Mýta - Geta vísindamenn spáð fyrir um loftslag?

Röksemdir efasemdamanna…

Þar sem nýmóðins tölvulíkön geta ekki með góðri vissu spáð fyrir um veðrið tvær vikur fram í tíman, hvernig getum við treyst tölvulíkönum sem eiga að spá fyrir um loftslag jarðar eftir hundrað ár?

Það sem vísindin segja…

Veður er sveiflukennt og erfitt að spá fram í tíman. Loftslag, aftur á móti er í raun meðaltal veðurs í langan tíma. Með því að taka tölfræði veðurs yfir langan tíma þá eyðast sveiflur, sem gera loftslagslíkönum kleyft að spá með góðu móti um loftslagsbreytingar framtíðar.

Þessi rök bera vott um misskilning á muninum á veðri, sem er sveiflukennt og óútreiknanlegt og loftslagi sem er tölfræðileg lýsing á veðri yfir ákveðið tímabil. Þetta er svipað því að geta ekki spáð með vissu hvort þorskarnir eða skjaldarmerkið koma upp þegar þú kastar upp krónu, en þú getur sagt með tölfræðilegri vissu líkurnar á því hvor hliðin kemur upp ef þú kastar nógu krónunni nógu oft. Ef við skoðum þetta út frá veðri, þá er ekki hægt að spá nákvæmlega hvaða leið ákveðin lægð fer, á meðan meðalhita og meðalúrkomu er hægt að áætla fyrir visst langt tímabil.

[...]

Nánar á loftslag.is, Mýta - Geta vísindamenn spáð fyrir um loftslag?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Vísindin eru mjög góð í að spá aftur í tímann og á slíkum baksýnis-spegils-hugmyndum leyfa þeir sér að fullyrða um framtíðina? Hvers vegna?

Jafnvel með prófgráðu frá heims-svika-skóla-stefnu upp á vasann?

Skóla-stefnu sem er fjármögnuð með skattpíningar-peningum þeirra sem í raun vita betur en blessuð skóla-óvissu-vísindin?

Eru Íslendingar ekki viðkvæmir fyrir að vera taldir heimskir og skilningslausir? Og sértaklega eftir vísindalegt langskólanám?

Brjóstvitið og náungakærleikur er ekki kennt í þessum dýru og ónothæfu skólum heimsins? Enda er hrun skóla-lygi heimsins stærsta vandamálið í dag. það gleymdist nefnilega að tengja vísinda-þekkinguna við raunveruleikann og mannlega þáttinn?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.10.2010 kl. 18:50

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er náttúrulega alltaf erfitt að spá í framtíðina, en þó þykir það nú nokkuð ljóst að hitastig mun hækka, spurningin er kannski meira hversu mikið. En þessar spár eru ekki byggðar á einhverjum óljósum hindurvitnum, heldur er það í samræmi við mælingar og rannsóknir á áhrifum þess að styrkur gróðurhúsalofttegunda stígur. Það væri heimskulegt að taka ekki mark á alvöru vísindum, þannig að svona tal sem virðist byggt á vankunnáttu á því hvað vísindi eru og hvað við höfum byggt á vísindum í gegnum tíðina er ekki góð nálgun að mínu mati. Náungakærleik er hægt að stunda samhliða vísindum og brjóstvit er ágætt (enda tel ég ekki að vísindamenn séu almennt illmenni eða vont fólk), en það eitt og sér dugir ekki til árangurs í þessum fræðum, þó það geti hjálpað til þegar reynt er að útskýra hlutina með þolinmæðina að vopni.

Ef færslan á loftslag.is er lesin, þá má sjá að þær spár sem hafa verið gerðar varðandi hækkandi hitastig fyrir 20 árum virðast hafa gengið nokkuð vel eftir.

Sveinn Atli Gunnarsson, 11.10.2010 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband