Mótsagnarkennt eðli röksemda "efasemdarmanna" um hnattræna hlýnun

Eldri færsla af loftslag.is sem á kannski ágætlega við í dag.
 
Það er eftirtektarvert að fylgjast með því hvernig rökfærslur þeirra sem kenna sjálfa sig við “efasemdir”, varðandi hlýnun jarðar af mannavöldum, breyta endalaust andmælunum og rökfærslum sínum.Ein afleiðing þess, er að þeir komast oft í mótsögn við sjálfa sig. Einn daginn er röksemdarfærslan sú, að núverandi hlýnun sé vegna sólarinnar, næst að hlýnun sé vegna “náttúrulegra sveiflna”, þar næst að plánetan sé að kólna og daginn eftir koma svo kannski rök um að það sé svo mikil óvissa í hitastigsmælingum að við vitum hvort sem er ekki, hvert hnattrænt hitastig er. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því mikla magni af mýtum sem hægt er að finna t.d. á loftslag.is.
 
Það ætti að vera nokkuð augljóst að rökfærslur “efasemdarmanna” eins og þær koma fram hér að ofan eru í mótsögn hvorar við aðrar, en samt eru þau oft sett fram af sömu aðilum. Sem dæmi má nefna alþekktan “efasemdarmann” að nafni Fred Singer sem færði fyrir því rök árið 2003 að plánetan væri ekki að hlýna, en það kom þó ekki í veg fyrir að hann færði rök fyrir því, í bók sem hann gaf út árið 2007, að plánetan væri að hlýna vegna náttúrulegrar sveiflu sem tekur 1.500 ár. Það er ekki hægt að hafa þetta á báða vegu!
 

Það virðist vera merki um styrk kenningarinnar, um hækkun hitastigs af völdum losunar manna á CO2, að “efasemdarmennirnir” geta ekki komið sér saman (ekki einu sinni innra með sjálfum sér persónulega) hver andmælin eiga að vera. Ef það væri raunverulegur veikleiki í kenningunni, þá ættu “efasemdarmenn” að geta bent á þann veikleika og komið með mótsagnarlaus rök. Þeir virðast frekar ætla að notast við núverandi aðferðafræði sína, sem er að fleygja öllu mögulegu fram sem rökum, í óljósri von um að eitthvað af þeim haldi vatni. Það myndi auðvelda verulega allar umræður við “efasemdarmenn” ef þeir myndu ákveða hver andmæli sín varðandi kenninguna væru, í stað núverandi ástands þar sem rökfærsla dagsins virðist ráða för, alveg óháð því hver rök gærdagsins voru og hugsanlegra mótsagna í rökfærslunum. 

[...] 

Að lokum má svo skoða orðið sem ég hef sett innan gæsalappa í færslunni, en hvers vegna ætli það sé nú? Það má vel færa rök fyrir því að efasemdarmenn nái ekki nógu vel að skilgreina þá sem hafa þá nálgun við vísindin sem eru útskýrð hér að ofan, þar sem nýjar röksemdir og mótsagnir virðast ráð ferðinni eftir því hvernig vindar blása þann daginn. Afneitunarsinnar er hugsanlega betri skilgreining á sumum þeirra sem þetta stunda, enda nota þeir vel þekktar aðferðir við nálgun sína. Nokkrar helstu aðferðir afneitunar eru:

  1. Samsæriskenningar
  2. Sérvalin gögn (e. cherry-picking)
  3. Fals sérfræðingar
  4. Ómögulegar eftirvæntingar (einnig þekkt sem færanleg markmið)
  5. Almennar rökleysur
Sumir vilja einnig bæta við 6. liðnum, sem er endurtekning á rökum sem þegar er búið að hrekja og eftir þessar pælingar hér að ofan, þá líka 7. liðnum sem eru mótsagnirnar...

 

Alla færsluna má lesa á loftslag.is, Mótsagnarkennt eðli röksemda “efasemdarmanna” um hnattræna hlýnun 

Tengt efni á loftslag.is:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Mér sýnist helstu sjónarmið efasemdarmanna vera einhvernveginn svona:

1. Það hefur ekki hlýnað. Gögn sem sýna hlýnun byggja á ónákvæmum mælingum og jafnvel fölsunum.

2. Ef nr 1 dugar ekki og það hefur hlýnað, þá er það náttúruleg hlýnun sem mun ganga til baka.

3. Ef nr 1 og 2 duga ekki, þá skal hlýnunin vera góð fyrir mannkyn (a.m.k. fyrir Íslendinga).

Emil Hannes Valgeirsson, 6.2.2011 kl. 20:31

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er rangt hjá þér, Emil. (nema e.t.v.  #3  )

"Alvöru" efasemdarmenn efast ekki um hnattræna hlýnun.

Móðusýkisleg viðbrögð "alarmistanna", eru hins vegar frekar óvísindaleg, að mati þeirra sem spyrja gagnrýnna spurninga.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2011 kl. 22:02

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Góðir punktar Emil. Mér finnast mótsagnirnar mjög merkilegar, enda stundum frá sömu aðilum, án frekari gagnrýni á fyrri skoðanir eða hugmyndir "efasemdarmannanna", að því er virðist.

Gunnar, annað merkilegt við "efasemdarmenn" er að þeir víla sér ekki við að fara út í nafnakall og/eða að ýja að "röngum" skoðunum annara þegar þá skortir rök...annars bara fróðlegt að vita að þú (sjálfur "efasemdarmaðurinn") efast ekki um hnattræna hlýnun - ég hefði nú ekki haft trú á því út frá fyrri athugasemdum þínum hérna.

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.2.2011 kl. 22:57

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svatli, væri gaman að sjá "eina" athugsemd hjá mér hér, þar sem ég efast um hnattræna hlýnun.

Ég hef efast um ástæður hnattrænnar hlýnunnar... en fyrst og fremst efast ég um afleiðingar hennar.

Jörðin er á leið inn í ísöld....

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2011 kl. 23:04

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég efast hins vegar ekki um að mengun er hnattrænt vandamál....

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2011 kl. 23:07

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég nenni ekki að leita af einni athugasemd frá þér sem þú "efast" um hnattræna hlýnun, enda nenni ég ekki að lesa yfir það sem þú hefur komið með hérna (tímafrekt með emdemum). En þú hefur ekki dulið þá skoðun þína að loftslagsvísindin sem slík séu klúbbur "alarmista" hvað sem það er og hálfgert bull, án frekari útskýringa oft á tíðum (ef ekki alltaf), jafnvel þó við höfum reynt að spyrja þig um það nánar.

En hvaða gögn hefur þú um að Jörðin sé á leið inn í ísöld og svona ca. hvenær megum við eiga von á því, er þetta yfirvofandi að þínu mati Gunnar?

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.2.2011 kl. 23:18

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nei, þetta er ekki "yfirvofandi",  (fer reyndar eftir því hvað menn kalla "yfirvofandi"), en við erum á leið inn í ísöld, ég hélt þú vissir það. Hefurður ekkert fylgst með sporbaug jarðar nýlega.... um sólina okkar?

Kuldi og aftur kuldi.... í spákortum framtíðar

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2011 kl. 23:30

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Oft á tíðum".... hvaða tíðir eru það?

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.2.2011 kl. 23:37

9 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þú þekkir kannski ekki vel til breytinga í sporbaug Jarðar Gunnar, en þær breytingar gerast tiltölulega hægt, þannig að við þurfum væntanlega ekki að hafa miklar áhyggjur af því á næstunni. Svo það komi fram höfum við skrifað um sporbaugsbreytingar (ásamt öðrum þáttum), á loftslag.is, Orsakir fyrri loftslagsbreytinga. En núna virðast breytingar í styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu af mannavöldum gera það að verkum að hitastig hækkar og getur hugsanlega slegið ísöldum á frest...sjá t.d. eitthvað um það hér (einnig um sporbaug jarðar - já við höfum víst komið aðeins inn á þann þátt, þrátt fyrir að Gunnar virðist hafa misst af því), Er lítil ísöld eða kuldaskeið að skella á?. En það er alveg ljost að á einhverjum tímapunkti mun koma ísöld á Jörðinni, en það er bara ekki neitt sem virðist vera yfirvofandi, hvað sem fullyrðingum "efasemdarmanna" (það ert t.d. þú Gunnar) líður. Að lokum langar mig að vísa í eftirfarandi, Mælingar staðfesta kenninguna

Sveinn Atli Gunnarsson, 7.2.2011 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband