Súrnun sjávar og lífríki hafsins

Á loftslag.is fáum við reglulega vísindamenn og áhugafólk um loftslagsbreytingar og málefnum þeim tengdum til að skrifa um það sem þeim er helst hugleikið tengt loftslagi.

Í þessari viku skrifar Hrönn Egilsdóttir doktorsnemi við Hafrannsóknarstofnun og Háskóla Íslands um súrnun sjávar, en það er talið ekki síðra vandamál tengt losun koltvíoxíðs út í andrúmsloftið en sjálfar loftslagsbreytingarnar. Hér fyrir neðan er byrjunun á áhugaverðum pistli hennar, sjá nánar á loftslag.is, Súrnun sjávar og lífríki hafsins

 

Hröð aukning CO2 og aukin súrnun sjávar

Frá því iðnvæðing vesturlanda hófst fyrir 250 árum hafa orðið gríðarlegar breytingar  á magni koltvíoxíðs (CO2) í andrúmslofti jarðarinnar.  Eftir því sem iðnvæðingin hefur orðið hraðari og útbreiddari hefur þetta magn aukist hraðar.  Ein afleiðing þessara breytinga er súrnun sjávar sem er ekki síður alvarleg þróun en hlýnun jarðar.

Fyrir iðnvæðingu var hlutþrýstingur CO2 í andrúmsloftinu 280 ppm og nú, 250 árum síðar, er hann orðinn 391 ppm og gæti náð yfir 700 ppm fyrir næstu aldamót (ppm = part per million).  Loftslagsbreytingar væru vafalítið fyrirfinnanlegri í dag ef ekki væri fyrir upptöku sjávar og grænna landssvæða á helmingi þess koltvíoxíðs sem menn hafa blásið út í andrúmsloftið frá iðnvæðingu.  Af þessum helmingi hefur sjórinn tekið til sín um 30% og græn landsvæði um 20% (Feely o.fl. 2004).

Vegna upptöku á CO2 hefur sýrustig sjávarins þegar fallið um 0,1 pH gildi (30% aukning á H+) frá iðnvæðingu og gæti fallið um 0,3-0,4 pH gildi fyrir árið 2100 (~150% aukning á H+).  Sýrustig er mælt á pH skala sem er byggður á neikvæðu veldisfalli á styrk vetnisjóna (H+) en sýrustig lækkar eftir því sem styrkur vetnisjóna vex. Þetta þýðir að fyrir hverja heila tölu sem sýrustig (pH) fellur, þá súrnar sjórinn tífalt.

[..]

Pistillinn í heild er á loftslag.is og þar er einnig hægt að koma með athugasemdir við hann.

Sjá Súrnun sjávar og lífríki hafsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband