24.8.2010 | 09:18
Takmarkanir á útbreiðslu hafíss að vetrarlagi
Þeir sem hafa fylgst með þróun hafísútbreiðslu á Norðurskautinu hafa ugglaust tekið eftir því að grafið fyrir útbreiðsluna yfir allt árið er ósamhverft, sjá mynd 1.
Ef þetta graf er skoðað vandlega er hægt að greina að þegar hafísútbreiðslan er mest þá er toppurinn flatari heldur en þegar útbreiðslan er minnst (þ.e. dalurinn nær yfir styttri tíma en toppurinn). Það er einnig hægt að sjá aðra hlið á þessu í öðrum gögnum, til að mynda í því að hámarks hafísútbreiðslan hefur dregist hlutfallslega minna saman en lágmarks hafísútbreiðslan, sjá myndir 2 og 3.
...
Þessi munur á hegðun hafíssins eftir árstíma varð til þess að vísindamaðurinn Ian Eisenman fór að velta þessu nánar fyrir sér. Það er forvitnilegt að velta fyrir sér hvað hugsanlega getur valdið þessum mun og má lesa nánar um rannsóknir Eisenman á loftslag.is, Takmarkanir á útbreiðslu hafíss að vetrarlagi
Tengt efni á loftslag.is:
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.