13.10.2010 | 12:23
Myndskeið af hreyfingu jökla
Með meiri þekkingu á jöklum, þá verður hægt að kortleggja jöklabreytingar vegna hnattrænnar hlýnunar enn betur. Það er því gott að þetta verkefni gengur vel. Það hafa verið reyndar fleiri leiðir til að skoða jöklabreytingar, m.a. ljósmyndun sem er merkilegt að því leiti að auðvelt er fyrir leikmenn að sjá breytingarnar.
Í myndbandi frá TED (sem sjá má á loftslag.is), sýnir ljósmyndarinn James Balog okkur myndskeið frá Extreme Ice Survey verkefninu, sem er net tímastilltra myndavéla sem taka upp hreyfingu jökla. Flestir jöklar eru að hopa og hop þeirra er talið vera skýrt merki um yfirstandandi loftslagsbreytingar. Í myndbandinu útskýrir Balog hvernig verkefnið fer fram. Hann sýnir hvernig breytingar á jöklunum verða sýnilegar þegar notast er við myndir þær sem fást með notkun myndavélanna í verkefninu. Það er áhugavert að sjá þann mismun sem er á jökuljaðrinum á milli ára, sem væri erfiðara sjá ef ekki væri notast við myndavélarnar í verkefninu. Nánar er hægt að lesa um James Balog og fá tengla á verkefnið, hér.
Myndbandið má sjá á loftslag.is, sjá Ted | Myndskeið af hreyfingu jökla, einnig má þar sjá stutt myndskeið frá Sólheimajökli, tekið á myndavél úr verkefninu.
Tengt efni á loftslag.is:
Meira en helmingur jöklanna kortlagður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.