1.10.2010 | 13:28
Metan og metanstrókar
Hér fyrir neðan er brot úr endurbirtingu á umfjöllun um metan og metanstróka frá síðasta vori - sjá í heild á loftslag.is: Metan og metanstrókar
Metan gróðurhúsaáhrif og magn
Ein mikilvirkasta gróðurhúsalofttegundin er metangas CH4 (e. methane), en hún er um 25 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koldíoxíðs -CO2 (nýlegar rannsóknir benda reyndar til þess að hún sé jafnvel enn öflugri- sjá Örður auka virkni metans sem gróðurhúsalofttegund). En þótt metangas sé öflugra en CO2, þá er metan í mun minna magni en CO2 í andrúmsloftinu og því eru heildargróðurhúsaáhrif eða breyting í geislunarálagi metans (CH4) mun minna en frá CO2:
Metan losnar út í andrúmsloftið á margskonar hátt, t.d. við landbúnað (hrísgrjónarækt og frá búfénaði), sorpurðun og vinnslu jarðefnaeldsneytis. En það myndast einnig við náttúrulega súrefnisfyrrta rotnun lífrænna efna (t.d. í mýrum, sjávarsetlögum og í stöðuvötnum). Styrkur bæði CO2 og metans er nú meiri en verið hefur í a.m.k. 800 þúsund ár, eða eins langt aftur í tímann og hægt er að sjá út frá upplýsingum úr ískjörnum (sjá skýrsluna Antarctic Climate Change and the Environment).
[...]
Tengt efni af loftslag.is
- CO2 áhrifamesti stjórntakkinn
- Norðurskautsmögnunin
- Myndband: Ferðalag um frera jarðar
- Örður auka virkni metans sem gróðurhúsalofttegund
- Skýrsla um kostnað við bráðnun freðhvolfsins á Norðurslóðum
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.