19.2.2011 | 11:24
Aukin flóðahætta af völdum hnattrænnar hlýnunar
Það hefur verið ljóst nokkuð lengi að loftslag væri að breytast en erfitt er að tengja það við staðbundnar breytingar í veðri engin loftslagslíkön geta tengt svo öruggt sé ákveðinn snjóbyl eða flóð við hnattræna hlýnun en ef notuð eru saman loftslagslíkön, mælingar á veðri og blandað saman með líkindareikningi þá geta vísindamenn ákvarðað hversu mikið hin hnattræna hlýnun breytir líkunum.
Nú nýlega komu út tvær greinar þar sem skoðuð eru tengsl mikillar úrkomu og hnattrænnar hlýnunar. Þessar greinar eru skrifaðar áður en flóðin miklu urðu í Pakistan, Ástralíu, Brasilíu og Filipseyjum og því fjalla þær ekki um þá atburði, þótt stórir séu.
Rannsóknirnar tvær eru ólíkar (Min o.fl. 2011 og Pall o.fl. 2011) en niðurstaðan er skyld þ.e. að nú þegar sé öfgaveður, vegna hnattrænnar hlýnunar, farið að hafa alvarleg áhrif á milljónir manna víða um heim. Önnur rannsóknin bendir til þess að aukin úrkoma (regn og snjór) á norðurhveli Jarðar sé vegna hnattrænnar hlýnunar og hin rannsóknin bendir til þess að aukin flóðahætta á Bretlandseyjum sé af sömu völdum.
Min o.fl. báru saman gögn frá veðurstöðvum á norðurhveli Jarðar, við niðurstöðu úrkomuhermunar frá 8 ólíkum loftslagslíkönum. Samkvæmt niðurstöðu þeirra þá má með því sjá með nokkurri vissu aukna úrkomu í seinni hluta tuttugustu aldarinnar sem ekki verður útskýrt öðruvísi en með breytinga af völdum hnattrænnar hlýnunar.
Pall o.fl. skoðuðu ákveðinn atburð: hin miklu flóð sem urðu í Englandi og Wales árið 2000. Með því að keyra þúsundir spár með hárri upplausn með og án áhrifa frá hinum auknu gróðurhúsalofttegundum þá kom í ljós að hin hnattræna loftslagsbreyting af mannavöldum hefur næstum tvöfaldað líkurnar á öfgaúrkomu sem geti valdið flóðum.
Talið er að atburðir sem líklegir hafi verið einu sinni á hundrað ára fresti geti orðið á fimmtíu ára fresti eða oftar.
Rætt er um að aukinn þungi verði að fara í aðlögun að breyttum aðstæðum, jafnhliða því að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda en talið er víst að tryggingafyrirtæki heims fylgist vel með gangi mála, þar sem kostnaður af völdum loftslagsbreytinga muni halda áfram að aukast erfitt mun þó verða áfram að tengja beint og örugglega saman öfgaveður og hina hnattrænu hlýnun.
Heimildir og ítarefni
Grein Min o.fl. 2011 má lesa hér (ágrip): Human contribution to more-intense precipitation extremes
Grein Pall o.fl. 2011 má lesa hér (ágrip): Anthropogenic greenhouse gas contribution to flood risk in England and Wales in autumn 2000
Þessi umfjöllun byggir mikið til á umfjöllun Nature News: Increased flood risk linked to global warming
Aðrar umfjallanir um greinarnar (báðar eða aðra) má finna á eftirfarandi heimasíðum:
Tengt efni á loftslag.is
- Eru tengsl loftslagsbreytinga og öfga í veðri ?
- Er að verða hnattræn veðurfarsbreyting?
- Óvenjulegt veður árið 2010
- Árið 2010, heitt og öfgafullt
- Tengsl milli öfgaveðurs og loftslagsbreytinga?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.