Bráðnun jökla

Flestir jöklar hopa nú um stundir vegna hlýnunar jarðar. Þeir jöklar sem ekki eru að hopa eru vandfundnir, þó þeir séu til. Í gestapistli á loftslag.is ræðir Tómas Jóhannesson um bráðnun jökla og hækkun sjávarborðs, þar segir hann m.a.: 

Hlýnunar af mannavöldum gætir nú víða um heim og vekja afleiðingar hennar sífellt meiri athygli almennings og fjölmiðla. Sumar afleiðingarnar má segja að séu í stórum dráttum eins og búast mátti við á grundvelli fyrirliggjandi vísindarannsókna en aðrar hafa komið á óvart. Þar er um það að ræða að vísindamenn uppgötva fyrst með mælingum að veigamikil áhrif vaxandi styrks koldíoxíðs eða hlýnunar eru þegar komin fram án þess að spáð hafi verið fyrir um þessi áhrif. Þar má segja að jöklar hafi leynt á sér vegna þess að tvær af þremur óvæntustu uppgötvunum af þessum toga á síðustu árum hafa verið tengdar jöklabreytingum.

Sjá nánar á loftslag.is í gestapistIi eftir Tómas Jóhannesson, Jöklabreytingar og hækkun sjávarborðs heimshafanna.

Tengt efni á loftslag.is:


mbl.is Jöklarnir skreppa saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki einhver vísindmaður sem hefur tekið myndir af þessu, sem gæti birt myndir af þessu á netinu?

albert (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 12:00

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Afsakið, en ég átta mig ekki alveg á því hvaða myndum þú ert að leita eftir Albert? En mig langar að benda sérstaklega á tengilinn hér að ofan frá TED um myndskeið af hreyfingu jökla sem er mjög áhugaverður. Annars virðist vera ein mynd í fréttinni á mbl.is.

Sveinn Atli Gunnarsson, 25.8.2010 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband