Hafíslágmarkið - samanburður og myndir

Tilkynning um að hafíslágmarkinu hafi verið náð í ár, kom frá NSIDC í gær (miðvikudaginn 15. september). Hafísinn virðist hafa náð minnstri útbreiðslu þann 10. september í þetta skiptið. Útbreiðslan var sú þriðja minnsta frá því gervihnattamælingar byrjuðu. Aðeins árin 2007 og 2008 var útbreiðslan minni.

Þann 10. september var útbreiðsla hafíss 4,76 milljón km2. Þetta lítur út fyrir að vera lægsta gildi ársins og nú sé hafísútbreiðslan farin að aukast aftur.

Þetta er aðeins í þriðja sinn síðan byrjað var að mæla útbreiðsluna með gervihnöttum að útbreiðsla hafíssins fer undir 5 milljón km2, og í öllum tilfellum hefur það verið innan síðustu fjögura ára. Lágmarksútbreiðslan 2009 var 5,10 milljón km2, sú fjórða lægsta samkvæmt skráningum.

Heimildir:

Tengt efni á loftslag.is:


mbl.is Ísinn bráðnar óvenju hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ísinn gæti hafa náð sínu lágmarki í ár en þó held ég að það sé vissara að hinkra aðeins áður en lágmarki er lýst yfir. Þótt Norður-Íshafið sé byrjað að frjósa á sumum stöðum gæti ísinn enn verið að þéttast vegna sterkara vinda sem nú eru þarna norðurfrá.

Emil Hannes Valgeirsson, 16.9.2010 kl. 09:40

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Útbreiðsla íshellunnar virðist vera að vaxa, þegar hún er í lágmarki. Eru samsvarandi vísbendingar um að hiti hafi farið lækkandi ?

 

 

2007: 4.130.000 km2………..- 10,8% frávik frá meðaltali

2008: 4.520.000 km2………..-   2,3%

2009: 5.100.000 km2………..+10,2%

2010: 4.760.000 km2………..+  2,9%

Meðaltal: 4.627.500 km2

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.9.2010 kl. 09:47

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Emil, það getur svo sem ýmislegt gerst enn þá, sjáum til hvernig þróunin verður. NSIDC ákvað allavega að tilkynna um að lágmarkinu væri náð.

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.9.2010 kl. 10:02

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Loftur þú velur að skoða aðeins síðustu 4 árin...það er undarleg nálgun. Þú tekur vafalítið eftir því að í greininni er mynd sem sýnir meðaltalið fyrir árin 1979-2000, skoðaðu þá mynd betur. Fyrir utan svo að rúmmál hafíssins hefur farið minnkandi öll árin (það sama á við í ár).

Hitastig í heiminum fer hækkandi (tímabilið jan-ágú 2010 er það hlýjasta fyrir það tímabil síðan mælingar hófust).

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.9.2010 kl. 10:03

5 Smámynd: Arnar Pálsson

Við tölfræðigreiningar dugir ekki að velja eftir á hvað maður vill skoða.

Maður verður að ákveða fyrirfram, hvað þú ætlar að skoða (t.d. stærð íshellu yfir 40 ára tímabil). Það er ekki hægt að kíkja á gögnin og forma síðan tilgátur eftir á...

Arnar Pálsson, 16.9.2010 kl. 13:36

6 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það er dálítið merkilegt að miðað skuli við hafísárið mikla 1979, eitt kaldasta ár 20. aldar og látið eins og ísinn þá hafi verið eitthvað venjulegt sem miða ætti við. Annars eru það mikil gleðitíðindi að ísinn minnki. Á víkingaöld, þó ekki sé farið lengra aftur var hann miklu minni og sé farið lengra aftur, t.d. til tíma forn- Grikkja, hafa trúlega bæði norðaustur- og norðvesturleiðir verið færar mikinn hluta ársins.

Vilhjálmur Eyþórsson, 16.9.2010 kl. 20:33

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er nú bara miðað við þegar gervihnattamælingar byrjuðu, ekkert flókið við það og hafísinn hefur minnkað í takti við hækkandi hitastig, sem er talið vera hækka vegna aukins styrks gróðurhúsalofttegunda. Það sést mikill munur á síðustu árum og meðaltali 1979-2000, eins og sést á grafinu hér að ofan (þannig að það er ekki miðað beint við árið 1979 eingöngu).

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.9.2010 kl. 20:40

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Við hljótum að vera þakklát fyrir meðan landsins forni fjandi heldur sig fjarri landinu.

Ágúst H Bjarnason, 16.9.2010 kl. 21:21

9 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst, þetta fjallar ekki um okkar eigin forna fjanda, heldur um bráðnun hafíss á Norðurskautinu. Hafísútbreiðslan er sú þriðja minnsta í ár miðað við mælingar fyrri ára (sem er í samræmi við hækkandi hitastig síðustu ára og áratuga), og með hækkandi hitastigi er hætt við að enn meiri bráðnun hafíss verði á næstu árum og áratugum miðað við fyrri ár.

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.9.2010 kl. 21:37

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

"Sínum augum litur hver silfrið".   Það sem mér finnst jákvætt finnst öðrum neikvætt. Kannski líka öfugt.

Ágúst H Bjarnason, 17.9.2010 kl. 06:25

11 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst, ég lít það ekki neikvæðum augum að okkar forni fjandi hugsanlega haldi sér fjarri, þannig að þú þarft ekkert að reyna að ýja að því að mínum hugmyndum jákvæðum eða neikvæðum varðandi það (það geta aldrei orðið annað en getgátur hjá þér hvort sem er). Ég benti þér bara vinsamlega á að við erum ekki að ræða það mál hérna, heldur þróun hafíss á Norðurskautinu.

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.9.2010 kl. 07:48

12 identicon

Landsins forni fjandi er ágætur fjarri ströndu, þar sem talið er að án hans gæti Golfstraumurinn farið norður yfir, og þá megum við harma voran hríðarbyl.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband