Monckton á móti Monckton

Christopher Monckton hefur haldið mörgu fram um loftslagsfræðin og fátt af því hefur staðist nánari skoðun. Við höfum skrifað aðeins um hans þátt í afneitun vísindarannsókna á loftslagi. En hvers vegna er þessi áhugi á honum? Jú, kannski vegna þess að hann virðist vera öfgakennt dæmi þeirra sem hafa sett sjálfa sig í hóp sjálfskipaðra “efasemdarmanna” sem fullyrða út og suður um fræðin án þess, að því er virðist, að frekari gagnrýn hugsun búi að baki.

Núna hefur Potholer54 tekið Monckton fyrir á fróðlegan hátt, þar sem hann setur að hluta til röksemdir Moncktons upp á móti röksemdum Moncktons sjálfs, skemmtileg flétta. En sjón er sögu ríkari, gjörið svo vel:

Myndbandið má sjá á loftslag.is, Monckton á móti Monckton 

Tengt efni á loftslag.is:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hér má sjá framhaldið af þessu myndbandi, sem mér finnst persónulega betra en myndbandið sem við birtum síðast,

http://www.youtube.com/watch?v=PTY3FnsFZ7Q&feature=feedu.

Potholer hefur svo boðað fleiri myndbönd, við skellum væntanlega öllum saman í eina færslu við tækifæri.

Sveinn Atli Gunnarsson, 22.2.2011 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband