20.12.2010 | 00:21
Það er kalt, þ.a.l. er engin hnattræn hlýnun…
Það má sjá myndband frá Greenman3610 á loftslag.is. Myndbandið kom fyrst fram í janúar á þessu ári, en á alveg jafnvel við núna. Hann skoðar kuldahretið sem hafði verið víða um heim á þeim tíma. Hvað segir það okkur um hnattræna hlýnun ef eitthvað. Að venju eru myndbönd úr myndbandaséríunni, sem hann kallar Climate Denial Crock of the Week full af kaldhæðni. Greenman3610 segir sjálfur í lýsingu á myndbandinu, eftirfarandi:
Við höfum heyrt mikið tal að undanförnu frá afneitunarsinnum um að lágt hitastig sé sönnun þess að ekki sé um neina hnattræna hlýnun að ræða. Það lítur út fyrir að það sé að verða að árlegum viðburði hjá mér, að minna fólk á að það komi vetur eftir sumri. Þar sem það lítur út fyrir að afneitunarsinnar vilji trúa því að hlýnunin sé öll lygi, er hugsanlega gott að koma með smá upprifjun.
Það má taka það fram að við skoðuðum einnig þetta kuldakast hér á Loftslag.is, t.d. í færslunni Kuldatíð og hnattræn hlýnun. Einnig er ekki úr vegi að benda á ágæta umfjöllun Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings um þetta kuldakast, Kuldarnir í Evrópu og Norður-Atlantshafssveiflan. Það má nálgast fleiri myndbönd Greenman3610 á Loftslag.is.
Myndbandið sjálft má sjá á loftslag.is, Það er kalt, þ.a.l. er engin hnattræn hlýnun
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Athugasemdir
Það setur að manni hroll, við allar þessar kuldafréttir. Evrópa, Ameríka og Asía (Kína) í klakaböndum.
En þið haldið á ykkur hita við að rifja upp gömul hitamet. Gott hjá ykkur
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.12.2010 kl. 14:05
Takk fyrir athugasemdina Gunnar:
En mér sýnist þessar fréttir af kuldum í Evrópu og BNA vera orðið árlegt fyrirbæri og vera í sambandi við vetur á Norðurhvelinu og ekki vera í neinu samræmi við mælt meðalhitastig Jarðar. Enda virðast reglulega dúkka upp vafasamar fullyrðingar um að nú sé hafin hin mikla kólnun (hvar er kólnunin sem var spáð í fyrra og þar á undan eiginlega???), þó svo gögn styðji það ekki.
En stundum ruglast fólk á fréttum af snjókomu (sem geta jú verið mikilvægar) og svo hnattrænu hitastigi, sem enn sem komið er, hefur verið í hæstu hæðum... Fréttir af vetrarfærð og kuldum í t.d. Bretlandi, eru jú ekki annað en fréttir af vetrarfærð og kuldum þar á slóðum um vetur, eins mikilvægar og þær nú eru fyrir þá sem búa þar og ferðast um svæðið...
Bretland, Skandinavía, smá partur af Kína og BNA geta nú heldur ekki talist vera lýsandi fyrir hitastig á heimsvísu. Ertu nú viss um að allir þessir staðir séu í klakaböndum Gunnar (kannski ertu að smyrja á yfirlýsinguna og jafnvel ýkja?)...eða er eitthvað óvenjulegt í gangi t.d. í Kína yfirleitt? - Eða er kannski bara vetur í hluta Kína, samkvæmt venju miðað við hnattstöðu? Fullyrðingar, fullyrðingar, fullyrðingar - en engar heimildir eða rök, Gunnar minn...hmmm
En ég er þó spenntur að vita hvaða áhrif þessir umtöluðu kuldar og vetrarveður (um vetur á norðurhveli) hafa á meðalhitastig Jarðar...það verður fróðlegt að sjá það í janúar, þegar þær tölur birtast.
Sveinn Atli Gunnarsson, 20.12.2010 kl. 14:36
Boris Johnson er borgarstjóri Lundúnarborgar.
Það er fróðlegt að lesa hvaða álit hann hefur á hinum svokölluðu og ógurlegu "afneitunarsinnum" sem leyfa sér þá synd að efast, og jafnvel hugsa öðruvísi en hinir samdóma vísindamenn:
Sjá grein hans í The Telegraph 17. desember.
http://www.telegraph.co.uk/comment/columnists/borisjohnson/8213058/The-man-who-repeatedly-beats-the-Met-Office-at-its-own-game.html
"The man who repeatedly beats the Met Office at its own game"
...Actually, they did. Allow me to introduce readers to Piers Corbyn, meteorologist and brother of my old chum, bearded leftie MP Jeremy. Piers Corbyn works in an undistinguished office in Borough High Street. He has no telescope or supercomputer. Armed only with a laptop, huge quantities of publicly available data and a first-class degree in astrophysics, he gets it right again and again.
Back in November, when the Met Office was still doing its "mild winter" schtick, Corbyn said it would be the coldest for 100 years. Indeed, it was back in May that he first predicted a snowy December, and he put his own money on a white Christmas about a month before the Met Office made any such forecast. He said that the Met Office would be wrong about last year's mythical "barbecue summer", and he was vindicated. He was closer to the truth about last winter, too.
He seems to get it right about 85 per cent of the time and serious business people – notably in farming – are starting to invest in his forecasts. In the eyes of many punters, he puts the taxpayer-funded Met Office to shame. How on earth does he do it? He studies the Sun....
Ágúst H Bjarnason, 20.12.2010 kl. 16:32
Þetta með ýkjurnar, Svatli.
Ýkjurnar eru einmitt það sem "alarmistarnir" nærast á. Án þeirra fá þeir litla athygli. Þú segir: "smá partur af Kína". Ég get ekki lesið úr ÞESSARI frétt, að verið sé að tala um smá part af Kína. Þú kannski veist betur um málið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.12.2010 kl. 17:58
Gunnar, það sem er punkturinn í fréttinni, er eftirfarandi:
Mér sýnist nú þetta geti líka verið af því að ekki var til nóg af kolum á staðnum...gæti það ekki verið dáldið mál að þeir þola ekki vikukulda á staðnum, án þess að verða uppiskroppa með kolin..? En það hefur án efa verið kalt á einhverjum svæðum þarna í Kína.
"Stór svæði" í Kína, eru nú ekki endilega hlutfallslega mikill hluti af Kína (þetta eru orð mbl.is). En ég gæti svo sem haft rangt fyrir mér varðandi lítin hluta Kína, hef ekki kynnt mér kulda í Kína frekar en þú Gunnar (mbl.is er ekki endanleg niðurstaða varðandi kulda í Kína og Asíu), en ég veit að stór hluti Asíu og Kína er ekki í klakaböndum, hvað sem öðru líður. Hitt er annað mál að "efasemdarmenn" leggja það í vana sinn að oftúlka kuldaköst, þar af leiðandi bendum við á þessa færslu...sem kom einnig á síðasta ári, þegar það var líka kalt.
En hvað um það, bíðum eftir tölunum (í janúar) áður en við fullyrðum um kólnun um allar koppa grundir, ætli það sé ekki vísindalegra en fullyrðingar út í loftið um klakabönd i "Asíu (Kína)" eða skrif Borisar borgarstjóra um spádóma Piers Corbyn á vetrarveðri í Bretlandi á vetri sem enn er ekki liðin. Það hafa komið nokkrir kaldir dagar á Bretlandi, hið sama gerðist fyrir ári síðan í Skandinavíu, þá byrjuðu einhverjir "efasemdarmenn" að spá kólnun, ekki kom hún í ár allavega (kannski núna eða hvað)..!
En allavega þá er hvorki mbl.is, né skoðanir Borisar borgarstjóra eru góð dæmi um mælingar á meðalhitastigi Jarðar, hvað sem öðru líður.
Sveinn Atli Gunnarsson, 20.12.2010 kl. 19:44
Ágúst:
Svona af því að þú varst að vísa í umfjöllun borgarstjórans í London, þá langar mig að benda á aðra umfjöllun sem fjallar um þann pistil Borisar og meintar "spádómsgáfur" Corbyn. Þessi Corbyn virðist nú gera "spár" sínar út í loftið og fæstar "spár" hans rætast. Þarna stendur m.a. eftirfarandi:
Í mínum augum er þessi Corbyn nú ekki marktækur í þessari umræðu. Merkilegt að borgarstjórinn í London hafi ekki kynnt sér nánar málflutning hans áður en hann tók, að því virðist, gagnrýnislaust undir með honum. En stundum er það svo að stjórnmálamenn segja bara það sem þeim passar í hvert og eitt skiptið:
En þetta er t.d. rangur málflutningur hjá Boris, þar sem Met Office gerði enga slíka spá, Winter forecast?. Þessi málflutningur borgarstjórans stenst nú ekki nánari skoðun og minnir mest á sumar af þeim innihaldslausu fullyrðingum sem stundum heyrast í umræðunni.
Sveinn Atli Gunnarsson, 23.12.2010 kl. 13:14
Gleymdi að setja tengilinn á umfjöllunina inn, gjörið svo vel:
http://scienceblogs.com/deltoid/2010/12/sydney_morning_herald_fails.php
Sveinn Atli Gunnarsson, 23.12.2010 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.