Mýta beint í æð...

Við birtum eftirfarandi færslu á gærkvöldi, áður en við tókum eftir þessari frétt. Merkilegt val á myndefni fyrir efnið. Í fréttinni er talað um að 2010 verði eitt það hlýjasta ár frá upphafi mælinga og svo er sýnt myndband af grátandi fólki á flugvöllum og vetrarkuldum í Evrópu. Það er óþarfi að gera lítið úr þeim fréttum almennt að það ríkir vetrarríki í Evrópu um þessar mundir og að kuldarnir munu hugsanlega hafa áhrif á hvar í röðinni árið lendir, en við teljum að þetta val á myndefni við fréttina styðji við mýtuna sem er tekin fyrir hér undir og endurtökum  við hana því núna:

Mýta: Það er kalt á Klonke Dinke og því er engin hnattræn hlýnun (skipta út landi, svæði, héraði eftir því sem við á). 

Þessi mýta er sjaldgæf, en virðist miða að því að koma því að hjá fólki að kalt veður eða kuldamet á ákveðnum stað á ákveðnum tíma þýði að ekki sé nein hlýnun um að ræða.

Ég ætla að velta upp spurningu sem virðist stundum koma upp og sérstaklega þegar kalt er. Spurningin er þessi:

Ef það eru miklir kuldar á ákveðnum stað á ákveðnum tíma, afsannar það ekki að um hnattræna hlýnun sé að ræða?

519121

Veðrið er síbreytilegt, það er erfitt að reikna það út og lítil breyting í lægðakerfum jarðar getur orðið til þess að kuldamet eru slegin á ákveðnum svæðum (reyndar einnig hitamet – sem dæmi, þá er mjög kalt í Skandinavíu á meðan óvenju hlýtt er á Vesturströnd Grænlands).

Fréttir af kuldatíð á ákveðnum stað á ákveðnum tíma er einmitt það – fréttir af veðri og skal alls ekki rugla því saman við loftslag – en loftslag er tölfræðileg lýsing á veðurfarslegum þáttum þegar til lengri tíma er litið (oft notast við 20-30 ára tímabil). Það sama á vissulega við um fréttir af hitastigi á Grænlandi síðustu daga – sá hiti segir í raun lítið um loftslag.

Af því leiðir að óvenjulegir kuldar á ákveðnum stað og ákveðnum tíma segja í raun lítið um hnattræna hlýnun, þar sem kuldamet eru einnig slegin þegar hnattræn hlýnun er í gangi. Kuldametin gerast þó færri en hitametin, eins og raunin hefur orðið í t.d. Bandaríkjunum, en þar hefur tölfræði hitameta verið skoðuð undanfarna áratugi – en nú er það svo að hitamet hvers dags síðastliðinn áratug hafa komið um tvisvar sinnum oftar en kuldamet (sjá Frétt: Hitamet mun fleiri en kuldamet í Bandaríkjunum).

Þessi mynd sýnir hlutfall hitameta og kuldameta sem féllu á 1800 veðurstöðum í Bandaríkjunum frá 1950 til september 2009, skipt eftir áratugum.Þessi mynd sýnir hlutfall hitameta og kuldameta sem féllu á 1800 veðurstöðum í Bandaríkjunum frá 1950 til september 2009, skipt eftir áratugum.

 

Niðurstaða

Niðurstaðan er sú að jafnvel þegar hnattræn hlýnun er í gangi eins og nú, þá geta komið óvenju kaldir dagar á ákveðnum stað á ákveðnum tíma. Þeim fækkar þó samanborið við óvenju hlýja daga.

Eitt er áhugavert við þá sem að fjalla mikið um kuldamet og tengja það við að að ekki sé að hlýna. Þetta eru oft sömu mennirnir og neita að viðurkenna að það sé að hlýna og telja að ekkert sé að marka hitamælingar sem notaðar eru til að staðfesta hlýnun jarðar- en taka þarna fegins hendi við upplýsingum um að það sé óvenju kalt á einhverjum stað á ákveðnum tíma.

[...] 

Á loftslag.is má einnig sjá myndband sem fjallar um þetta, Það er kalt á Klonke Dinke og því er engin hnattræn hlýnun.

  


mbl.is Árið 2010 eitt það hlýjasta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viðurkennir Phil Jones, Climategate, ekki í viðtali að hitastig hafi ekki hækkað síðustu 10 ár?

Er vatnsgufa ekki sterkasta gróðurhúsalofttegundin, og 97% af þeim öllum.

Er koltvísýringur ekki 1.9% af þessum lofttegundum, og af þessu 1.9% þá er 3% af mannavöldum?

Sanna ískjarnaboranir ekki að það er hitastig sem stýrir magni koltvísýrings, en ekki öfugt?

Eruð þið ekki nokkuð heimskir einstaklingar að halda að orsök geti orðið að afleiðingu vegna þess að Al Gore og aðrir hálfvitar vilja samþjappa alþjóðleg völd fyrir sig og sína, og nota til þess þessa mýtu sem hvaða vitsmunavera sér í gegnum eftir örlitla skoðun á staðreyndum og með því að nota sjálfstæða hugsun?

Það hlýtur að vera hámark heimskunnar að afskrifa áhrif sólarinnar sem mikinn áhrifavald á hitastigið. Hafið þið heyrt um árstíðir?

Get a life.

Búri (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 16:18

2 identicon

Ykkur er væntanlega ekki viðbjargandi. Hugsandi menn geta skipt um skoðun, fíflin aldrei.

Ef vitsmunaverur skyldur álpast hérna inn á þetta blogg, eins og ég, þá mæli ég með því að kynna ykkur Lord Monckton:

http://www.youtube.com/watch?v=kHyMYEzRyf8

Búri (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 16:24

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Fyrir þá sem vilja kynna sér framgöngu Monckton, þá mæli ég með eftirfarandi færslu, það stendur því miður ekki steinn yfir steini í hans málflutningi; Abraham á móti Monckton.

Phil Jones hefur aldrei talað um að ekki hafi hlýnað síðustu 10 ár, heimild takk fyrir... sjá m.a. umfjöllun um ýmislegt varðandi hið svokallaða Climategate og fleira hér

Vatnsgufa er sterk gróðurhúsalofttegund, en það útskýrir í sjálfu sér ekki að CO2 hefur áhrif á hitastig og CO2 er að aukast í lofthjúpnum af mannavöldum, sem af vísindamönnum er talið hafa áhrif á hitastig, sjá t.d. Mýta - Vatnsgufa er öflugasta gróðurhúsalofttegundin.

Til að svara þessu með ísborakjarnana, bendi ég á þessa færslu sem útskýrir þetta, Mýta - Ískjarnar sýna að CO2 eykst eftir að hiti byrjar að rísa á hlýskeiðum ísaldar

Al Gore er ekki vísindamaður...ekki það að hann megi ekki segja sína skoðun fyrir því...

Það hefur engin afskrifað sólina, en mælingar og rannsóknir (það sem alvöru vísindamenn stunda) styðja það ekki að þáttur sólarinnar útskýri þá hlýnun sem verið hefur á síðustu áratugum, enda hefur styrkur hennar minnkað, sjá t.d. mýtuna - Hlýnunin nú er af völdum sólarinnar.

Hugsandi fólk skoðar gögn á gagnrýnin hátt. Það að meðtaka það sem Monckon heldur fram án frekari hugsunar, er ekki dæmi um gagnýna hugsn, sjá t.d. Abraham á móti Monckton, þar sem vísindamaður skoðar "röksemdir" Moncktons á gagnrýnin hátt.

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.12.2010 kl. 16:53

4 identicon

Nei vá, þið hafið póstað svo miklu bulli að það er ótrúlegt.

Þetta kallast pólitísk rétthugsun og á lítið skyld við rökhugsun.

Lesendur hvattir til að skoða öll gögn og hugsa sjálfstætt, annað en þessi blessuðu grey sem halda fram þessari vitleysu.

Búri (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 11:14

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hlutir verða ekki að bulli þó að það komi til innihaldslausar fullyrðingar varðandi það...

Ég bið lesendur að kynna sér málið vel, skoða gögnin og taka sjálfstæðar ákvarðanir út frá gögnunum með gagnrýnni hugsun. Við stöndum við þá heildarniðurstöðu sem gögnin sýna.

Sveinn Atli Gunnarsson, 4.12.2010 kl. 11:55

6 identicon

Svatli, þú veist ekki hvað orðið "gagnrýnin hugsun" þýðir.

Lærið um það sem er í gangi:

http://video.google.com/videoplay?docid=3069943905833454241#

Búri (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 15:49

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jæja Búri, þú verður að eiga það við sjálfan þig hvernig þú hugsar þetta og á hvaða "heimildir" þú hlustar. Það er ekki mitt að sannfæra þig um eitt eða neitt. Verði þér að góðu.

Við viljum bara benda fólki á það sem vísindamenn hafa að segja um málið eftir þeir að hafa stundað rannsóknir og mælingar. Ef fólk vill frekar taka mark á einhverjm samsæriskenningum, þá er það bara í besta lagi mín vegna. Mér finnst það ekki bera vitni um mjög mikla gagnrýni á heimildir þegar fólk tekur mark á fullyrðingum sem byggjast á að um samsæri vísindamanna sé í gangi eða öðrum staðhæfingum sem ekki standast skoðun, en þú um það hverju þú "trúir" Búri...

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.12.2010 kl. 16:29

8 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ég verð að taka undir hjá Sveini Atla - hver er gagnrýna hugsuninin í því að gleypa við þessum samsæriskenningum

Nei nei, það er líklega bara tilviljun að það er að hlýna núna, akkúrat þegar sólin er í niðursveiflu og það er líka tilviljun að það er að gerast á sama tíma og gróðurhúsalofttegundir í andrúmsloftinu eru að aukast að styrkleika og alveg í takt við þá hlýnun sem búist var við af slíkri styrkaukningu.

Höskuldur Búi Jónsson, 5.12.2010 kl. 20:12

9 identicon

Að hafna samsæriskenningu bara út af því að hún er samsæriskenning er jafn yfirborðslegt og óvísindalegt og að samþyggja samsæriskenningu á sömu forsendum.

En séu sumar samsæriskenningarnar réttar, þá er það engin ástæða til að hafna vísindalegum gögnum sem styðja að loflagsbreytingarnar.

Dæmi: Það getur vel verið að Al Gore sé talsmaður einhverja fyrirtækja sem hafa samsærst um að nú skuli setja alheimslög sem allt mannkynið þurfi að fara eftir, borga kolefniskvóta til alþjóðabannkans sem svo notar peningana til að arðræna þriðja heiminn ennfrekar. En þessi fullyrðing afneytar ekki loftslagsbreytingum af mannavöldum. Það er alveg möguleiki í stöðunni að loftslagsbreytingarnar séu sannar og að vondu kapítalistarnir nýti þessar hremmingar til að koma sínum málefnum á framfarir (svonefndur hamfarakapítalismi; sjá Naomi Klein, 2007. The Schock Doctrine).

Persónulega trúi ég því að það sé vottur af sannleika í samsæriskenningunum. Til dæmis trúi ég því ekki að kolefniskvótar sé neitt annað en leið fyrir vondu kapítalistana að græða á loftslagsbreytingunum, svona svipað og að LÍÚ menn hérna heima hafa grætt á hættunni á ofveiði fiskistofna. En mér dettur ekki í hug að afneita vísindalegum gögnum um loftslagsbreytingar þar með, rétt eins og mér dettur ekki hug að hafna því að ofveiði sé möguleg ógn fiskistofna bara út af því vondu kapítalistarnir eru að græða á því.

Í stuttu máli. Það er engin ástæða til að hafna loftlagsbreytingunum bara út af því að það eru til samsæriskenningar um þær, en það er heldur engin ástæða til að hafna öllum samsæriskenningum bara út af því að það eru til vísindaleg gögn sem hrekja sumar þeirra.

Rúnar Berg (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 11:00

10 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Rúnar: Nokkuð góð pæling hjá þér.

Ein af ástæðum þess að við ræðum lítið samsæriskenningar hér (nema þá helst til að ýta þeim til hliðar) er sú að þær eiga það til að kaffæra þá umræðu og þá niðurstöðu að þörf sé á aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Hitt er annað - að við tökum svo sem ekki mikið mark á þeim samsæriskenningum sem þú nefnir, en eins og þú segir "Það er engin ástæða til að hafna loftlagsbreytingunum bara út af því að það eru til samsæriskenningar um þær"

Höskuldur Búi Jónsson, 7.12.2010 kl. 12:56

11 identicon

Það er alveg rétt hjá þér Höski Búi. Umræðurnar um pólitíkina bak við loftslagsbreytingum (og aðgerðum gegn þeim) eiga það til að skyggja á þá niðurstöðu að þörf sé á aðgerðum. En það er nauðsynlegt að ræða þær samt sem áður. Aðgerð gegn loftslagsbreytingunum er ekki bara aðgerð-sama-hvað. Maður þarf að vera gagnrýninn á aðgerðirnar, eins og maður þarf að vera gagnrýninn á gögnin. Kannski er loftslag.is ekki rétti staðurinn fyrir pólitískar umræður. En ég hvet ykkur sem standa að baki síðunni að hunsa hana ekki. Þetta er allt of mikilvægt málefni til þess að sleppa því að taka afstöðu.

Rúnar Berg (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 18:32

12 identicon

Það væri líklegast hjálplegt fyrir ykkar loftlagsbreytingar-móðursýkis-hrakfallaspár ef það væri einhverjar loftlagsbreytingar yfirhöfuð?

Phil "Climategate" Jones viðurkenndi í BBC viðtali að það hafi ekki verið nein marktæk hlýnun síðustu 10 ár. Googlið þessu bara, og Svatli, ég hef séð þig áður reynt að snúa út úr þessu á tölfræðilegan hátt. Ein ástæðan sem ég segi við þig - Get a life.

Ég persónulega held samt að það sé að hlýna og að það stafi af sólinni. Hvernig annars er hægt að útskýra "global warming" á öðrum plánetum okkar sólkerfis, bráðnun jökla á Mars o.s.frv. Endilega útskýrið hvernig agnarsmár útblástur koltvísýrings á Jörðinni getur bráðið jökla á Mars. Ég bíð spenntur.

Fyrir ekki meira en 30 árum voru það hrakfallaspár um nýja ísöld.

Ef þið hafið ekki vitsmuni til að fatta að það er fyrst orsök og svo afleiðing, eins og ískjarnaboranir sýna bersýnilega, þá er vonlaust að eiga í neinu vitsmunalegum samræðum við ykkur. Afleiðing afleiðing orsakar. Ekki öfugt.

...og þið segið þá... neinei! sólin ekki að hlýna en samt andrúmsloftið, og samt segir einn helsti gúru þessarar bullkenningar að það hafi ekki verið nein marktæk hlýnun síðustu 10 ár.

Þið takið engum augljóslegum rökum og hlustið frekar á lygar sem þið kallið vísindalegar staðreyndir. IPCC er pólitísk nefnd hjá sameinuðu þjóðunum. Þarna er frekar fátt um vísindamenn, hvað þá loftlagsvísindamenn.

Ef eitthvað þá væri það líklegast mjög gott ef það hlýnaði sem og að meira af koltvísýringi væri dælt út í andrúmsloftið, þ.e. meira en öll þessi 0.057% af gróðurhúsalofttegundum sem eru af mannavöldum. Gróður myndi vaxa hraðar með meiri koltvísýring.

Samsæris"kenningin" á það til að kaffæra hina "vísindalegu"umræðu, því hún er sönn og byggð á sterkum rökum og ekki síst skrifum sjálfra samsærismannana en hin meinta "vísindalega"umræða er ekki byggð á vísindum. Svo einfalt er það, en það er auðvitað borin von að "snillingar" eins og þig álpist til að opna augun og hugsa sjálfstætt til tilbreytingar.

Búri (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 02:52

13 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég held að þú ættir að Googla það sjálfur Búri og bentu okkur á tengilinn. Annað er náttúrulega, að það er betra að skoða lengri tímabil en 10 ár til að fá tölfræðilega marktæka niðurstöðu (það er hárrétt), enda vitum við að hitastig hefur farið hækkandi á síðustu áratugum, það er alveg marktækt og vel þekkt. En gjörðu svo vel að benda okkur á hvar Phil Jones á að hafa sagt þetta og í hvaða samhengi...öll þín rökfærsla virðist byggjast á þessu, þ.a.l. væri nú ráð að fá heimildina fram á sviðið :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 9.12.2010 kl. 08:41

14 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Búri: Heldurðu að með því að kasta fram ótal mýtum að þá takist þér að útiloka kenninguna um loftslagsbreytingar af völdum manna?

Skoðaðu þessar mýtur hér fyrir neðan og fleiri, áður en þú ferð að koma með óstaðfestar yfirlýsingar sem ekki eru byggðar á vísindum heldur einhverju flökkusögum.

Um Phil Jones má horfa á myndband hér: Vísindin hýdd.

Um aðrar plánetur má lesa hér: Aðrar reikistjörnur að kólna?

Um ísaldarspádóma: Ísöld spáð á áttunda áratugnum?

Um ískjarnaboranir: Ískjarnar sýna að CO2 eykst...

Um sólina: Af völdum sólarinnar?

Hvort hlýnun sé góð: Part 1 og part 2

Hvort aukið CO2 í andrúmsloftinu sé gott:  Aukning CO2 góð?

Mundu það að við höfum eytt tíma í að skrifa þessar mýtur, skoðað vísindaleg gögn héðan og þaðan og það er sjálfsögð kurteisi að lesa þetta áður en byrjað er að "rökræða" um þessi mál við okkur. Rökræða innan gæsalappa vegna þess að þarna hendurðu fram órökstuddum fullyrðingum sem enginn vísindalegur fótur er á bak við...

Höskuldur Búi Jónsson, 9.12.2010 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband