7.9.2010 | 11:06
Hlýnun reikistjarna
Á loftslag.is er síða þar sem við höldum utan um ýmsar mýtur sem oft koma upp í umræðunni um loftslagsmál, þær eru af ýmsum gerðum og misdjúpar. Við mælum með að fólk skoði mýtusíðuna, en hér fyrir neðan er sýnishorn á einni mýtu sem stundum kemur upp í umræðunni:
Mýta: Aðrar reikistjörnur í sólkerfinu eru að hlýna.
Með þessari mýtu er því haldið fram að þar sem aðrar reikistjörnur (og tungl) í sólkerfinu séu að hlýna, þá hljóti utanaðkomandi öfl að valda hlýnuninni þar og á jörðinni þ.e. að hlýnunin sé af völdum Sólarinnar.
Það er þrennt sem er rangt við þessa mýtu:
- Ekki eru allar reikistjörnur að hlýna, sumar eru að kólna.
- Sólin hefur ekki sýnt aukna virkni.
- Það eru aðrar skýringar á því af hverju sumar reikistjörnur eru að hlýna.
Sjá nánar á loftslag.is, Hlýnun reikistjarna
Aðrar tengdar mýtur af loftslag.is
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.