29.11.2010 | 10:21
Ný afstaðið fellibyljatímabil – spár og niðurstöður
Fjöldi fellibylja á ný afstöðnu fellibyljatímabili í Atlantshafi var yfir meðaltali og var það í samræmi við spá NOAA um fjölda fellibylja þetta árið. Á myndinni hér undir, má sjá hvernig tímabilið í ár er í samanburði við fjölda fellibylja í meðalári og einnig við spár síðan í vor.
[...]
Nánari umfjöllun á loftslag.is, Ný afstaðið fellibyljatímabil spár og niðurstöður
Tengt efni af loftslag.is:
- Fellibylir á Atlantshafi 2010 (um spá NOAA)
- Fellibyljatímabilið á fullum snúning tveir 4. stigs fellibylir í gangi
- Stormar fortíðar sýna vindasama framtíð
- Heitustu 12 mánuðir síðan mælingar hófust
- Tag Hitastig
- NASA | Heitasta 12 mánaða tímabilið
- Hitahorfur fyrir árið 2010
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Athugasemdir
Í myndbandi Greenmans er talað um að aukning íss á Suðurskautslandinu sé 0,7% en minnkunin sé um 11% á Norðurskautinu.
Ef þetta er lagt saman, hver er þá raunveruleg massaminkun íss á jörðinni?
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.11.2010 kl. 11:47
Gunnar:
Hér ert þú reyndar að ræða um efni sem hefur ekkert með efni þessa pistils að gera, enda verið að ræða um fellibyli.
En í þinni athugasemd ertu væntanlega að ræða hafís og útbreiðslu hans (þó þú nefnir það ekki sérstaklega) og þó svo þú blandir annarri massaminnkun íss á jörðinni inn í málið. En hvað um það, ég vek bara athygli á færslunni Helstu sönnunargögn af loftslag.is, þar sem farið er yfir helstu tölur um bráðnun jökla og hafíss, gjörðu svo vel og verði þér að góðu Gunnar, þar eru einnig tenglar í meira efni. Ef þér dettur svo eitthvað fleira í hug eftir lesturinn, endilega ekki vera feiminn við að spyrja nánar út í efnið.
Sveinn Atli Gunnarsson, 29.11.2010 kl. 12:20
Þetta var mjög einföld spurning... en samt reyndist hún þér ofviða
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.11.2010 kl. 15:43
Gunnar minn, ég bendi þér á upplýsingar varðandi þetta, vinsamlega skoðaðu tengilinn áður en þú kemur með fleiri athugasemdir.
Sveinn Atli Gunnarsson, 29.11.2010 kl. 15:44
... og nei, ég er ekki bara ð tala um hafís. Eins og flestir vita eru bæði jöklar og hafís á pólunum, þó magnið og hlutföllin séu ólík.
Gunnar Th. Gunnarsson, 29.11.2010 kl. 15:56
Gunnar, skoðaðu tengilinn sem ég benti á (Helstu sönnunargögn), þar eru ýmsar upplýsingar um þetta, ásamt tenglum í ítarefni. Einnig er nýleg færsla á Skeptical Science sem skoðar Suðurskautið sérstaklega, fróðlegt efni þar líka, sjá A basic overview of Antarctic ice.
Þetta gæti svarað spurningu þinni, ef ekki er þér velkomið að reyna að orða spurninguna betur svo við getum skoðað þetta nánar með þér.
Sveinn Atli Gunnarsson, 29.11.2010 kl. 16:02
Gunnar:
Annars grunar mig að þú sért að ruglast eitthvað með ís almennt (jöklar og ísbreiður) og svo hafís. Í myndbandinu hans Greenman (er það ekki þetta myndband), þá eru þessar tvær tölur nefndar varðandi hafísinn (s.s. um 11% minnkun á hafís á Norðurskautinu og svo 0,7% aukning hafíss á Suðurskautinu). En spurning þín er í raun að út frá að leggja þessar tvær tölur um hafísinn saman á einhvern hátt og fá út heildar massaminnkun íss á jörðinni...þannig skil ég þetta allavega... Ef svo er þá ertu í raun að biðja mig að bera saman epli og appelsínur og fá út banana...þar sem útbreiðsla hafíss segir okkur lítið sem ekkert um minnkun íss í jöklum og ísbreiðum. Ráðlegg þér að skoða þessa tengla sem ég benti þér á hér að ofan.
Sveinn Atli Gunnarsson, 29.11.2010 kl. 17:16
Ég var búinn að sjá myndbandið frá Greenman en þar er bara verið að tala um hafís. Það er ekki mikill munur á hafísmagni á suður- og norðurpól að meðaltali þannig að hér er um að ræða heildarminnkun á hafís.
Heildarísmagn að jöklum meðtöldum er hins vegar miklu meira á suðurhveli, en það er allt önnur saga og kemur ekki þessum prósentum 0,7% og 11% ekki við.
Hér er slóð á mynd sem sýnir þróun hafísmagns á jörðinni frá 1979: http://arctic.atmos.uiuc.edu/cryosphere/IMAGES/global.daily.ice.area.withtrend.jpg
Emil Hannes Valgeirsson, 29.11.2010 kl. 17:33
Sælir
Þar sem menn eru að ræða um fellibyjlji þá þykir mér atttaf fróðlegt að lesa þessa vefsíðu hjá Florida State University
http://www.coaps.fsu.edu/~maue/tropical/
Ágúst H Bjarnason, 29.11.2010 kl. 17:49
Takk fyrir þennan fróðleik Ágúst.
Persónulega þá finnst mér, varðandi ný yfirstaðið fellibyljatímabil, fyrst og fremst fróðlegt að sjá hversu nákvæmar spár NOAA varðandi fjölda fellibylja voru þetta árið.
Sveinn Atli Gunnarsson, 29.11.2010 kl. 18:58
Í eftirfarandi tengli má finna nánari upplýsingar frá NOAA um ný yfirstaðið fellibyljatímabil, sjá Extremely Active Atlantic Hurricane Season was a 'Gentle Giant' for U.S.
Sveinn Atli Gunnarsson, 30.11.2010 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.