21.12.2010 | 22:30
Lítil Ísöld eða kuldaskeið Ísaldar er á næsta leiti?
Mýta: Lítil Ísöld eða kuldaskeið Ísaldar er á næsta leiti
Þessi mýta virðist fyrst og fremst miða að því að segja að maðurinn hafi ekkert með loftslagsbreytingar að gera, að hlýnunin nú sé af völdum náttúrulegra ferla og þess vegna sé það sólin sem hafi langmestu áhrifin. Við höfum fjallað áður um sólina, sjá mýturnar Hlýnunin nú er af völdum sólarinnar og Hlýnun jarðar er af völdum geimgeisla . Það sem þessi mýta bætir í raun við fyrri mýtur er ályktunin að vegna minnkandi virkni sólar, þá bendi allt til að það verði bráðum hnattræn kólnun. Það sem virðist styrkja efasemdamenn í því að halda þessu fram eru aðrar mýtur, þ.e. Það er að kólna en ekki hlýna og Það er kalt á Klonke Dinke og því er engin hnattræn hlýnun.
- - -
Nánar er hægt að lesa sér til um þessa mýtu á loftslag.is, þar sem m.a. sólvirkni, mæliniðurstöður og núverandi hlýnun er gert að umtalsefni, Lítil ísöld eða kuldaskeið er á næsta leiti
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Blogg, Fréttir | Facebook
Athugasemdir
Guð, þið vitið bara allt, þessir veðurguðir.
Því miður höfðum við ekki NASA síðast er litla ísöld var, en við vitum að það var fjári heitt í Afríku og fór hitnandi víða á jörðinni um leið og það kólnaði á norðurhveli. Þrælarnir þá voru of uppteknir af því að velta fyrir sér að syndir þeirra væru örsökin fyrir hitanum og kuldanum. Enn eru til þrælar, sem ekki vita að þeir eru það, eða halda að það sé mýta.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.12.2010 kl. 23:20
Vilhjálmur, þú ert á vitlausri síðu. Sjá hér eða hér
Höskuldur Búi Jónsson, 22.12.2010 kl. 07:56
Mikið óskaplega er ég þakklátur ykkur félögum fyrir hughreystingarnar. Það liggur barasta við ég ég sé hættur að efast um hnatthlýnun af mannavöldum og sé farinn að sannfærast um að þessi dásamlega hlýnun veðurfars haldi áfram enn um skeið. Mikið væri það nú gott fyrir gróðurinn á Fróni.
Innst inni er þó einhver púki sem bendir mér sífellt á hve bágt blessuð sólin eigi þessa mánuðina. Hún eigi erfitt með að koma sér framúr á morgnana og sé föl ásýndar. Jafnvel nú sléttum tveim árum eftir að hún átti að hafa verið í lágmarki. Búin að vera föl og freknulaus í fjóra daga samfleytt undanfarið. Er hún með einhverja pest greyið?
En ég þakka ykkur enn og aftur vísu menn fyrir að segja okkur efasemdarmönnunum til syndanna. Ekki veitir nú af. Það er sko ekki nein mýta.
Með góðri kveðju,
Ágúst H Bjarnason, 22.12.2010 kl. 11:43
Takk fyrir innleggið Ágúst.
En við leggjum bara fram gögn til að styðja mál okkar. Það er t.d. nokkuð ljóst að hitastig í ár verður í hæstu hæðum þrátt fyrir "lasleika" sólarinnar...eins og reyndar hitastigið á síðasta áratuginn hefur verið hátt (þrátt fyrir ýmsar fullyrðingar "efasemdarmanna" um annað).
Við höfum líka bent á ýmsa galla í rökfærslum "ykkar efasemdarmannanna" og er það ekki bara hluti af því sem kallað er gagnrýnin hugsun Ágúst ;) - Við hljótum öll að styðja smá gagnrýna hugsun er það ekki Ágúst?
Hver veit, kannski byrjar þú núna að efast um eigin rökfærslur á síðustu árum (eins og þú kemur inn á), þar sem t.d. spár um kólnun virðast ekki vera að ganga eftir, enn sem komið er...þó svo allt ætli um koll að keyra í hvert skipti sem það kemur snefill af vetrarveðri um vetur í t.d. hluta Evrópu eða BNA...
Sveinn Atli Gunnarsson, 22.12.2010 kl. 12:23
Annars virðist hitastigið vera á hraðri niðurleið eftir ElNino toppinn sem orsakaði uppsveifluna í ár. Hver veit nema hitinn eigi eftir að dúndrast vel niður fyrir meðaltal síðustu 30 ára fyrir næstu páska eða svo...
Ferillinn er samkvæmt gögnum frá Remote Sensing Systems
Nýliðinn nóvember er lengst til hægri. Síðasti punktur er þar í 0,312° yfir meðaltali tímabilsins... Er ferillinn nánast í lóðréttu falli síðan í byrjun október? Hummm...
(Svona stríðir púkinn mér þegar ég hef næstum látið sannfærast af ykkur vísindamönnunum. Telur mér trú um að ekki sé alltaf allt sem sýnist... Kannski ég efist nú um að rétt sé að hætta efast um hvort rétt sé að efast, eða...).
Fyrirgefið hvað ferillinn er óttalega stór. Kann ekki að minnka hann á einfaldan hátt og nenni ekki að grípa til Photoshop osfrv.
Ágúst H Bjarnason, 22.12.2010 kl. 13:12
Það er bara hið besta mál að efast Ágúst og vera gagnrýnin :)
En við skulum nú sjá hvað gerist á næstunni, en þetta er svo sem ekki fyrsta La-Nina sem tekur við af El-Nino, það hefur gerst reglulega í gegnum tíðina (La-Nina hefur nú staðið í nokkurn tíma, en samt hefur hitastigið hangið hátt að undanförnu), en ekki hefur langtíma hitaleitnin svo sem dottið mikið við það á síðustu árum, þó smá sveiflur myndist, og þessar sveiflur má m.a. sjá á grafinu sem þú settir inn Ágúst. M.a. er niðursveifla árið 2008, sem þó gekk til baka, eins og sjá má, það er nokkuð langt í það hitastig enn þá.
PS. Við Höski erum ekki vísindamenn, þó við séum að myndast við að ræða þessi mál hérna.
Sveinn Atli Gunnarsson, 22.12.2010 kl. 13:29
Áhugavert val hjá Ágústi að velja línurit frá RSS. Venjulega sýnir hann okkur UAH - en líklega er það graf ekki nógu hentugt til að velja núna:
Nei þettai "lóðrétta fall" í nóvember er ekki nógu áberandi og því betra að handvelja RSS gögnin að þessu sinni ;o)
Sjá fleiri línurit hér: climate4you
P.S. Reyndar sýna gögnin frá RSS ekki að hitastig sé í "lóðréttu falli síðan í byrjun október" - það hefur reyndar hitnað lítillega frá því þá.
Við skulum fylgjast með því :)
Höskuldur Búi Jónsson, 22.12.2010 kl. 14:29
Einn mælikvarði á virkni sólar er hinn svonefndi Ap index, eða Average Magnetic Planetary Index.
Ap er óbein mæling á segulvirkni sólar, þar sem hún hefur áhrif á segulsvið jarðar, sem auðvelt er að mæla.
Ap index hefur verið mælt síðan í janúar 1932. Á þeim tíma hefur Ap verið einhvers staðar á bilinu 5 til 30, eins og sést á myndinni hér fyrir neðan.
Og síðustu mánuðir sjást betur hér (blái ferillinn):
Nú má spyrja hvort eitthvað óvenjulegt sé á seyði varðandi Ap indexinn? Hvernig stendur nýjasta sólsveiflan sig, þ.e. sú sem hefur númerið 24?
Munum að verið er að tala um sólsveiflur sem að meðaltali eru 11 ár að lengd, og að sólsveifla 24 hófst í desember 2008.
Ef við segjum að sólin sé óvirk ef Ap er minna en 6 og berum saman við sólsveiflurnar síðastliðin 80 ár eða svo, þá kemur eftirfarandi í ljós:
Sólsveifla 17 11 mánuðir
Sólsveifla 18 2 mánuðir
Sólsveifla 19 2 mánuðir
Sólsveifla 20 5 mánuðir
Sólsveifla 21 0 mánuðir
Sólsveifla 22 0 mánuðir
Sólsveifla 23 3 mánuðir
Sólsveifla 24 31 mánuðir og talan fer hækkandi úr 31... Sólsveifla 24 hófst fyrir réttum tveim árum. Síðastliðinn nóvember var Ap=5.
Það er greinilega eitthvað óvenjulegt á seyði þegar litið er á þennan þátt, þ.e. Ap indexinn.
Ef við nú berum saman síðustu tvær sólsveiflur (22, 23 og byrjun á 24) og sólsveiflur 3 og 4 í lok 18. aldar þá ber þessu furðu vel saman. Þá má spyrja: Megum við búast við sambærilegu lágmarki í virkni sólar og því sem kennt er við Dalton? Auðvitað veit enginn svarið fyrir víst., en ...
Menn hafa tekið eftir því að á tímum sem virkni sólar virðist hafa verið lítil, t.d. við Maunder og Dalton lágmörkin hefur kólnað töluvert. Stefnir í eitthvað svipað? Enginn veit það, en allmargir hafa spáð því að sólin sé einmitt nú að sigla inn í Dalton-líkt lágmark sem staðið getur í fáeina áratugi.
"Still, something like the Dalton Minimum — two solar cycles in the early 1800s that peaked at about an average of 50 sunspots — lies in the realm of the possible", Dr. Hathaway said. (The minimums are named after scientists who helped identify them: Edward W. Maunder and John Dalton.)
David Hathaway er einn þekktasti fræðimaðurinn á þessu sviði og starfar hjá NASA. Þessi tilvitnun er teki úr New York Times 29 júlí 2009.
http://www.nytimes.com/2009/07/21/science/space/21sunspot.html?_r=2
Nú þurfum við ekki að bíða nema fáein ár til að finna á eigin skinni hvort eitthvað sannleikskorn leynist í þessu. Kannski reynist það og kannski ekki.
---
Fróðlegt er að lesa um "Year without a summer" 1816 þegar sólin var einmitt í Dalton lágmarki, en eldgosið í Tambora hefur vafalítið einnig á þátt í því.
Sjá einnig fróðlega grein um sama efni hér á vef Harvard: http://www.cfa.harvard.edu/~wsoon/myownPapers-d/Summer_of_1816.pdf
Ágúst H Bjarnason, 22.12.2010 kl. 14:44
Höski. Mér sýnist hitaferlunum frá UAH og RSS bera nokkuð vel saman. Báðir eru hratt fallandi, hitafrávik UAH er um 0,42° og hitafrávik RSS um 0,31° á þessu augnabliki í nóvember, nokkuð sem flokkast undir flökt, enda sjáum við hve ferlarnir eru keimlíkir yfir allt tímabilið, þó svo greina megi smá frávik hér og þar.Ba´ðir ferlarnir eru jú unnir upp úr mæligögnum frá gervihnöttum.
Það er því sama hvor ferillinn er notaður, UAH eða RSS.
Ágúst H Bjarnason, 22.12.2010 kl. 14:53
Ágúst fyrri athugasemd:
Þú ert að snúa út úr með umræðu efni sem við höfum margrætt fram og til baka, bæði hér og á þinni síðu. Vísindin segja eitt og þú segir annað.
Ætli það sé ekki rétt að benda þér á mýtuna "Hlýnunin nú er af völdum sólarinnar".
Ágúst síðari athugasemd:
Það er margt sem manni getur sýnst, en þú ættir kannski að skoða gögnin sem eru bak við ferlana. Svo er það ekki það sama að segja að eitthvað sé flöktandi og að eitthvað sé hratt fallandi.
En jú, það er sama hvor ferillinn er notaður UAH eða RSS - þeir sýna báðir áberandi hækkun hitastigs undanfarna áratugi.
Höskuldur Búi Jónsson, 22.12.2010 kl. 15:01
Ágúst, gefst nú ekki svo auðveldlega upp :)
Enda hefur hann rætt þessa nálgun sína, frá því allavega 1998, sjá http://www.agust.net/sol/mbl.html, en ekki hefur nú enn bólað á kólnun af völdum sólar, þó svo hún sé "lasin" núna.
Sveinn Atli Gunnarsson, 22.12.2010 kl. 15:14
Eitthvað misfórst tengillinn á síðuna hans Ágústar áðan, þannig að endurtek mig bara og vonandi virkar þetta núna:
Ágúst, gefst nú ekki svo auðveldlega upp :)
Enda hefur hann rætt þessa nálgun sína, frá því allavega 1998, sjá http://www.agust.net/sol/mbl.html, en ekki hefur nú enn bólað á kólnun af völdum sólar, þó svo hún sé "lasin" núna.
Sveinn Atli Gunnarsson, 22.12.2010 kl. 15:43
Til fróðleiks þá er hér samanburður á virkni sólar og hitastigi Jarðar:
Árlegt hnattrænt hitastig jarðar (þunn rauð lína) með 11 ára meðatalslínu (þykk rauð lína). Hitastig frá NASA GISS. Árleg sólvirkni - TSI (þunn blá lína) með 11 ára meðaltalslínu TSI (þykk blá lína). TSI frá 1880-1978 frá Solanki. TSI frá 1979-2009 frá PMOD.
Höskuldur Búi Jónsson, 22.12.2010 kl. 15:45
Þekktir vísindamenn sem hafa spáð kólnun á næstu áratugum (Dalton líkri niðursveiflu). Hér eru nokkrir þeirra:
David Hathaway (NASA),
William Livingston & Matthew Penn (National Solar Observatory, USA),
Khabibullo Abdusamatov (Rússneska vísindaakademían),
Cornelis de Jager (Hollandi, Utrecht Space Research Laboratory)
S. Duhau (Argentinu)
Theodor Landscheidt (Lést 2004)
Cliverd (Englandi)
Archibald (Ástralíu)
Sjáfsagt fleri. Kannski eru þetta bara kjánar?
Ég er alla vega ekki alveg einn á báti...
En, blessuð kolsýran eða CO2 gæti orðið eitthvað mótvægi gegn hugsanlegri kólnun... Þá verður óumdeilanlega gagn af henni
Því miður er ekki langt þangað til þetta brestur á, ef heldur áfram sem horfir...
Nú er líklega komið nóg að sinni og best að snúa sér að jólaundirbúningnum.
Gleðileg jól
P.S: Smá jólahugvekja frá Bresku Veðurstofunni (MetOffice) um jólasnjó þar sem kuldatímabilið 1550-1850 kemur við sögu: Are you dreaming of white Christmas?
Ágúst H Bjarnason, 22.12.2010 kl. 15:52
Ágúst: Það er eitt að spá niðursveiflu í Sólinni og annað að spá niðursveiflu í hitastigi. Nú orðið hefur sólin minniháttar áhrif á loftslag Jarðar, eins og sést af myndinni og einnig ef marka má helstu rannsóknir undanfarna áratugi, sjá Papers on minor role of the Sun in recent climate change
Gleðileg Jól
Höskuldur Búi Jónsson, 22.12.2010 kl. 16:10
Ágúst:
Við höfum ekki kallað þig kjána Ágúst, en bara bent á að sólsveifla lík Dalton er ekki talin valda þeirri niðursveiflu hitastigs sem stundum er fullyrt um (þ.e. svipað því sem var á litlu ísöld, svo dæmi sé tekið). Það er það sem pistillinn fjallar um. Það er engin að útiloka að sólin hafi ekki einhver áhrif, en bara verið að vísa í nýlegar rannsóknir um hversu mikli eru talin geta orðið, og það er ekki í líkingu við "litlu ísöldina".
Geturðu vísað í hvar og hve mikla kólnun þessir ágætu vísindamenn hafa spáð, t.d. Hathaway hjá NASA, um það hve mikla kólnun hann telur að geti orðið, vegna breytinga í sólinni?
En annars bara gleðileg jól, ef þú hefur ekki tíma í meira :)
Sveinn Atli Gunnarsson, 22.12.2010 kl. 16:11
Ég spái lítilsháttar kólnun næstu áratugi en síðan mikilli hlýnun í kjölfarið. Tökum stöðuna árið 2080.
Emil Hannes Valgeirsson, 22.12.2010 kl. 16:18
Ef við eigum fara í spágírinn, þá langar mig að orða það svo: EF svarstsýnustu spár um styrk sólar ganga eftir á næstunni, þá mun hugsanlega hægja eitthvað á hlýnuninni um tíma (lítilsháttar möguleiki á einhverri kólnun um tíma). En svo myndum við lenda í sömu sporunum aftur. En ég á nú eftir að sjá þessar "worst case" spár um styrk sólar ganga eftir, þannig að það er nú kannski full snemmt að vera með stór orð um þær.
En alltaf fróðlegt að velta þessu fyrir sér, engu að síður.
Sveinn Atli Gunnarsson, 22.12.2010 kl. 16:43
Ég spái því að það hitni fyrst svolítið og svo kólnar,og svo hitnar aftur og já, svo held ég bara svei mér þá að það fari svo að kólna aftur uppúr því.
Annars held ég að Vilhjálmur Örn sé með kollgátuna í fyrsta innlegginu. Það virðist vera nú sem fyrr að þrælslundinn reki menn á eftir spámönnunum.
Guðmundur Jónsson, 22.12.2010 kl. 19:29
Það er nokkuð víst Guðmundur að þín spá mun rætast að hluta :)
En hin undirliggjandi hlýnun af völdum aukina gróðurhúsaáhrifa mun þó væntanlega ekki stoppa þrátt fyrir einhverjar náttúrulegar sveiflur, af völdum t.d. sólar.
En það sem bæði Vilhjálmur Örn og Guðmundur flaska á, er að þeir telja að þessar "spár" um hlýnun vegna aukina gróðurhúsaáhrifa séu bara gerðar út í loftið, en það liggja gögn, mælingar og rannsóknir á bak við loftslagsvísindin, en þó virðist sú staðreynd ekki stöðva athugasemdir í anda Guðmundar og Vilhjálms hér.
En við látum þetta nú ekki mikið á okkur fá, gleðileg jól :)
Sveinn Atli Gunnarsson, 22.12.2010 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.