árunum 1940-1975 útfrá auknum loftörðum sem mér finnst dálítið hæpið. Ég geri mér vonir um IPCC viðurkenni þátt áratugasveflna í hafinu og sjái þannig ljósið.
Emil Hannes Valgeirsson, 10.8.2010 kl. 15:41
Emil: Heldurðu að það myndi hafa í för með sér einhverjar dramatískar breytingar á skilning manna á ástæðum loftslagsbreytinga - eða erum við að tala um 5-10% áhrif?
Talandi um IPCC þá er það samantekt á þekkingu sem safnast hefur og byggir á því sem vísindamenn sjálfir eru að skrifa - IPCC "viðurkennir" ekki eitt né neitt - ef það er í vísindagreinum þá verður eflaust fjallað um það í næstu skýrslu
Höskuldur Búi Jónsson, 10.8.2010 kl. 15:57
Ósköp er ég hræddur um að "97% þeirra sem rannsaka þessi mál" kunni að hafa rangt fyrir sér og að náttúran slái á fingur þeirra með langvarandi kuldakasti á næstu árum og áratugum. Ég er hræddur um það vegna þess að kuldinn er miklu verri en hlýindin sem við njótum nú um þessar mundir. Sagan hefur kennt okkur það.
Vona þó innilega að óþarfi sé að óttast að menn hafi rangt fyrir sér. Megi þessir 97% vísindamanna hafa rétt fyrir sér... Þá mun ég verða fjarska glaður...
Ágúst H Bjarnason, 10.8.2010 kl. 16:21
Ég viðurkenni fúslega að ég fer frjálslega með orðalag varðandi IPCC.
Ástæður loftslagsbreytinga er væntanlega nokkuð ljósar og ég hef ekkert út á þær að setja. En ef innri sveiflur í hafinu hafa merkjanleg áhrif þá gæti það þýtt minni hlýnun á næstu áratugum en annars hefði orðið ef rétt er að PDO sé kominn í kaldan fasa og ekki síður ef AMO fer færi einnig í kalda fasann á næstunni. Ef við hugsum í enn lengri tíma, t.d í 100 árum, þá ættu þessar sveiflur þó ekki að hafa áhrif á langtímahlýnun því einnig koma tímabil þar sem höfin ýta undir hnattræna hlýnun … Svo er aldrei að vita nema eitthvað sé til í þessu með sólina sem Ágúst er oft að benda á og að við séum enn að njóta góðs af mikilli sólvirkni síðustu 100 ár.
Við skulum samt gera ráð fyrir að vísindamenn starfi af heiðarleika og miðli sinni bestu þekkingu.
Emil Hannes Valgeirsson, 10.8.2010 kl. 16:34
Ágúst: Ég vona að þessi 97% hafi rangt fyrir sér...þó ég hafi ekki séð margt (ef nokkuð) sem bendir til þess. Það myndi gleðja mig.
Mig langar líka að taka undir með Emil, þetta með heiðarleika vísindamannanna og að þeir vinni og miðli út frá sinni bestu þekkingu. Ég tel það líklegra en ekki að svo sé, enda vísindamenn efasemdarmenn af bestu gerð og þeir vilja einungis komast sem næst því sem rétt er (ef svo má að orði komast).
Það er ekki útilokað að við fáum tímabil þar sem hlýnun hægir á sér, eða jafnvel að við munum upplifa einhverja kólnun á einhverju tímabili (jafnvel áratug/i), enda er það eðlilegt að náttúrulegar sveiflur haldi áfram (enda margt fleira sem stjórnar hitastigi en CO2, eins og m.a. Ágúst hefur nefnt), nú sem fyrr. Að mínu mati má svo búast við því að undirliggjandi hlýnun muni koma fram til lengri tíma eins og Emil nefnir.
Sveinn Atli Gunnarsson, 10.8.2010 kl. 17:36
Emil: Ég hugsa að menn séu margir hverjir á svipaðri línu og þú - en miðað við þá þekkingu sem er til staðar nú, þá virðist þáttur Sólarinnar vera hverfandi (mig minnir að tölurnar um áhrif Sólarinnar frá iðnbyltingu sé um 10-15% - fer eftir rannsókn).
Hitt er annað að þó það komi tímabil stöðnunar í hlýnun, þá er það einungis huggun fyrir þá fáu sem myndu ekki lifa það þegar hlýnunin færi af stað aftur.
Við höfum skrifað lítillega um innri breytileika á loftslag.is - sjá Er hlýnunin af völdum innri breytileika?
Ágúst: Hefurðu eitthvað til að styðja skoðun þína um að það geti komið kuldakast og hversu alvarlegt myndirðu telja það verða (gott væri ef þú myndir vitna í einhverjar áreiðanlegar rannsóknir).
Ég get bent þér á færslu á loftslag.is þar sem því er vísað á bug að kuldakast sé yfirvofandi - sjá Lítil ísöld eða kuldaskeið er á næsta leiti.
Frá mínum bæjardyrum séð eru því pælingar þínar um hvort sé verra kuldinn (sem ekki getur komið) eða loftslagsbreytingarnar (sem eru fyrirsjáanlegar) rökvilla og til að afvegaleiða umræðuna.
Höskuldur Búi Jónsson, 10.8.2010 kl. 17:54
Höski Búi.
Ég ætla alls ekki að fara að deila um það hvort langvarandi kuldatímabil sé í nánd eða ekki. Það hefur ekki neinn tilgang. Við skulum bara bíða í fáein ár og líta þá til baka. Ég hef mínar grunsemdir og þú þínar. Við skulum bara vona það besta, hvor á sinn hátt. Þú vonar væntanlega að það kólni, en ekki ég.
Það er nú svo og svo er nú það...
Ágúst H Bjarnason, 10.8.2010 kl. 21:41
Smá vangaveltur...
Ágúst, biðin þín kemur aðeins til góða ef (og þetta er risastórt EF) losun gróðurhúsalofttegunda hefur ekki áhrif á hitastig að sama marki og núverandi þekking bendir til... Ef aftur á móti hlýnun heldur áfram af völdum aukina gróðurhúsaáhrifa vegna losunar gróðurhúsalofttegunda (eins og rannsóknir benda til)...ja, þá höfum við bara eytt meiri tíma í meiri bið í stað þess að leita lausna...og nógu löng er biðin orðin nú þegar. Mín skoðun (og reyndar margra annarra líka) er sú að við eigum að leita lausna til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, þar sem það er það sem núverandi þekking segir okkur að við ættum að huga að.
Ég hugsa að hvorugur okkar (Höski eða ég) sé sérstaklega heltekin af þeirri hugmynd að það þurfi að kólna til að sýna fram á eitt eða neitt, sama hvaða grunsemdir þú hefur Ágúst. Við byggjum okkar mál á þeirri vísindalegu þekkingu sem þykir best í dag og það sem við m.a. þurfum að fara að huga að eru lausnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, það duga engar úrtölur í þeim efnum. Það er ekki einungis til að reyna að draga úr langtíma hlýnun, heldur einnig til að reyna að draga úr súrnun sjávar, sem gæti hugsanlega haft slæm áhrif á vistkerfi sjávar.
Sveinn Atli Gunnarsson, 10.8.2010 kl. 23:31
Jamm jamm...
Ágúst H Bjarnason, 11.8.2010 kl. 07:02
Ágúst: Áhugavert að þú skulir halda að ég voni að það kólni, þegar augljóst er (ef þú lest það sem ég skrifa) að ég hef ekki séð neinar vísindalegar útlistanir á því að sá möguleiki sé fyrir hendi. Því er það í mínum huga rökvilla.
Einnig er það rökvilla að leggja orð í munn einhvers sem verið er að rökræða við. Ég gæti allt eins sagt að þú viljir að það hlýni, til þess að skógarhríslurnar þínar við sumarbústaðinn vaxi betur. En ef ég myndi segja þetta, þá væri ég að leggja þér orð í munn, sem ég hef reynt að forðast hingað til.
Höskuldur Búi Jónsson, 11.8.2010 kl. 10:58
P.S. þegar ég segi að það sé ekki í spilunum að það kólni, þá er ég að tala um næstu þúsund ár eða svo og ég er að tala um kólnun sem gæti orðið ansi óþægileg - þ.e. kólnun sambærileg við Litlu Ísöldina eða þaðan af verra. T.d. er kuldaskeið ísaldar ekki í kortunum næstu 50 þúsund ár, þrátt fyrir að dregið verði úr losun CO2 niður í núll á næstu áratugum. Sjá aftur Lítil ísöld eða kuldaskeið er á næsta leiti en þar er farið ítarlega í gegnum ýmsar rannsóknir sem sýna fram á þetta.
Að auki, Ágúst telur að þetta séu einhverjar grunsemdir hjá mér - það getur vel verið að það séu grunsemdir sem valda því að Ágúst telur að það muni kólna. Hjá mér eru það rannsóknir vísindamanna sem ég styðst við - ekki grunsemdir.
Höskuldur Búi Jónsson, 11.8.2010 kl. 11:14
En hvað segirðu Höski ef það kólnar nokkra áratugi niður í það sem var á jörðinni á árunum 1950-1970? Það flokkast að vísu ekki sem kuldaskeið en ef slíkt gerðist þá yrði það nægilega mikið bakslag til að setja alla umræðu hnattræna hlýnun í uppnám. Ég er ekki endilega að spá neinu svoleiðis en sumir telja það vel mögulegt.
Emil Hannes Valgeirsson, 11.8.2010 kl. 13:41
Ég skal þá éta hatt þinn með glöðu geði (eða mína húfu)
Við skulum þó íhuga hvað gæti valdið slíkri kólnun. Við sjáum ekki fyrir okkur að styrkur gróðurhúsalofttegunda eigi eftir að minnka - því þarf að koma eitthvað nægilega sterkt til að yfirskyggja þau áhrif.
1: Eitthvað þekkt (en óvænt). Þá er það eiginlega bara mikil eldvirkni og yfir langan tíma (meira en eitt Pinatubo eldgos á 2-3ja ára fresti).
2: Eitthvað óþekkt (en ólíklegt): Einhver innri breytileiki sem á eftir að koma fram vegna tregðu í höfunum og þá mögulega af völdum minnkandi sólvirkni undanfarna áratugi og hefur ekki enn komið fram. Miðað við breytingu í geislunarálagi frá sólinni (um 0,12 W/m2 frá 1750 til nútíma á sama tíma og breytingin er um 1,7 W/m2 frá 1750 fyrir CO2), þá þykir mér afskaplega ólíklegt að sólin næði að yfirskyggja hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda - þrátt fyrir uppsafnaða tregðu í einhvern tíma.
Varðandi að sumir telji slíka kólnun mögulega, þá hef ég þrátt fyrir allt ekki séð neitt sem gæti yfirskyggt gróðurhúsaáhrifin í nægilega miklu magni til að kæla Jörðina niður að því marki sem að þú segir. En jú, það er ljóst að öll umræða um hnattræna hlýnun myndi taka stakkaskiptum.
Höskuldur Búi Jónsson, 11.8.2010 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.