23.10.2010 | 10:21
Áhætta þjóða misjöfn
Áhugaverð úttekt var gerð á vegum fyrirtækisins Maplecroft, sem er breskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í áhættugreiningu. Gerð var úttekt á því hvaða þjóðir væru í mestri áhættu af völdum loftslagsbreytinga á næstu 30 árum. Þeir tóku saman gögn úr yfir 40 rannsóknum og litu á ýmsa þætti sem geta haft áhrif við þær loftslagsbreytingar sem búist er við. Þættir eins og loftslagstengdar náttúruhamfarir, þéttleiki byggðar, fátækt og hversu háðar þjóðir eru landbúnaði auk þess hversu vel yfirvöld eru undir það búin að aðlagast loftslagsbreytingum.
Sem dæmi þá er Bangladesh ein af þeim þjóðum sem lenda í þeim hópi sem eru hvað viðkvæmust gagnvart komandi loftslagsbreytingum þá vegna þéttleika byggðar, fátæktar og miklum líkum á flóðum (sjá t.d. sjávarstöðubreytingar). Indland lendir í öðru sæti vegna þéttleika byggðar en mörg ríki Asíu lenda í flokki þeirra sem eru viðkvæmust.
Meðal þjóða sem taldar eru líklegastar til að þola loftslagsbreytingar eru Norður- Evrópuþjóðir, þar á meðal Ísland.
Heimildir og frekari upplýsingar
Á heimasíðu Maplecroft er umfjöllun um áhættugreininguna, sjá Big economies of the future Bangladesh, India, Philippines, Vietnam and Pakistan most at risk from climate change
Tengt efni á loftslag.is
- Er hlýnun jarðar slæm?
- Tvær gráður of mikið
- Jafnvægissvörun loftslags
- Eru tengsl loftslagsbreytinga og öfga í veðri ?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.