23.8.2010 | 12:10
Réttmæt spurning
Það er ánægjulegt að sjá að það er tekið viðtal við okkar helsta sérfræðing varðandi þessi mál, hann Halldór Björnsson. Þetta er spurning sem er réttmæt þar sem öfgar hafa verið nokkuð algengir þetta sumarið um heim allan, en eins og Halldór segir, þá getur tekið nokkurn tíma að yfirfara gögn varðandi þetta.
Á loftslag.is höfum við meðal annars velt vöngum yfir hitabylgjunni í Rússlandi, í þeirri færslu segir m.a.:
Loftslagsvísindamenn eru almennt séð frekar varkárir í yfirlýsingum sínum, þó fjölmiðlar eigi það til að blása slíkt upp. Því heyrir maður oft hjá þeim, að ekki sé hægt að tengja einstaka atburði sem þessa við hnattræna hlýnun, þótt keyrslur loftslagslíkana hafi einmitt bent á að slíkir atburðir verði sterkari við aukið hnattrænt hitastig. Tölfræðilega hefur reynst erfitt að henda reiður á það hvort hér sé um að ræða beina afleiðingu hnattrænnar hlýnunar til þess er náttúrulegur breytileiki of mikill.
Nánar er hægt að lesa um þetta á loftslag.is, Er að verða hnattræn veðurfarsbreyting?
Tengt efni á loftslag.is
Tilviljun eða merki loftslagsbreytinga? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Breytt s.d. kl. 13:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.