11.9.2010 | 08:25
Minni bráðnun jökulbreiðanna
Nýjar rannsóknir benda til þess að bráðnun jökulbreiðanna á Grænlandi og Vestur-Suðurskauti sé minni en áður hefur verið áætlað.
Fylgst hefur verið með jökulbreiðunum með gervihnettinum GRACE frá árinu 2002, en hann nemur litlar breytingar í þyngdarsviði Jarðar. Þessar breytingar eru tengdar breytingum í massa Jarðar, þar með talið ís og vatn. Þegar ís bráðnar í jökulbreiðunum þá hefur það áhrif á þyngdarsviðið.
Með þetta að hliðarljósi, þá hafa fyrri áætlanir á bráðnun Grænlandsjökuls verið um 230 gígatonn á ári sem samsvarar um 0,75 mm hækkun í sjávarstöðu á ári. Fyrir Vestur-Suðurskautið voru fyrri tölur um 132 gígatonn á ári. Samkvæmt nýju mati, þá virðist sem þessar fyrri niðurstöður hafi ekki notað rétt mat á fargbreytingum við bráðnun jökulbreiðanna (e. glacial isostatic adjustment), en við bráðnun jökulbreiðanna þá lyftist landið upp vegna fargléttunar. Það mat hefur töluverð áhrif á heildarniðurstöðuna.
Nánar um þetta á loftslag.is; Minni bráðnun jökulbreiðanna.
Tengt efni á loftslag.is
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.