Fer ísbjörnum fækkandi?

Eitt af einkennisdýrum afleiðinga hlýnunar jarðar af mannavöldum eru ísbirnirnir – enda talið ljóst að þeir muni eiga erfitt uppgangar við hlýnun jarðar. Það kemur því varla á óvart að efasemdamenn um hlýnun jarðar af mannavöldum haldi því fram að þeim fjölgi. 

Það er nokkuð fjarri lagi, sjá nánar Fer ísbjörnum fækkandi?

Tengt efni á loftslag.is:


mbl.is Ísbjörnum í Alaska skilgreint „nauðsynlegt búsvæði"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég man ekki eftir að hafa séð á prenti að "efasemdarmenn" héldu því fram að ísibjörnum fjölgaði. Getið þið sýnt fram á það?

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.11.2010 kl. 19:33

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Reyndar hefur þeim fjölgað um rúlega 400% frá því snemma á sjöunda áratug síðustu aldar, en þá voru veiðar bannaðar.

Í dag er um 1000 dýra veiðikvóti, sem sýnir að slík veiði er ekki talin ógna tegundinni.

Vissulega hefur dýrum fækkað á sumum svæðum, en merkilegt nokk, ekki á þeim svæðum þar sem hin hnattræna hlýnun undanfarna tæpa tvo áratugi, hefur verið hvað mest. En skýringin er eflaust sú að ísafar er þeim mis- óhagstætt. Þetta er flókið samspil.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.11.2010 kl. 19:39

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar:

Ég vitna til seinni athugasemdar þinnar, sem svar við þeirri fyrri...þar heldur þú jú fram að þeim hafi fjölgað um 400%...og þú ert jú "efasemdarmaður" um hlýnun jarðar af mannavöldum - þetta smellur saman eins og flís við rass sýnist mér :)

Ég held einnig að þú ættir að lesa þér betur til um fjölda ísbjarna á 7. áratugnum, sjá t.d. í tenglinum sem við vísum á hér að ofan (Fer ísbjörnum fækkandi?) stendur m.a. eftirfarandi:

Á sjöunda áratug síðustu aldar, var giskað á að ísbirnir væru á milli 5-20 þúsund og er seinni talan sú tala sem oftast er talað um núna.

S.s. þeir eru taldir hafa verið í kringum 20 þúsund á 7. áratugnum, þ.e. sú tala sem er talin mun líklegri en sú fyrri. 5-20 þúsund dýra stofn var í raun bara ágiskun þess tíma sem ekki byggði á miklum gögnum, en 5000 er oft haldið á lofti af "efasemdarmönnum", þrátt fyrir fátæklegar heimildir þar um. Þannig að allt tal (hvar eru heimildirnar Gunnar) um 400% aukningu stofnins frá 7. áratugnum eru úr lausu lofti gripnar.

Annað sem stendur í textanum er eftirfarandi:

Samkvæmt mati IUCN sérfræðingahóps um ísbirni, þá eru 19 þekktir undirstofnar ísbjarna, fjöldi í einum þeirra er að aukast, þrír eru stöðugir og átta eru að hnigna (ekki eru til nægilega góð gögn til að meta hina undirstofnana).

Mér þætti líka fróðlegt að fá tengil á þennan 1000 dýra veiðkvóta sem þú vitnar til og heimildir um að það hafi ekki áhrif á stofnin. T.d. stendur eftirfarandi á Wikipedia:

About 500 bears are killed per year by humans across Canada,[99] a rate believed by scientists to be unsustainable for some areas, notably Baffin Bay.

Unsustainable => Ósjálfbært.

Sveinn Atli Gunnarsson, 25.11.2010 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband