1.11.2010 | 09:36
La Nina og veðurfar
Kaldara hitastig í Kyrrahafinu sem tengist La Nina ástandi hafsins þar, gæti haft mikil áhrif á veðurfar í vetur. Í myndbandi frá ClimateCentral.org eru sýnd hugsanleg áhrifa La Nina fyrir veðurfar vetrarins í BNA. Nýjar spár hafa verið gefnar út, þar sem spár gera ráð fyrir hærra hitastigi í vetur (í BNA), með meiri þurrkum í Suðvestri og votari Norðvestri. Þrátt fyrir að hitastig ársins sé það heitasta á heimsvísu hingað til, þá gæti verið að kólnun samfara La Nina (á heimsvísu), muni hafa þau áhrif að minni líkur eru á að 2010 endi sem heitasta árið frá því mælingar hófust. En lítum nú á myndbandið þar sem farið er yfir þetta í örstuttu máli.
Til að sjá myndbandið smellið á eftirfarandi tengil La Nina og veðurfar.
Tengt efni á loftslag.is:
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.