26.9.2010 | 13:53
RIFF - Hverfult haf - Kvikmyndadómur
Ég skellti mér á heimildarmyndina Hverfult haf (e. A Sea Change) í Hafnarhúsinu í gærkvöldi. Hverfult haf er sýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF og er hluti af þeim kvikmyndum sem eru í flokknum Nýr heimur, sjá nánarhér. Ekki veit ég hvernig aðrir bíógestir þekktu til súrnunar sjávar fyrir sýninguna, en ég hef allavega grunnþekkingu á því vandamáli og var búinn að hlakka lengi til að sjá þessa mynd, fróðlegt væri að heyra frá öðrum sem sáu eða eiga eftir að sjá myndina um þeirra upplifun.
Það sem mér fannst merkilegast við myndina, var þessi óbilandi áhugi Sven Huseby á vandamálinu súrnun sjávarog hugsanlegar afleiðingar þess í framtíðinni. Hann fléttar afastráknum sínum inn í söguna sem fulltrúi framtíðarinnar og skrifar póstkort og bréf til hans á meðan hann ferðast um heiminn og kynnir sér efnið nánar og myndar það einskonar ramma um efnið. Þannig er að sjálfsögðu reynt að ná til tilfinninga áhorfandans, en það þarf þó alls ekki að vera neikvætt. Það sem myndin skyldi eftir sig hjá mér var að súrnun sjávar er vandamál sem er nýlega komið á kortið hjá vísindamönnum og óvissa varðandi afleiðingarnar af því er mikil enn sem komið er. En það bendir þó sitthvað til þess að áhrif súrnunar sjávar geti orðið veruleg á afkomu sjávarlífvera, þar sem skeljar sumra sjávarlífvera sem mynda grunn vistkerfanna eru viðkvæmar fyrir súrnun sjávar. Þær lífverur sem eru í neðstu þrepum fæðukeðjunnar eru mikilvægar fyrir efri þrepin og þ.a.l. er óvissa varðandi verri afkomu þeirra og áhrif á vistkerfin í heild nokkur.
Ég fór á myndina í Hafnarhúsinu, það hús er í sjálfu sér ekki gert til bíósýninga og fannst mér á stundum erfitt að fylgjast með töluðu máli (myndin er á ensku og ótextuð). Ég geri fastlega ráð fyrir að skilyrði varðandi hljóðið verði betri á þeim sýningum sem verða í Bíó Paradís og Háskólabíói, þar sem það er í bíósölum sem eru gerðir til bíósýninga, hugsanlega með betri sætum líka.
Ekki ætla ég að gefa stjörnur, en ég mæli með myndinni fyrir alla, enda er súrnun sjávar eitthvað sem að við þurfum að spá í á Íslandi þar sem við erum fiskveiðiþjóð og lifum þ.a.l. á afurðum sjávar. Þrjár síðustu sýningarnar verða sem hér segir:
27.9
Bíó Paradís 3..kl. 18:00
27.9
Háskólabíó 2..kl. 22:00
28.9
Hafnarhúsið
kl. 20:00
Tengt efni á loftslag.is:
- RIFF Nýr heimur Hverfult haf (myndbrot úr myndinni)
- Noam Chomsky í beinni á Íslandi (hluti af RIFF)
- Súrnun sjávar áhrif á lífverur
- Hin yfirvofandi súrnun sjávar
- Heimildarmynd um súrnun sjávar (annað myndbrot úr Hverfult haf)
- Fræðsla um súrnun sjávar
- Súrnun sjávar hraðari en fyrir 55 milljónum ára
- Tag - Súrnun sjávar
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.