Noam Chomsky fyrirlestur – Loftslagsbreytingar af mannavöldum: Ákvarðanir til framtíðar

Ég tók þátt í pallborðsumræðum og hlýddi á fyrirlestur Noam Chomsky í Háskólabíói í gær. Það var fullt út úr dyrum, enda er mikill fengur að fá Noam Chomsky til að flytja fyrirlestur, þó svo það sé gert með hjálp nútímatækni þar sem hann var aðeins viðstaddur á tjaldinu í  bíóinu. Það kom fram í umræðunum að hann er væntanlegur til Íslands að ári, sem hlýtur að teljast fréttnæmt. Chomsky kom með fróðlegar vangaveltur, sem byggja á gagnrýnni hugsun, í umræðuna um efnahags- og þjóðfélagsmál, en einnig komu vel fram hans vangaveltur varðandi loftslags- og umhverfismál. Við vorum fjögur sem tókum þátt í pallborðsumræðunum og voru hin þrjú, Guðni Elísson, Irma Erlingsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir og þótti mér þeirra nálganir fróðlegar, alltaf fróðlegt að hlusta á gagnrýna umræðu. Pistillinn minn sem ég flutti á pallborðinu er hægt að nálgast á loftslag.is, fyrir þá sem vilja lesa hann. Chomsky virtist eftir hans nálgun að dæma, að einhverju leiti vera á sömu línu og ég sjálfur, sem var mjög fróðlegt fyrir mig og okkur hér að loftslag.is. Hann talaði um afneitun á vísindin almennt, einnig ræddi hann þá hættu sem er fólgin í því að gera ekkert varðandi umhverfis- og loftslagsmál, þar sem hann nefndi m.a. ytri þætti (e. externalities) sem eru þættir sem ekki eru taldir með þegar rætt er um kostnað varðandi hluti eins og losun CO2. Losun CO2 er ekki verðlögð beint en hefur þó kostnað í för með sér fyrir alla. En nóg um það í bili, á loftslag.is má lesa pistilinn sem ég flutti, ég hef bætt tenglum með efni sem tengist pistlinum í lokinn á færslunni fyrir þá sem vilja kynna sér málinn enn frekar.

Nánar á loftslag.is, Chomsky fyrirlestur – Loftslagsbreytingar af mannavöldum: Ákvarðanir til framtíðar

Ýmsar tengdar færslur á loftslag.is:

Að lokum er hér Heimasíða Noam Chomsky

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband