7.10.2010 | 11:01
Eru úthöfin að hitna?
Sumir halda því fram að úthöfin séu hreint ekki að hlýna, þvert á móti þá séu þau að kólna. Þær fullyrðingar styðjast við gögn sem að sýna lítilsháttar kólnun í nokkur ár eftir 2004. Ef tekið er lengra tímabil, er greinilegt að úthöfin eru að hlýna, líkt og yfirborð Jarðar og veðrahvolfið.
Úthöfin þekja um 70% af yfirborði Jarðar og geyma um 80% af varmaorkunni sem er að byggjast upp á Jörðinni, því er hlýnun úthafanna ein af stóru vísbendingunum um hnattræna hlýnun Jarðar. Fullyrðingar um að úthöfin hafi kólnað lítillega undanfarin ár eru réttar. Fullyrðingar þar sem sagt er að hlýnun Jarðar hafi hætt vegna þess að úthöfin hafa kólnað eru rangar. Náttúrulegur breytileiki veldur því að hlýnun úthafanna er ekki í beinni línu. Þetta er ástæðan fyrir því að vísindamenn tala oftast nær um leitni þegar verið er að fjalla um loftslag yfirleitt 30 ár eða meir þannig að skammtíma sveiflur sem eru afleiðing af náttúrulegum breytileika hverfa (t.d. eru sveiflur í El Nino og La Nina stór þáttur í náttúrulegum breytileika í hitastigi sjávar).
[...]
Nánar á loftslag.is, Eru úthöfin að hitna?
Tengdar færslur á loftslag.is
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Athugasemdir
Er ekki líklegt að sjávarhiti sé vaxandi jafnt og þétt þegar djúpsjórinn er tekinn með í dæmið? Yfirborðshiti sjávar getur hins vegar sveiflast eftir því hversu mikið af köldum djúpsjó kemur upp, eins og gerist vegna El Nino og La Nina áhrifanna. Einnig hlýtur að skipta máli hversu mikið af hlýjum sjó berst t.d. hingað norður með Golfstraumnum.
Emil Hannes Valgeirsson, 7.10.2010 kl. 14:53
Jú, ég hygg að þú sért að hugsa þetta rétt - samanber færsluna Hlýnun djúpsjávar og sjávarstaða
Höskuldur Búi Jónsson, 7.10.2010 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.