15.9.2010 | 08:27
Mótsagnarkennt eðli röksemda “efasemdarmanna” um hnattræna hlýnun
Það er eftirtektarvert að fylgjast með því hvernig rökfærslur þeirra sem kenna sjálfa sig við efasemdir, varðandi hlýnun jarðar af mannavöldum, breyta endalaust andmælunum og rökfærslum sínum. Ein afleiðing þess, er að þeir komast oft í mótsögn við sjálfa sig. Einn daginn er röksemdarfærslan sú, að núverandi hlýnun sé vegna sólarinnar, næst að hlýnun sé vegna náttúrulegra sveiflna, þar næst að plánetan sé að kólna og daginn eftir koma svo kannski rök um að það sé svo mikil óvissa í hitastigsmælingum að við vitum hvort sem er ekki, hvert hnattrænt hitastig er. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því mikla magni af mýtum sem hægt er að finna t.d. á loftslag.is.
...
Það má lesa nánar um þessar mótsagnir "efasemdarmanna" í nýrri færslu á loftslag.is:
Tengt efni á loftslag.is:
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Athugasemdir
"Eppur si muove" muldraði efasemdarmaðurinn mikli Galileo Galilei þegar hann yfirgaf rannsóknarréttinn, en "samdóma álit vísindamanna" á þeim tíma var allt annað.
Kannski er það sama eðli efasemdarmanna sem vaknar upp þegar þeir eru ekki sammála "samdóma áliti vísindamanna" í dag um hnatthlýnun af mannavöldum.
"Hýn snýst nú samt", sagði gamli maðurinn. "Efinn er faðir framfara" er einnig haft eftir honum.
Ágúst H Bjarnason, 15.9.2010 kl. 11:14
Galileo Galilei var vaskekta vísindamaður og mikill efasemdarmaður eins og vísindamenn eiga að vera (kemur m.a. fram í færslunni á loftslag.is), enda átti hann í höggi við afneitunarsinna kirkjunnar... Kannski eru einhver líkindi á milli afneitunar fortíðar og nútíðar Ágúst, allavega eru rökleysur notaðar í báðum tilfellum.
Sveinn Atli Gunnarsson, 15.9.2010 kl. 12:17
Þegar ég hugsa nánar út í það, þá eru líkindin með afneitunarsinnum fortíðar og nútíðar kannski nokkur. Í báðum tilfellum er vísindalegri nálgun afneitað og reynt er að finna rök fyrir því að ekki megi breyta núverandi hugsunarhætti um stöðuga heimssýn, hvort sem það er af trúarlegum, persónulegum eða pólitískum ástæðum, svo dæmi séu tekin (ekki ósvipað kirkjunnar mönnum á tímum Galileo)...
Annars hef ég skrifa um þessu líkt áður, þar kom m.a. eftirfarandi fram:
Sjá nánar Rökleysur loftslagsumræðunnar
Sveinn Atli Gunnarsson, 15.9.2010 kl. 13:59
Jamm - mér finnst merkilegast þegar nútíma "efasemdamenn" vilja láta líkja sig við Galileo. Ég hef nefnilega alltaf staðið í þeirri meiningu að Galileo hafi verið vísindamaður og notað vísindaleg rök í sínum málflutningi. Það er gjörólíkt þeim sem nú kalla sig "efasemdamenn" og efast um hnattræna hlýnun Jarðar af mannavöldum (hið sama á við um þá sem eru efasemdamenn um þróunarkenninguna, svo dæmi sé tekið).
Höskuldur Búi Jónsson, 15.9.2010 kl. 16:12
Óttinn við það sem við tekur ef raska þarf viðteknum skoðunum um ósnertanlega hraðferð hagvaxtarins er sterkur aflgjafi eins og óttinn í öllum sínum aðskiljanlegu birtingarmyndum hefur alltaf verið.
Og einn þáttur í þessu er svo tilhneigingin í þá veru að drepa því á dreif að oftar en skyldi er reiknaður hagvöxtur byggður á óljósu uppgjöri forsenda. Og ævinlega varast að nefna þá vondu staðreynd að skelfilegir atburðir á einu svæði skapa/örva mjög gjarnan hagvöxt á fjarlægum svæðum.
Og m.a.o. Líklega hefur það verið ljótt af Andra Snæ og Þorfinni Guðnasyni, að ógleymdum Sigurði Gísla Pálmasyni að múra inn í listræna kvikmynd niðurlægingu heillar þjóðar, helstu valdsmanna hennar og margra einstaklinga annara.
Og sýna svo átakanlega hvernig jafnvel börnin voru misnotuð við að hylla fulltrúa þeirra reginafla sem nýta sér einfeldni vanþróaðra samfélaga.
Árni Gunnarsson, 16.9.2010 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.