Minnsta hafísútbreiðsla á Norðuhveli, frá því mælingar hófust, fyrir janúar og febrúar

Vegna anna hafa venjubundnar hafísfréttir hvers mánaðar orðið útundan í síðasta mánuði, þannig að þetta verður tvöfalt að þessu sinni. Þetta verður samt stutt, en meira af gröfum og myndum frá báðum mánuðunum sem smá uppbót.

Hafísinn hefur verið í minnsta lagi bæði í janúar og febrúar, báðir mánuðirnir voru með lægstu útbreiðslu fyrir mánuðina síðan mælingar hófust.

Þróun hafísútbreiðslu fram til febrúarmánaðar, miðað við fyrri ár. 

 

[...]

Fleiri gröf og myndir má sjá á loftslag.is, Minnsta hafísútbreiðsla á Norðuhveli, frá því mælingar hófust, fyrir janúar og febrúar 

Tengt efni á loftslag.is:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sea Ice Reference Page er frábær upplýsingasíða um hafís. Þar er að finna flestar myndir frá hinum ýmsu hafísrannsóknarstofnum og eru allar beintengdar, þannig að þær uppfærast sjálfkrafa jafnóðum og nýjar útgáfur verða til.

Þar eru einnig krækjur sem vísa á fjölmargar hafísrannsóknarstofnanir.

Áhugavert fyrir veður- og hafísnörda.

Sem sagt, þarna er hægt að fylgjast með breytingum á heimskautasvæðunum frá degi til dags.

Veðurkallinn (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 11:44

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir Veðurkall. Ég hef reyndar tiltölulega lítinn áhuga á WUWT vegna mistúlkana hans á loftslagsvísindum, mæli þ.a.l. ekki sérstaklega með þeirri síðu, allavega ekki varðandi útskýringar á því sem er í gangi á Norðurskautinu eða annað sem viðkemur loftslagsvísindum.

Sveinn Atli Gunnarsson, 8.3.2011 kl. 12:24

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hafíssíðan á WUWT er reyndar ágætis samantekt því þar eru gögn helstu stofnana birt án nokkurra athugasemda frá síðuhöfundum.

Pistlarnir á WUWT eru hinsvegar oft frekar vafasamir.

Emil Hannes Valgeirsson, 8.3.2011 kl. 13:43

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég er nú svo mikill prinsipmaður að ég nota ekki hafíssíðuna á WUWT (hversu góð sem hún kann að vera), einmitt vegna þess að á WUWT eru settar fram mistúlkanir sem eru svo langt frá raunveruleikanum að maður getur stundum gert sér í hugarlund að síðuhöfundar fari viljandi með rangt mál... En það má væntanlega notast við þessa hafíssíðu hans, en heimsóknartölur þangað verða allavega ekki frá undirrituðum, nema þá kannski til að kynna sér nýjustu samsæriskenningarnar þar á bæ - út frá því er síðan nothæf inn á milli - aðeins eitt stopp og maður veit hvaða mistúlkanir eru heitastar varðandi loftslagsfræðin þá stundina :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 8.3.2011 kl. 15:39

5 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þetta er gott fyrir okkur hér á Íslandi - meiri uppskera til lands og sjávar - ef við höfum rænu á að þiggja uppskeruna...

svo hentar smá hlýnun okkur ágætlega.. helvíti kalt eins og er fyrir norðan....

Kristinn Pétursson, 8.3.2011 kl. 23:38

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Kristinn, þú hefur s.s. trú á því að vísindamenn hafi rétt fyrir sér um hækkandi hitastig núna. Það getur svo sem vel verið að hækkandi hitastig geti að hluta til haft jákvæð áhrif á Íslandi, en ég myndi þó ætla að súrnun sjávar væri eitthvað sem þú ættir að hafa einhverjar áhyggjur af (svona út af fiskveiðum), það eru t.d. áhrif sem ekki er hægt að sjá mikið jákvætt við fyrir okkur hér...

En hitt er svo annað mál að það er erfitt að sjá heildar jákvæð áhrif við takmarkalausri losun gróðurhúsalofttegunda og hækkandi hitastigs vegna þeirrar losunar. Því það er alveg sama hversu hugsanlega heppin við gætum orðið á Íslandi, þá erum við bara ekki ein í heiminum og mjög neikvæð áhrif í öðrum hlutum heimsins yrðu nú eitthvað sem við myndum taka eftir og myndi hafa áhrif hjá okkur á einn eða annan hátt...

Tengill; Mýtan - Aukning CO2 í andrúmsloftinu er góð - þú ættir kannski að kynna þér þetta Kristinn áður en þú fullyrðir um tóma hamingju við hlýnun á okkar slóðum (sem þú virðist taka undir núna).

Sveinn Atli Gunnarsson, 8.3.2011 kl. 23:57

7 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Kristinn: Sjá einnig spurningarnar Er hlýnun jarðar slæm? og Er hnattræn hlýnun góð?

Aðalpunkturinn er sá að hlýnun getur að einhverju leiti verið góð fyrir Ísland (þó sami fyrirvari og Sveinn Atli hefur varðandi súrnun sjávar), en neikvæðar afleiðingar yfirskyggja þó allar jákvæðar afleiðingar ef litið er á hlýnunina hnattrænt.

Höskuldur Búi Jónsson, 9.3.2011 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband