Loftslagsbreytingar og bráðnun jökla Himalæjafjalla
Fimmtudagurinn 11. nóvember, kl. 16.30, Háskólatorgi, stofu 105
Í fyrirlestrinum fjallar Kunda Dixit um áhrif loftslagsbreytinga á Himalæjafjöllin, þ.e. hvernig hlýnun jarðar er að bræða þessa miklu vatnsturna Asíu. Kunda Dixit mun sýna myndir frá Nepal, en á þeim sést glögglega að sífrerar Himalæjafjallanna eru að hverfa um þrisvar sinnum hraðar en á öðrum stöðum í heiminum. Hvaða áhrif hefur þessi þróun á Nepal og svæðið sem heild? Hvernig geta fátæk lönd tekist á við vandamál sem þau áttu engan þátt í að skapa? Hvernig fjalla fjölmiðlar um þetta ástand?
Fundarstjóri: Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur og rithöfundur.
Þetta er fyrri fyrirlesturinn af tveimur, sá seinni fjallar um blaða og fréttamennsku á átakatímum, sjá nánar, Fyrirlestrar Kunda Dixit Loftslagsbreytingar og bráðnun jökla Himalæjafjalla
Tengt efni á loftslag.is:
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.