Sjávarstöðuhækkanir

Fréttin sem hér er tengt við, vakti athygli okkar á loftslag.is. Líklega eru það helst undarlegar tölur sem koma fram í fréttinni um hækkun sjávarstöðu sem vöktu athygli okkar, en þar hafa tölur eitthvað skolast til við ritun fréttarinnar.

Ólíklegt er að það standist að undanfarin áratug hafi sjávarstaða hækkað um 3 sm á ári við miðjarðarharið - 3 mm á ári stenst mun betur og er í takt við hækkun sjávarstöðu á heimsvísu.

Svo virðist sem grunnurinn í þessari frétt sé bókakynning - en í gær kom út ný útgáfa af bók á spænsku sem heitir Cambio Climático en el Mediterráneo Español (hér er vísað í eldri útgáfu, sem hægt er að skoða á netinu á pdf formi).

 Annað sem kemur fram í fréttinni er svo sem nærri lagi, nema hvað að þeir virðast eitthvað vanmeta sjávarstöðuhækkun út öldina - hvort það eru mistök í fréttinni eða hvort höfundar bókarinnar hafi einhverjar nýjar upplýsingar er óljóst. Hér fyrir neðan er brot úr færslu sem heitir Spurt og svarað um sjávarstöðubreytingar:

Hver er framtíðin?

Fljótlega eftir að spá IPCC frá árinu 2007 kom um sjávarstöðuhækkun upp á 18-59 sm í lok aldarinnar, varð ljóst að þar væri efalaust um vanmat að ræða – þá aðallega vegna þess að gögn vegna bráðnunar jökulbreiða Grænlands og Suðurskautsins voru ófullnægjandi. Nýrri rannsóknir eru ekki samhljóða um hugsanlega hækkun sjávarstöðu að magninu til, en þó benda þær flestar til að sjávarstaða verði hærri en spár IPCC benda til, með lægstu gildi svipuð há og hæstu gildi IPCC og hæstu gildi allt að 2. m hækkun sjávarstöðu í lok aldarinnar.

Spá IPCC og nýlegar spár um sjávarstöðubreytingar til ársins 2100

 


mbl.is Yfirborð Miðjarðarhafsins hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband