11.3.2011 | 08:04
Fjöldaútdauðar lífvera og loftslag
Á loftslag.is er nú að finna þýðingu á færslu af heimasíðunni ClimateSight.
Breytingar fara illa í lífverur Jarðar og loftslagsbreytingar eru eitthvað sem hentar þeim ákaflega illa. Allir þættir í lífi lífvera veltur á loftslagi, þannig að ef þættir loftslags breytast þá breytist allt annað t.d. framboð af mati og vatni, tímasetning fars eða dvala, jafnvel geta líkamans til að halda sér gangandi.
Lífverur geta smám saman aðlagast breytingum í umhverfi sínu með þróun, en loftslagsbreytingar eiga það til að gerast of hratt fyrir þær. Þá er það ekki hitastigið sjálft sem skiptir öllu máli, heldur hraði breytinganna. Loðfílar og sverðtígrisdýr lifðu góðu lífi á kuldaskeiði ísaldar, en ef skipt yrði aftur til þessa loftslags á einni nóttu, yrðum við í vandræðum.
Í einföldu máli, ef loftslagsbreytingar eru nógu miklar, nógu snöggar og á heimsvísu, þá hafa skapast fullkomnar aðstæður fyrir fjöldaútdauða lífvera. Þetta er áhyggjuefni þar sem við lifum mögulega á upphafi hrikalegs tímabils hlýnunar Jarðar, hlýnunar sem er af okkar völdum. Munu okkar gjörðir valda fjöldaútdauða á næstu öldum? Við getum ekki sagt til um þróunina, en við getum kíkt á fortíðina til viðmiðunar.
Hingað til hafa orðið fimm fjöldaútdauðar í jarðsögunni, nokkuð sem líffræðingar kalla Hinir fimm stóru (e. The Big Five). Þeir urðu í lok Ordóvisían, lok Devon, á mörkum Perm og Trías, í lok Trías og svo Krít-Tertíer. Allir fimm útdauðarnir urðu áður en nánustu forfeður manna höfðu þróast og allir fimm tengjast að einhverju leiti miklum breytingum í loftslagi. Við skulum líta á nokkur dæmi.
[...]
Hægt er að lesa færsluna í heild á loftslag.is sjá Fjöldaútdauðar lífvera og loftslag
Tengt efni á loftslag.is
- Fjöldaútdauði lífvera
- Útdauðinn fyrir 250 milljónum ára
- Súrnun sjávar og lífríki hafsins
- Er hlýnun jarðar slæm?
- Súrnun sjávar hinn illi tvíburi
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.