25.11.2010 | 08:59
Fer ísbjörnum fækkandi?
Eitt af einkennisdýrum afleiðinga hlýnunar jarðar af mannavöldum eru ísbirnirnir enda talið ljóst að þeir muni eiga erfitt uppgangar við hlýnun jarðar. Það kemur því varla á óvart að efasemdamenn um hlýnun jarðar af mannavöldum haldi því fram að þeim fjölgi.
Það er nokkuð fjarri lagi, sjá nánar Fer ísbjörnum fækkandi?
Tengt efni á loftslag.is:
Ísbjörnum í Alaska skilgreint nauðsynlegt búsvæði" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Athugasemdir
Ég man ekki eftir að hafa séð á prenti að "efasemdarmenn" héldu því fram að ísibjörnum fjölgaði. Getið þið sýnt fram á það?
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.11.2010 kl. 19:33
Reyndar hefur þeim fjölgað um rúlega 400% frá því snemma á sjöunda áratug síðustu aldar, en þá voru veiðar bannaðar.
Í dag er um 1000 dýra veiðikvóti, sem sýnir að slík veiði er ekki talin ógna tegundinni.
Vissulega hefur dýrum fækkað á sumum svæðum, en merkilegt nokk, ekki á þeim svæðum þar sem hin hnattræna hlýnun undanfarna tæpa tvo áratugi, hefur verið hvað mest. En skýringin er eflaust sú að ísafar er þeim mis- óhagstætt. Þetta er flókið samspil.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.11.2010 kl. 19:39
Gunnar:
Ég vitna til seinni athugasemdar þinnar, sem svar við þeirri fyrri...þar heldur þú jú fram að þeim hafi fjölgað um 400%...og þú ert jú "efasemdarmaður" um hlýnun jarðar af mannavöldum - þetta smellur saman eins og flís við rass sýnist mér :)
Ég held einnig að þú ættir að lesa þér betur til um fjölda ísbjarna á 7. áratugnum, sjá t.d. í tenglinum sem við vísum á hér að ofan (Fer ísbjörnum fækkandi?) stendur m.a. eftirfarandi:
S.s. þeir eru taldir hafa verið í kringum 20 þúsund á 7. áratugnum, þ.e. sú tala sem er talin mun líklegri en sú fyrri. 5-20 þúsund dýra stofn var í raun bara ágiskun þess tíma sem ekki byggði á miklum gögnum, en 5000 er oft haldið á lofti af "efasemdarmönnum", þrátt fyrir fátæklegar heimildir þar um. Þannig að allt tal (hvar eru heimildirnar Gunnar) um 400% aukningu stofnins frá 7. áratugnum eru úr lausu lofti gripnar.
Annað sem stendur í textanum er eftirfarandi:
Mér þætti líka fróðlegt að fá tengil á þennan 1000 dýra veiðkvóta sem þú vitnar til og heimildir um að það hafi ekki áhrif á stofnin. T.d. stendur eftirfarandi á Wikipedia:
Unsustainable => Ósjálfbært.
Sveinn Atli Gunnarsson, 25.11.2010 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.